Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 31
sem getur valdið villu — jafnvel um bjartan dag. Islenzkar þjóðsögur eru ríkar af lík- ingum. Þar eru nátttröll og foiynjur, sem í allra kvikinda líki reyna að villa ferðamanni sýn. Þar heyrist ýlfur í út- burðum. Þar eru harðsporar manna, sem skeyttu ekkert um vörður. fóru með lítilli fyrirhyggju og villtust í ó- færur. Og þar reika magnaðir reim- leikar, sem bregða vanbúnum göngu- manni, svo að hann hlýtur byltur og brákar bein. En ef þú, glókollur, varðveitir sól- argeislann í sjálfum þér, þarftu ekki að óttast brattar brekkur eða kvíða kynnum við ljósfælna svartálfa. Þá nýturðu fulltingis góðra vætta og samstarfs frjálsra manna. Og þið skiljið, að sannleikurinn gerir ykkur frjálsa. Þú verður bráðum göngubúinn, gló- kollur. Mig langar til að leggja í mal- inn þinn nokkurt veganesti — þetta heilræði: að þú gætir þess að hlynna að gömlum leiðarmerkjum og safna steinvölum í nýjar vörður. Það er lífs- hamingja að eiga samleið með mönn- unum, sem brjóta klakakuflana af vörðunum, svo að sá, sem næst fer um fjallveginn, haldi áttum, þó að syrti í álinn og bláfjall og almannaskarð hverfi í hríðarbakka. Þannig verður bilið rnilli áratuga bezt brúað; — og framtíðin rís í fögrum fyrirheitum. I dag stígur þú, glókollur, fyrstu sporin, reikull og hikandi, en með eft- irvæntingu í björtum augum. Á morgun kallar SAMVINNU- STEFNAN þig til dáðríkrar þátttöku í manndómsstörfum. Sementsverksmiðjan (Framh. af bls■ 17) fengin er í Hvalfirði. Eru fram- kvæmdir hafnar fyrir nokkru við mölunarverksmiðju í Hvalfirði, en þaðan verður líparitmylsnan flutt á bílum til Akraness. Auk þessara höf- uðefna eru ýms fleiri, ekki sízt gibs, sem er innflutt, en það verður aðeins 3—4%, svo magnið er tiltölulega lítið. Til að framleiða 75.000 lestir af sementi þarf um 120.000 lestir af skeljasandi, en jafnframt sementi verður framleitt í verksmiðjunni á- burðarkalk, allt að 20.000 lestir, ef markaður fæst. Verða því notaðar um 140.000 lestir skeljasands alls á ári hverju. Enda þótt framleiðsla sements sé sýnd á mjög einfaldan hátt á teikn- ingu á bls. 16—17, til þess að gera að- alatriðin auðskilin leikmönnum, er efnafræðileg samsetning sementsins mjög margbrotin, og sama má segja um þær efnabreytingar, sem verða við framleiðsluna, til dæmis brennsluna. Þarf því ýmis konar ráðstafanir í verksmiðjunni til að tryggja rétt kalkinnihald, kísilsýruinnihald o. fl. o. fl., sem ekki er kostur að rekja í stuttu viðtali. Helgi Þorsteinsson segir að lokum, að í Sementsverksmiðjunni verði þær fullkomnustu vélar og tæki, sem völ sé á. Pökkunin, seinasta stigið, verður að sjálfsögðu algerlega vélræn, og sama má segja um flutning sementsins frá pökkunarvélinni. Verð- ur allt eins sjálfvirkt og verða má, en það er einmitt sú braut tækninnar, þar sem hvað mest hefur gerzt á síð- ustu árum. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK H.F. STOFNSETT 1902 — S í IVI I 10123 Timburverzlun Fura, eik, oregonpine, þil- plötur o. fl. Verzlunin Útgerðarvörur, verkfæri o. fl. Málningarverksmiðja Hempel's skipamálning Vélasalur Fullkomnar trésmíðavélar SAMVINNAN 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.