Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 14
Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi. Lengst til vinstri er sementsgeymir, þá bygging fyrir skrifstofur og vélaverkstæði og síðan hin geysistóra efnisgeymsla. — Bak við hana er kvarnhúsið, ofnhúsið, efnisgeymarnir og 75 m hár reykháfur. Ný íslenzk stóriðja í uppsiglingu: 75.000 tonn af sementi á ári Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi tekur til starfa i vor Stœrsta iðnaðarmannvirki á Islandi, Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi, er nú óðum að rísa af grunni. Þar sem brímið fyrir tveim árum barði á klettum við Akraneshöfn, hafa stórvirkar vinnuvélar rutt fram landi og sléttað fyrír mestu og hœstu byggingar, sem Islendingar hafa komið upp. Reykháfur, jafnhár 25 hceða húsi, gncefir yfir marflat- an Skagann. Efnisskemma er að rísa svo rúmgóð, að leika mcetti sómasamlegan knattspyrnuleik innan veggja henn- ar. Hundrað metra langur ofnhólkur er byrjaður að snúast í sínu langhýsi og í sumar kemur sementið á markaðinn. Þess er vænzt, segir Helgi fram- kvæmdastjóri Þorsteinsson í viðtali við Samvinnuna, að snemma sumars byrji vélar verksmiðjunnar að ganga, hitaður verði hinn mikli ofn og byrj- að að brenna skeljasand af botni Faxaflóa og líparit úr Hvalfirði við 1450 stiga hita. Arangurinn verður fyrsta sementið, sem framleitt hefur verið á Islandi, byrjunin á nvjum, fullkomnum stóriðnaði. Það eru hæg heimatökin hjá Sam- vinnunni að leita sér upplýsinga um þetta mikla mál hjá Helga, sem stýr- ir innflutningsdeild SlS, en er einn þeirra þremenninga, sem verið hafa í stjórn Sementsverksmiðjunnar, síðan hún var skipuð 1949. Formaður stjórnarinnar og framkvæmdastjóri hefur verið Jón Vestdal, en þriðji stjórnarmaður Sigurður Símonarson, Akranesi. Helgi Þorsteinsson skj'rir svo frá, að verksmiðjunni hafi verið valinn Brennsluofninn í Sementsverksmiðjunni er 100 m langur. Hann er kyntur með olíu og snýst. Eftir að efnainnihald hráefn- isins hefur verið rannsakað, brennur leðjan í ofninum við 1450° C hita og úr því verður sementsgjall, sem svo er malað. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.