Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Síða 9

Samvinnan - 01.12.1955, Síða 9
Það var sem allar vonir hans hyrfu---------------- ugi stóð í heitu eldhúsinu. Snjórinn þiðnaði af frakka hans og rann eftir gólfinu. — Svo það ert þú, Randolf. Hvað vilt þú? — Drengurinn minn er veikur. — Eg skal koma. Ég kem snemma í fyrramálið til þín, ég get ekki farið út í kvöld. Þeir stóðu báðir þögulir í eldhús- inu, eins og þeir biðu eftir einhverju til að segja, eða að eitthvað gerðist. Hvorugur vildi tala fyrst, en hugsan- irnar kvöldu þá. — Þitt eigið barn vilt þú gera eitt- hvað fyrir, en ekki fyrir mitt. Orðin voru hörð. Langt um harðari en Randolf hafði viljað, að þau yrðu. Orð hins örvæntingarfulla föðurs voru nú ásökun en ekki bæn. — Ég get ekki gert neitt frekar fyrir Peter, svaraði Oli, stuttur í spuna. Svo varð þögn. Randolf rauf hana aftur og sagði: — Drengurinn okkar er svo veik- ur — hann er eina barnið okkar — og við eignuðumst hann svo seint. — Ég lofa, að ég skal líta til þín á morgun. — A morgun er það of seint. — Láttu mig í friði í kvöld. Ég verð að vera hjá drengnum mínum síðustu stundirnar. — En þegar þú getur nú ekki gert neitt meira fyrir hann, sagði Ran- dolf. Oli leit hvasst á hann og sagði hvössum rómi: — Það varðar þig ekkert um. Ég verð hjá drengnum mínum meðan hann lifir. Skilurðu það? Randolf byrjaði að hneppa að sér úlpunni, og sneri sér frá Ola. — Þá deyja þeir báðir, sagði hann við sjálfan sig, eins og sá, sem gefur sig á vald þess, sem ekki verður brevtt. — Bíddu, sagði Oli. Hóstar dreng- urinn þinn mikið? — Já, þannig var það fyrst. Nú er hóstinn ekki svo mikill. Er þtð merki um bata? — Nei, hvernig er andardráttur- inn? — Það hvín í honum. Stundum ætlar hann að kafna. — Eins og Peter í gær. En þú mátt ekki ætlast til, að ég fari núna .... Fær hann oft þessi köst? — Já, — það er þá ekki hægt að bjarga honum? — Hver veit? Það var eins og orðin tendruðu von hjá fjallabúanum, og hann sagði í huganum: Komdu með og líttu á hann — komdu með. En við Óla sagði hann: — Þú getur ekki gert meira fyrir Peter, en fyrir Sverri .... Óli horfði fast í augu Randolfs og sagði svo: — Ég kem með þér. ÓIi gekk upp í herbergið til Peters. Drengurinn andaði varla núna. And- litið var svo bleikt, sem ekki væri blóðdropi til í því. — Taktu þessa flösku, Guri. Það (Framh. á bls. 43) 9

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.