Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 23
Einkennilegt, að kauðinn skuli ekki hafa komið í leitirnar,
— hvort heldur hann fer huldu höfði eða hefur flúið land.
Þetta er að verða mesta leiðindamál, alls konar sögur og
getgátur hafa af hvarfi hans risið og ganga nú fjöllunum
hærra, — mestmegnis rógur, er rekja má til Ingvarsstaða, að
eg hygg. Ef einhver skyldi gerast til að lepja það í tengda-
föður minn, teldi eg það illa farið.
Æ, að hann hefði viljað á mig hlusta! Uppskera reiðinnar
mun seint verða Guði þóknanleg. En hvernig ætti eg, leik-
maður einn, að dirfast að vanda um við drottins þjón? Auk
þess er séra Sören mér bæði eldri og reyndari. Vonandi að
allt það hjal falli um sjálft sig.
Á morgun mun eg ganga úr skugga um, hvort prestur hefur
fengið nokkurn pata af því, sem hvíslað er manna á meðal.
Eg á erindi fram að Vöðlum.
Vonandi falla armböndin, sem eg hef látið gullsmiðinn gera,
elskunni minni vel í geð, ef þau þá eru við hæfi. — Málið
varð eg að taka með puntstrái, og þó í laumi, að hana skvldi
ekki gruna neitt.
Hjónarúmið er móðursystur minni til mikils heiðurs: kögur
og skúfar í stakasta lagi.
Tengdafaðir minn elskulegur var dapur og fálátur, aldrei
hef eg séð hann jafn niðurdreginn. Þjónustusamir andar hafa
orðið til að fræða hann um firrur þær, sem nú eru efst á baugi
um gervallt héraðið.
Eftir Bmsa bónda er haft, að klerkur skuli ekki komast hjá
að skila sér bróður sínum. Enda þótt hann neyðist til að grafa
hann úr jörðu!
Hver veit nema pilturinn hafi farið í felur á Ingvarsstöðum?
Horfinn er hann að minnsta kosti, enginn maður hefur hvorki
séð hann né heyrt. Unnusta mín, auminginn, tekur sér þetta
allt saman óskaplega nærri, — uggur og martröð ásækja hana.
Guð veri með oss öllum! Eg er svo skelfdur og angráður, að
eg fæ naumast haldið á penna; stöngin hefur hvað eftir annað
hrotið úr hendi mér.
Hugur rninn er hlaðinn efasemdum og hjarta mitt sundur-
kramið; eg veit varla, hvernig eg á að hefja máls. Uppljóst-
anin kom eins og reiðarslag. Hvað tímanum líður hef eg litla
hugmynd um, nema að morgunn hefur hverfzt í kvöld; hrylli-
legur dagur er horfinn mér sem elding, sem laust og sveið
að grunni unaðshöll óska minna og vona.
Æruverður Herrans þjónn, faðir ástvinu minnar, færður í
fangavist, hlekkjaður, sem hver annar mannhundur og morð-
ingi!
Óeydda á eg þá einu von, að hann þrátt fyrir allt megi reyn-
ast saklaus; en jafnvel sá huggunarvísir er sem hálmstrá í
höndum skipreika manns á öræfum yztu hafa og engu öðru
á að fljóta! Hroðalegur grunur hvílir á Vaðlaklerki, en dóttir
hans er heitkona mín, og eg, aumur maður, á að vera dómari
hans!
Miskunna þú þig yfir oss, ljúfi lausnari minn! Sjálfur eygi
eg hvorki veg né vilræði.
Það var í gær — annan eins hörmunga dag hef eg aldrei
lifað — að Marteinn brúsi ók í garð, stundu fyrir sólarupp-
komu eða þar um bil og hafði í för með sér hjáleigubónda frá
Vöðlum og ekkju fjármannsins þar, svo og dóttur hennar.
Marteinn brúsi vék tafarlaust að erindinu: kvaðst hafa á-
kveðinn grun um, að Vaðlaklerkur hefði unnið á bróður sín-
um. — Því hafði eg þegar heyrt fleygt, anzaði eg, en litið svo
á, að um bjánalegan og illgjarnan uppspuna einn væri að
Dómarinn bað Martein hugsa sig vel um, áður en hann vændi
heiðarlegan sálusorgara um hermdarverk.
ræða, enda hafði prestur sjálfur tjáð mér, að pilturinn hefði
hlaupizt úr vistinni og atvikin að því.
Bóndi sagði að sér þætti líklegra, að Níels hefði leitað ráða
til sín, ef hann hefði búið yfir áformi af því tagi.
— Enda víkur þessu öðru vísi við; og nú ber svo vel í veiði,
að vitni hafa gefið sig fram. Vildi eg mega mælast til að þér
yfirheyrðuð þau formlega.
— Hugsið yður um! hrópaði eg. Hugsið yður vel um, Brúsi
minn góður, og einnig þið hin, áður en þér vænið vel látinn
kennimann og heiðarlegan sálusorgara hermdarverka. Séu
sannanir ekki tiltækar, en um það efast eg stórlega, gæti það
orðið ykkur æðidýrt spaug.
— Kennimaður eða kennimaður ekki! anzaði Brúsi. Þú
skalt ekki mann deyða, eða svo var mér kennt á kirkjugólfi;
og skrifað stendur, að vandi fylgi vegsemd hverri. A það vænt-
anlega ekki hvað sízt við um embætti dómarans. Mér er sagt
að lög og réttur ríki í landi hér; ætti því morðingja að vera
hegning vís, enda þótt hann væri tengdur sjálfum stiftamt-
manninum.
— Það er svo, sagði eg — og lét sem eg skildi ekki. hvað í
orðunum fólgst. Þér skulið fá vilja yðar framgengt. Hverja
vitneskju hafið þér, Kristín Maðsdóttir um sök þá, sem Mar-
teinn brúsi ber á sóknarprest yðar? Segið mér það, sem þér
vitið sannast og réttast, en verið viðbúin að standa við fram-
burð yðar og styrkja hann með lögeiði innan skamms, en síð-
an endanlega fyrir hásæti dómara þess, sem allt sér og allt
veit.
Þannig áminnt bar ekkja sauðahirðisins sem hér greinir:
Dag þann, sem sagt var að Níels brúsi hefði flúið af prest-
setrinu, hafði hún átt leið þar hjá einhvern tíma nálægt miðj-
um degi, fremur eftir hádegi en fyrir, að hún hélt, og þær
mæðgur báðar. Austanmegin að aldingarðinum hlúir grjót-
veggur, og var Elsa ávörpuð, um það bil er þær voru staddar
fyrir honum rniðjum. Var það Níels brúsi, er á hana kallaði,
en um leið beygði hann til hliðar nokkrar hesligreinar og
spurði, hvort hún vildi ekki hnetur. Elsa þáði í lófa sinn, og
spurði á móti, hvað hann væri eiginlega að bauka þarna í
hneturjóðrinu? Tjáði Níels þeim þá, að prestur hefði troðið
upp á sig reku og skipað sér að stinga upp garðland, en hann
væri enginn jarðvöðull og kvaðst ólíkt heldur vilja eyða tím-
anum með því að gæða sér á ávöxtum trjánna.
í sama bili heyrðist heiman frá húsinu, að opnuð var hurð.
Segir þá Níels:
SAMVINNAN 23