Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 6
Leikvangurinn mikli, þar sem Miklagarðskeisarar efndu til mikilla leiksýninga, meðal annars fyrir Sigurð Jórsalafara. — Handan leikvangsins sér á mjó- turna höfuðkirkjunnar, Ægisifs, sem nú er helguð bænum Múhameðstrúarmanna. eins og hún er kölluð í Heimskringlu. Þessi, ein af höfuðkirkjum heims, hef- ur að vísu breytt nokkuð um svip frá dögum Væringjanna. Múhameðstrú- armenn gerðu hana um skeið að musteri sínu og byggðu við hana mjó- turna þá, sem fylgja flestum þeirra musterum og er þaðan kallað til bæna- halds. Nú eru Tyrkir liættir að nota kirkjuna sem múhameðstrúarmust- eri og nota sem safnhús. Að öðru leyti er kirkjan að mestu hin sarna og á dögum Væringjanna. Hvolfþök, súlur og kirkjan sjálf er eins og hún var, nema hvað brott er tekið eða hulið flest það, sem minnt getur á guðs- dýrkun í þessari höfuðkirkju. Tyrkir létu kalka yfir hin fögru trúarlegu listaverk, sem prýddu hvelfingar kirkjunnar og veggi. Nú hefur kalk- inu verið náð af á nokkrum stöðum, til að séð verði listin, sem þannig var hulin vegna þess að múhameðstrúar- menn gerðu kirkjuna að sínu musteri. En trúarlegar myndir, hverju nafni sem nefnast, eru bannaðar í þeim musterum, sem Allah eru helguð. Paðreim, Ægissif, Lakatjarnir, Gullvarta og flestir hinna fornu sögu- staða í Miklagarði frá dögum Vær- ingja eru framarlega á nesinu, sem gengur fram í Brosporus milli Marrn- arahafs og Gullhornsins (Chrysokeras á grísku), sem Snorri kallar Stólpa- sund. Viðhafnarborgarhliðið forna er á borgarmúrnum við sjó fram og fyrir framan það var fyrr á tímum höfn fyrir skip Væringja og annarra her- manna. Fremst á nesinu, við Sævið- arsund, stóðu áður innan borgarmúra Lakatjarnir og aðrar viðhafnarhallir hinna fornu keisara. Þar voru Vær- ingjarnir heimagangar, sem lífverðir og nákomnir hermenn keisarans, því þeim var flestum öðrum betur treyst. Norrænir menn nutu þar virðingar og tiltrúar, bjartir yfirlitum, hreinlyndir. Þeir kunnu varla að hræðast, hvorki ógnanir né mútur. 1slendingar koma við sögu T yrkjasoldána. Frægastar af þessum höllum keis- aranna fyrir skraut og óhóf voru Lakatjarnir og skammt þar frá standa enn, svo til óskemmdar, hallir og kvennabúr hinna tyrknesku soldána, sem síðar komust til valda í Mikla- garði, seinast á fimmtándu öld. Þeir breyttu nafni borgarinnar úr Kon- stantinopel, eða Borg Konstantínus- ar, í Istanbul, eins og hún heitir enn. Þá voru Væringjar löngu horfnir heim til feðraslóða, þeir sem ekki báru beinin syðra. En jafnvel í höllum hinna tyrkn- esku soldána við Sæviðarsund kornu Islendingar við sögu, þá sem sigruð þjóð, en ekki sigurvegarar. Istanbul varð aftur á dögum Tyrkja miðstöð mikils heimsveldis og herveldis, og þeir, sem rændu hér árið 1627 í Tyrkjaráninu, voru þegnar soldánsins í Istanbul. Boðin um ránin og þræl- ana, sem fluttir voru til Algeirsborgar frá Islandi, voru honum borin, eins og aðrar stjórnartilkynnmgar, í silfur- hólk, sem notaður var fyrir orðsend- ingar, sem fóru milli soldánsins og landshöfðingja í Norður-Afríku. Þennan silfurhólk og gögn um Tyrkjaránið má enn sjá á söfnum í höllum Tyrkjasoldána í Istanbul. Vafalaust hefur Tyrkjasoldáni þótt ánægjulegt að geta með ránum nor- rænna manna hefnt nokkuð fyrir ófar- ir þær, sem forfeður hans urðu að þola vegna þátttöku Væringjanna í orrust- um þeim, sem Miklagarðskeisarar áttu tíðum í við Tyrki í Litlu-Asíu. Þeir sóttu þá á ríki Miklagarðskeis- ara að austan og lögðu það að lokum undir sig. I fornum bókurn eru til á því marg- ar lýsingar, hvernig herraþjóðin í Miklagarði varð að leigja hermenn frá öðrum þjóðum til að verjast árás- (Framh. á bls. 25) Götumynd frá Istambul. Burðarmenn bera farangur á baki eftir þröngum götum, en sendibílar sjást varla. Þarna ægir saman Austurlandamönnum og Evrópubúum. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.