Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 5
Riðu þeir Sigurður og menn hans
við mikinn prís beint til hinna ágætu
konungshalla, þar sem koma þeirra
hafði verið undirbúin með veizluhöld-
um. Sendi keisari til Sigurðar og
spurði, hvort honum þóknaðist held-
ur að þiggja af sér sex pund af gulli,
eða vildi hann láta keisara efna til
leikja þeirra, sem frægir voru og vant
var að efna til við hátíðleg tækifæri
á hinum mikla leikvangi Paðreim.
Sigurður konungur og menn hans
kusu vitanlega leikina fremur en gull-
ið, og er sagt, að gullpundin sex hafi
ekki gert meira en nægja til þess að
standa straum af kostnaði leiksýn-
ingarinnar.
Staldrað við á fornum leikvangi.
Eftir langa göngu um sólheitar göt-
ur Miklagarðs stöndum við einmitt á
þeim stað, er Sigurður horfði á leik-
ana frægu. Enn er fagurt og tignar-
legt um að litast á þessum tilkomu-
mikla leikvangi Miklagarðs hins
forna. Það sem eftir stendur af leik-
vanginum sjálfum er falleg grasflöt,
skreytt blóiuum.
Paðreim var einskonar hringleik-
hús. Líklegt er, að Severus keisari,
sem lét byggja leikvanginn, hafi þar
haft til fyrirmyndar Circus Maximus
í Róm. Konstantinus mikli lét byggja
hann um og jók svo á glæsileik hans,
að hann átti sér ekki líka í víðri ver-
öld. Þangað lét hann flytja fjölda af
listaverkum víðsvegar úr hinu víð-
lenda ríki, ekki sízt frá Grikklandi.
Var þar margt fagurra verka, tekið
úr frægum hofum Grikkja í Delfi og
Olympiu, svo dæmi séu nefnd. Leik-
vangurinn var við keisarahöllina og
innangengt þaðan til stúku keisar-
anna. Alls var Ieikvöllurinn um 373
metra langur og 180 metra breiður.
Á áhorfendapöllum gátu samtímis
setið um 100 þúsund manns, auk
þeirra, sem stóðu, þannig að vel hefðu
allir Islendingar getað horft á leik þar
samtímis.
Æsir, Völsungar og Gjúkungar
á miðjmn skeiðvelli.
Á miðjum hinum langa skeiðvelli
var bálkur og þar komið fyrir lista-
verkum og líkneskjum af hálfguðum,
hetjum og frægum mönnum. Væringj-
ar, sem oft voru við leika þarna, héldu
þar komna Æsi, Völsunga og Gjúk-
unga.
Gcmul hús við hina fornu borgarmúra, þar sem Væringjar fyrrum stóðu vörð.
Nú eru áhorfendapallar horfnir af
'Paðreim og leikvangurinn rúinn flestu
sínu forna skrauti, utan þriggja súlna,
sem þar standa enn frá fornum tíma.
Tyrkir notuðu grjót úr veggjum leik-
hússins í aðrar byggingar og byggðu
á nokkrum hluta hins opna svæðis.
Þar stendur hið fagra musteri Mú-
hameðstrúarmanna, Bláa moskan,
musteri Ahmeds I soldáns, en torgið
sjálft og grasvöllurinn mikli, þar sem
Paðreim stóð og stendur raunar enn,
kalla Tyrkir At Meidan, eða hesta-
torgið, og má til sanns vegar færa,
þegar hugsað er til hinna fornu leikja,
þar sem oft var keppt í kappakstri á
vögnum, sem hestar drógu.
Merkasta súlan, sem enn stendur á
Paðreim, er hin svokallaða Slöngu-
súla, sem gerð er úr þremur eirslöng-
um. Stóð slöngusúlan áður fyrir utan
musteri Apollóns í Delfi. Upphaflega
var súlan þakklætisgjöf til guðsins í
Delfi, gefin af grísku smáríkjunum,
sem sigruðu Persa við Salamis. Til-
komumeiri eru þó til að sjá hinar súl-
urnar tvær, obeliskan, sem kennd er
við Theodosius mikla, og hlaðin
steinsúla kennd við Konstantín VII.
Þegar Sigurður Jórsalafari og aðrir
norrænir menn voru við leiksýningar
á Paðreim mun þeim hafa eins og öðr-
um orðið starsýnt á sérstæðan og
fagran grip, sem var eitt veglegasta
listaverkið á Paðreim yfir stúku keis-
arans sjálfs. Þennan grip hafa margir
Islendingar séð og skoðað á öðrum
stað. Þaðan eru komnir bronzhestarn-
ir fjórir, sem standa við Markúsar-
torgið í Feneyjum. Feneyingar rændu
hestunum frá Miklagarði árið 1204,
fluttu heim til Feneyja, þar sem þeir
standa enn á Markúsarkirkjunni, sem
ein af höfuðdjásnum hins mikla
Markúsartorgs, sem Napoleon sagði
að væri fegursta torg, sem mannlegar
hendur hefðu gert.
Ægissif, hin forna- höfuðkirkja
frá dögum Væringja.
Frá Paðreim sjáum við til kirkju
hinnar heilögu Soffíu, eða Ægissifs,
SAMVINNAN 5