Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 8
í samkeppni við 600 kaupmenn Kjartan Sæmundsson kaupfélagsstjóri hjá KRON HANN HEFUR samið við þá í Berlín, Leipzig og Prag. Hann hefur verzlað vestur i Ameríku. Hann hefur höndlað í Hamborg og víða farið þar á milli. Hann hefur skoðað vörusýningar og þreifað á margs konar góssi, velt vöngunum yfir sýnishornum og ýmist sagt neitakk eða lagt inn pöntun. Sennilega hefur hann verið meðal minnstu viðskiptavina hjá þeim útlenzku, en það stafar af því einu, að hans þjóð, okkar þjóð, er svo fámenn. Hún þarf að fá góða vöru fyr- ir því, og maðurinn er þrautkunnugur óskum, þörfum og smekk sinna landa. Hann er Ólafsfirðingur að ætterni, einn af reyndustu verzlunarmönnum ís- lenzkrar samvinnuhreyfingar. Nafnið er Kjartan Sæmundsson og munu þá ýms- ir fara að kannast við hann í sambandi við störf, sem ekki eru nefnd hér að of- an. Hann er sem sé kaupfélagsstjóri KRON nýbakaður og var þar áður for- stöðumaður fyrir SÍS-Austurstræti um hríð. En þessi síðustu störf Kjartans eru á- vöxtur af löngu og dyggu starfi hans, ávöxtur, sem er rétt að byrja að þrosk- ast og á vonandi langan blómatíma eft- ir. Flest ár sinnar þjónustu við íslenzka samvinnuhreyfingu var Kjartan inn- kaupastjóri, sem oft var fjarri sínum skrifstofustóli í Reykjavík eða á Akur- eyri, af því að hann var á nauðsynleg- um ferðalögum langt úti í löndum til að finna þá vöru, sem menn vanhagaði um hér heima, og fylgjast með þeim nýj- ungum, er fram komu. Kjartan Sæmundsson fæddist í Ólafs- firði 1911, en fluttist ungur til Akur- eyrar. Hann gerðist sendisveinn hjá KEA, varð þar síðan verzlunarmaður í Kjartan járn- og glervörudeild og ioks deildar- stjóri. Árið 1942 var Kjartan sendur vestur um haf til að hjálpa til við inn- kaup fyrir kaupfélögin, sem voru ærið erfið á styrjaldarárunum. Hann átti að vera vestra þrjá mánuði, en var fjögur ár á vegum innkaupanefndar viðskipta- ráðs. Þegar hann kom heim 1946, var hafin endurbygging samvinnustarfsins, og hann tók við starfi sem deildarstjóri í innflutningsdeild SÍS og fór þá víða um lönd til innkaupa, svo að honum þótti meira sport að fá að dveljast í friði heima en ferðast. Kjartan hefur nú mikil verkefni að glíma við. KRON er eitt stærsta kaup- félag landsins, félagsmenn 5.494, árs- velta röskar 41.5 milljónir, 20 búðir og starfslið um 90. En reksturinn hefur gengið misjafnlega, meðal annars vegna þess, að kaupstaðafélögin hafa ekki af- urðir að selja og því ekki tvöfalda veltu til að bera allan kostnað, eins og sveita- félögin. Og KRON á í höggi við rúmlega 600 vígreyfa kaupmenn. Er það ærin samkeppni. Kjartan ber til brunns mikla verzlun- arþekkingu og skarpa sýn varðandi rekstur og hagkvæma skipan verzlunar- innar. Samvinnan óskar honum farar- heilla í hinu nýja starfi og vonar að honum auðnizt að gera mikið átak fyrir samvinnustarfið í höfuðstaðnum. engu tapað, þótt hann hitti hana ekki heima, því að er það kom fvrir, að hann hitti hana eina, brast hann alltaf kjark til þess að tjá henni tilfinningar sínar. Hann varð hræddur og feiminn í návist hennar, eins og þegar hann var drengur og presturinn vildi láta hann lesa. Þau töluðu aldrei um annað en veðrið og ann- að álíka innihaldsríkt og stundum varð hann alveg klumsa og gat heldur ekkert sagt um veðrið. Þá brosti hún svo undur blíðlega til hans, en hann fyrirvarð sig sáran fyrir aumingjaskapinn. En það var brosið hennar, sem hélt voninni lifandi í brjósti hans. Hann skildi það svo, að hún væri að hvetja hann — að í brosi hennar fælist draum- ur um fagra framtíð fyrir þau bæði. Og sá dagur hlaut einhverntíma að koma, er hann gat ekki lengur látið hjá líða að tjá henni tilfinningar sínar. — Kjartan komst fljótt á snoðir um ástæðuna fvrir liinum tíðu heimsóknum vinar síns. Hann hafði ætíð hlakkað til komu Finns, og ekki sízt vegna þess, að hann gat sjálfur ekki komið eins oft að Bergi og áður vegna mikilla anna. Einn- ig nú ásetti hann sér að taka vel á móti Finni, þótt hann vildi helzt, að hann fækkaði komum sínum og væri sama þótt hann legði þær alveg niður. Og hann fann til einhverrar innri ánægju. þegar Finnur fór án þess að hafa hitt Unni. Hann þoldi ekki að sjá Unni í návist Finns vinar hans; honum fannst sem Finnur væri að taka eitthvað dýrmætt frá sér — honum var nefnilega alveg eins farið og Finni, hann var orðinn ástfang- inn af þessari stúlku. Nei, það var ekki gott í efni! Og vináttan kólnaði smátt og smátt og eitrið læsti sig inn í hugina. Unnur var hin sama og áður, alltaf jafn glaðleg og vingjarnleg og virtist ekki hafa minnstu hugmynd um, að vin- irnir voru báðir orðnir ástfangnir af henni, og óveðursskýin þéttust meira og meira yfir höfði hennar. Hún var nú einu sinni svona gerð, að hún brosti til allra og sá ekkert athugavert við það, datt sízt af öllu í hug, að bros hennar tendr- uðu óslökkvandi bál í sálarfylgsnum vin- anna. Hún hugsaði sem svo, að ef eitt bros gæti birt upp í tilbreytingarleysinu og stritinu, þá væri það ekki of mikið, og svo hélt hún áfram að brosa. Hún meinti ekkert með því. Hún var ham- ingjusöm, og þess vegna var hún glöð. Og liún óskaði, að allir væru eins ham- ingjusamir og hún sjálf. — Svo var það eitt sinn um sláttinn. Hún var með Kjartani að hirða hey undan úrkomu og dró ekki af sér, enda var hún orðin dauðþreytt, er síðasti bagginn var kominn inn í hlöðuna. Þá kom helliskúr, svo að þau fóru inn í hlöðuna til þess að verða ekki gegndrepa af rigningunni. Þau sátu í heyinu og hlustuðu á regnið á þakinu. Unnur fór að tína hey úr hár- inu á sér, en Kjartan var að tyggja punt- strá heldur en ekki neitt. Svona leið nokkur stund. Það var eins og hvorugt þeirra treysti sér til þess að rjúfa þessa þögn; Unni fannst það hlægi- legt, en þó kom hún sér ekki að því að segja neitt, því að henni sýndist Kjart- an vera svo hátíðlegur á svipinn. Hann leit á hana með einkennilegum gljáa í augunum og sagði nærri því drengjalega: „En hvað þú hefur fallegt hár, Unn- ur!“ „Finnst þér það?“ svaraði hún og ergði sig yfir að hún fann, að hún roðnaði. Og nú skildi hún meira en hún kærði sig um. Hann varð djarfari þegar hann sá að hún roðnaði; nú gat ekki leikið neinn efi á því, hvern hug hún bar til hans og hann mælti: „Já, mér lízt vel á hárið á þér. Ég — ég — elska það . . . 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.