Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 3
f Skattgreiðsla samvinnufélaga og einkareksturs Skattamál samvinnufélaga hafa verið mjög ó dagskrá undanfarið í dagblöðum og manna á meðal. Stafar þetta meðal annars af því, að ríkisstjórnin hefur lagt fyrir alþingi frumvarp um skatta félaga, sem felur í sér allmiklar breytingar. Stefna þær yfirleitt í þá átt að gera skattakex-fi félaga einfaldara og setja sem mest sömu reglur fyrir alla aðila. Er meðal annars lagt til, að bæði sam- vinnufélög og hlutafélög gi-eiði fastan 25% tekjuskatt, en áður giltu nokkuð mismunandi reglur fyrir þessi tvenns konar félög. Samvinnan mun ekki i-æða þessi mál ítarlegar á þessu stigi, en hefur valið þann kost að setja upp töflu um skatt- greiðslur félaga, svo að lesendur geti sjálfir borið saman. hvernig þar er bii- ið að samvinnufélögum og einkarekstri. Munu menn sjá, að ekki er um nein skattahlunnindi að ræða hjá samvinnu- félögunum, því ekki verða það kölluð hlunnindi, að endurgreiðsla til félags- manna af þeirra eigin viðskiptum er ekki skattlögð. Það mun nxi hvergi gert um víða veröld lengur. A hinn bóginn greiða sanivinnufélögin sérstak- an samvinnuskatt, senx engir aðrir að- ilai' greiða. Ennfremur eru athyglisverð einstök atvik. svo sem útsvar Hamra- fells í Rej'kjavík.Hefur verið lagt á skip- ið miklu hærra veltuútsvar en á nokk- urt annað kaupskip og er þetta marg- unxtalaða skip. sem aldiæi notar hafn- armannvirki Reykjavíkurbæjar, orðið stærsti greiðandi opinberra gjalda í höf- uðstaðnum, veltuútsvar og vörugjald til bæjarins sanxtals hátt á þriðju milljón. Samvinnumenn ættu að kynna sér að- alefni þessarar töflu. Skattamálin eru flókiix og erfitt fyrir leikmenn að átta sig ó þeim. Hinsvegar er auðvelt fyrir andstæðinga samvinnustefnunnar að hrópa sífellt unx „skattfríðindi“. Þeim hrópum verður að mæta með rökum. Samvinnufélög Einkarekstur 25% tekjuskattur 25% tekjuskattur Varasjóðsskylda Hagnaður af viðskiptum utanfélags- manna að frádregnum opinberum gjöldum Engin varasjóðsskylda Varasjóðsfrádráttur 1/3 af skattskyldum tekjum Varasjóðsfrádráttur 1/3 eða 1/5 af skattskyldum tekjum — eftir eðli félaganna Greiddur tekjuafgangur af félagsmannaviðskiptum ekki skatt- lagður Sameignarfélög mega skipta hagnaði milli eigenda og verða alveg skattfrjáls (eigendur þá skattlagðir) Sami útsvarsskali Sami útsvarsskali Útsvar má ekki fara fram úr tekjum af við- skiptum utanfélagsmanna Hamrafelii er gert að greiða til Reykjavíkur 5% veltuútsvar Öll önnur kaupskip greiða aðeins 1,2% veltuútsvar Samvinnuskattur 2—10% af fasteignaskatti Enginn sambœrilegur skattur Sömu fasteignagjöld Sömu fasteignagjöld (Taflan miöast við samþykkt stjórnarfrumvarps, sem nú liggur fyrir alþingi) Nokkur skattfrjáls fyrirtæki: Eimskipafélag íslands (til 1955) Sameinaðir verktakar (útsvar) Áburðarverksmiðjan h.f. SIF — saltfiskhringurinn IMPUNI — innkaupasamband Brunabótafélag íslands heildsalanna Mjólkursamsalan SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.