Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 10
Hörð samkeppni á benzín- og olíu- markaði Svíþjóðar Sænsk samvinnufélög hafa nú í lang- an tíma verzlað með benzín og olíur. Kaupfélögin hófu sölu á ljósaolíu fyrir mörgum árum og með auknum vélakosti hafa þau einnig tekið upp benzínsölu. Eftir 1920 sameinuðust bílaeigendur í sænskum bæjum um sérstök samvinnu- félög. Þau hafa verið nefnd Samvinnu- innkaupastofnanir bíleigenda, og mark- mið þeirra er að sjá meðlimum fyrir benzíni, olíum og varahlutum á sam- vinnugrundvelli. Þessi félög hafa einnig komið upp viðgerðaverkstæðum fyrir fé- lagsmenn. Félögin stofnuðu með sér sam- band árið 1926. Nú eru í þessu sambandi 170 félög, víðsvegar um landið, sem sam- tals telja 100.000 meðlimi. í upphafi voru það einkum atvinnubílstjórar, leigubil- stjórar og vörubílstjórar, sem stóðu að félögunum og sambandinu. Eigendur einkabifreiða komu á eftir, enda hafa þeir ekki minni hagnað en hinir. Samvinnuinnkaupastofnun bíleigenda í Stokkhólmi hefur nú með höndum fjórðung allrar olíu og benzínsölu, þrátt fyrir samkeppni sex voldugra olíufélaga. í öðrum bæjum hafa samvinnufélögin mun meiri sölu. Enda þótt fyrrnefnd samvinnufélög hafi með höndum sölu á benzíni og steinolíu til neytendanna, er sérstakt samvinnusamband sem sér um innflutn- inginn á allskonar olíum. Sú stofnun heitir Samband olíunotenda (Oliekonsu- menternes Riksförbund, skammstafað O. K.). Sambandið var stofnað 1945. Það flytur ekki aðeins inn olíu og olíuafurð- ir, heldur sér það um dreifingu og rekst- ur birgðastöðva víðsvegar um landið til þess að koma vörunni í hendur neytend- anna á hagkvæmastan hátt. Nýlega keypti O. K. tvö olíuskip ámóta á stærð og Hamrafell. Þá átti samband- ið fyrir eitt skip (9.800 lestir). Á þessu Samband olíunotenda í Svíþjóð á stórar olíubirgðastöðvar víðsvegar um landið. eða næsta ári bætist við í flotann nýtt olíuskip (24.500 lestir). Þá er olíuskipa- floti sambandsins samtals orðinn 67.000 lestir. Þegar því marki er náð, standa vonir til að hægt verði að flytja inn ár- lega eina milljón lesta. Sem stendur sel- ur O. K. 11% af innfluttri olíu til Sví- þjóðar. Þýðing samvinnusamtakanna á þess- um vettvangi kom fyrst í ljós árið 1945. Ríkisstjórnin skipaði þá fimm manna nefnd til að athuga, hvort ráðlegt væri að stofna til ríkiseinkasölu. Þrír nefnd- armanna voru því fylgjandi, en tveir á móti. Mikil andstaða varð gegn ríkiseinka- sölu á olíu og olíuafurðum. Sú andstaða birtist í blöðum og var rædd á opinber- um samkomum. I þessari andstöðu gegndu samvinnufélögin þýðingarmiklu hlutverki og niðurstöður nefndarinnar mættu almennt mikilli mótspyrnu. Sam- vinnumenn lögðu áherzlu á, að ríkis- einkasala, sem ekki gæti haft áhrif á verð hráolíunnar, hlyti að vera dauða- dæmd. Þeir álitu eins og allir samvinnu- menn, að samvinnurekstur væri það eina hugsanlega til að lækka verð á olí- um og benzíni. Þróun síðustu ára í Svíþjóð hefur sýnt, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stofna ekki til ríkiseinkasölu á olíu, var á rökum byggð. Verð á ýmsum teg- undum olíu hefur ekki hækkað nema sem svarar hækkuðum kostnaði. O. K., samband olíunotenda, á hér stærstan hlut að máli. Það hefur orðið mikils ráð- andi um verðlagið og verð á olíu og ben- zíni er að frátöldum opinberum gjöldum lægra í Sviþjóð en flestum löndum í Evrópu. Þannig leið sumarið í þögn. Unnur hafði ekki ráðið sig lengur en til haustsins í Urð. Kjartan hafði verið að vona, að hún breytti fyrirætlun sinni um að fara, en hann fékk aldrei tækifæri til að tala út um málin við hana. Og svo einn góðan veðurdag fór hún að ganga frá dóti sínu. Að aflíðandi hádegi kom — Finnur á Bergi með lausan hest handa henni. Kjartan gerði sér eitthvað til er- indis burt frá bænum á meðan hann var staddur þar, og svo fór, að Unnur gat ekki kvatt hann. sagðist „biðja kærlega að heilsa honum Kjartani með þakklæti fyrir samveruna.“ Síðan riðu þau úr hlaði. En þegar Kjartan kom heim litlu síðar frétti hann af tali heimilisfólksins, að hún ætlaði að dveljast á Bergi um vetur- inn. Iiann hafði tapað. Finnur hafði orðið honum yfirsterkari. Og hatrið til Finns magnaðist í huga hans. En aldrei sagði hann eitt orð um það, sem kvaldi hann. Stundum hélt hann, að hann væri að verða brjálaður. Samfara hatrinu til Finns tók hann líka að hata Unni. Hata hana um leið og hann saknaði hennar. Hann hafði aldrei grunað, að hún væri þannig. Það væri líklega bezt, að hann gerði sér ferð á hendur að Bergi og dræpí þau bæði og sjálfan sig á eftir. Þá myndi fólk fá eitthvað til þess að tala um. Enda þótt Unnur væri komin að Bergi, lagði Finnur ekki niður heimsóknir sínar að Urð. En nú gat Kjartan ekki þolað að sjá fornvin sinn framar. Hann læddist ætíð burt frá bænum, er hann sá til Finns. Hann gat ekki bannað Finni að koma, enda var hann ekki húsbóndi í Urð, og hefði heldur aldrei getað sagt þau orð, sem til þess þurfti. En nú bættist ofan á áhyggjur hans að þurfa alltaf að gæta að því, hvort Finnur væri nú ekki að koma. Faðir hans spurði hann eitt sinn, hvernig á því stæði, að hann virtist forð- ast Finn. Gamli maðurinn hafði áhyggjur af Kjartani. Hann sá, að eitthvað var að honum, en þar sem hann var fátalaður í verunni, gat hann ekki gengið á hann og krafið hann sagna. Kjartan vann eins og víkingur og faðir hans var orðinn smeyk- ur um, að hann myndi alveg ganga fram af sér. Og brátt gerðust þeir hlutir, sem fæsta mjmdi hafa órað fyrir. Stjórnmálafundur var haldinn í þing- húsi sveitarinnar um veturnæturnar. Þar vakti það mesta eftirtekt. að Kjartan reis upp og hélt stórorða ræðu á móti þeim stjórnmálasamtökum, sem þeir Finnur höfðu fylgt fast allt fram að þessu. í ræðunni réðst hann á Finn, sem hafði talað næst á undan, og sparaði ekki röksemdirnar fyrir því, hvílíkir dauðans bjálfar þeir menn væru, sem töluðu svip- að og Finnur hefði gert. Finnur reis ekki upp til andsvara. Hon- um brá svo við þetta, að hann reis þeg- ar úr sæti sínu, sótti hest sinn og fór samstundis heim til sín. Þá þóttust menn hafa séð bros á vörum Kjartans, en það var orðið næsta sjaldgæft. Hann hrósaði sigri. Hví skyldu menn, sem ekki voru vinir lengur, vera að basla við að vera sammála um stjórnmálin? Eftir þetta lagði Finnur alveg niður komur sínar að Urð. — (Niðurlag í nœsta blaði.) 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.