Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 7
VINIRNIR
— Gömul saga —
Jón Björnsson færði í letur
Fyrri hluti
Það var áreiðanlega leitun á betri og
samhentari vinum en þeim Finni á Bergi
og Kjartani í Urð. Þeir ólust upp í ná-
býli og fundust nærri því á hverjum degi,
þegar þeir höfðu tóm til frá vinnu, en
strax og þeir fóru að stálpazt ofurlítið,
voru þeir látnir ganga að störfum, eins
og gengur og gerist. Þessi barnavinátta
þeirra hélzt eftir að þeir voru orðnir full-
orðnir og jafnvel treystist með árunum.
Var það haft að orðtaki í sveitinni, að
líklega gæti ekkert það komið fyrir, sem
spillt gæti slíkri vináttu, svo falslausri
og innilegri.
Vinátta þessara tveggja manna staf-
aði sízt af öllu af því, að þeir væru líkir
að eðlisfari. Nei, þeir voru svo ólíkir í
lundarfari, sem framast mátti verða um
tvær mannverur. Finnur var glaðvær og
gat oft fundið ýmislegt spaugilegt við
hluti, sem fóru fram hjá flestum öðrum,
af því að þá skorti kímnigáfu. En hann
var talsvert uppstökkur og var þá gjarna
stórorður og gætti ekki mjög orða sinna.
En vonzkan sat ekki lengi í honum; allt
í einu datt allt í dúnalogn og hann varð
ljúfur eins og lamb og dálítið skömm-
ustulegur á svipinn.
Kjartani var þveröfugt farið. Fáir
höfðu séð hann hlæja. Hlátur hans náði
aldrei lengra en að daufu brosi á vörum
hans. Hann var allt annað en bráður í
lund og tók aldrei mikið upp í sig, eins
og Finnur. Sumir héldu, að hann gæti
aldrei reiðst, væri með öðrum orðum
skaplaus. En ef betur var að gáð, sáust
örsmáar hrukkur á nefinu á honum, ef
honum misféll eitthvað. Vegna þessarar
skapstillingar sinnar var hann í meiri
metum hjá sveitungum sínum en Finn-
ur. Finnur hafði eiginlega aldrei verið
vinsæll, hvorki sem barn eða fullorðinn,
en vinátta hans við Kjartan hafði oft
fleytt honum yfir ýmsa erfiðleika, sem
öðrum hefðu orðið að falli.
Það var sannarlega réttnefni um vin-
áttu þessara manna, að andstæðurnar
laðist hver að annarri.
Meira að segja stjórnmálin, sem oft eru
eitthvert hættulegasta eitur fyrir vin-
áttu manna, höfðu engin áhrif, enda þótt
ætla mætti, að þeir hlytu vegna skap-
lyndis síns að verða andstæðingar á
þessu sviði. Svo mun og hafa verið innst
inni. en það var eins og báðir sæju hætt-
una, því að þeir tóku það ráð að stvðja
báðir minnsta stjórnmálaflokkinn, enda
þótt það væri ekki samkvæmt sannfær-
ingu þeirra, en þetta var varúðarráðstöf-
un. Og auðvitað létu þeir til sín taka á
mannamótum. Finnur lýsti því jafnan
yfir, að allir, sem væru á öðru máli en
hann, væru gáfnasljóir bjánar. Kjartan
Kjartan í Urð hafði alltaf
fagnað komu Finns vinar síns
á Bergi. En eftir að Unnur
kom þar á heimilið, urðu heim-
sóknir Finns Kjartani til hins
mesta kvalrceðis.
Og smám saman magnaðist
eitrið í huga hans.
---—----------------------------
var á sama máli, þótt hann notaði mild-
ara orðalag. Finnur brosti oft með sjálf-
um sér eftir stjórnmálasennurnar, því að
þar talaði hann ætíð gegn betri vitund,
en alvörumaðurinn, Kjartan, öðlaðist
smátt og smátt nýja sannfæringu.
Eftir að þeirri hættu, sem mismunandi
stjórnmálaskoðanir geta haft á vináttu
manna, var bægt frá, virtist ekkert vera
lengur til á himni eða jörðu, sem megn-
aði að spilla vináttu þeirra. Þegar maður
hefur vanið sig á að segja já og amen
við öllu, sem vinur manns segir, og vin-
urinn svarar með hinu sama jái og am-
eni, eru engin líkindi til þess, að vinátt-
an líði skipbrot á meðan ævin endist. —
Eitt vorið varð gagnger brevting á
högum Finns. Faðir hans var orðinn
þreyttur á búskaparamstrinu og vildi nú
taka sér þá hvíld, sem hann átti skilið
fyrir strit heillar ævi. Lét hann því jörð-
ina í hendur Finni syni sínum, enda var
Finnur duglegur og gefinn fyrir búskap-
inn og spáðu margir góðu fyrir honum,
sem athafnasömum bónda á Bergi. En
sá ljóður var á ráði hans, að hann var
hvorki giftur né trúlofaður, og sá strax
hver hængur var á að ætla sér að búa
með ráðskonu. Hann fór því brátt að
líta í kringum sig eftir myndarlegri
stúlku. Nú vildi svo vel til, að faðir
Kjartans hafði ráðið til sín óvenjulega
geðþekka vinnustúlku á heppilegum
aldri. Það mátti segja, að það væri ást
við fyrstu sýn, er Finnur virti hana í
fyrsta skipti fyrir sér, svona í laumi, og
það leið ekki á löngu áður en hann varð
sannfærður um, að þessa stúlku vildi
hann eiga eða enga aðra, eins og kappar
fornsagnanna mundu hafa orðað það.
Stúlkan hét Unnur. Hún var einhvers
staðar að vestan og þekkti engan í sveit-
inni áður en hún kom þangað. Þetta var
allra fallegasta stúlka, ekki beinlínis lag-
leg og heldur ekki sérstaklega fallega
vaxin, en allt við útlit hennar var þann-
ig, að það kveikti eld í huga Finns. Hann
gat ekki annað en verið að horfa á hana,
stundum allfast, svo að hún tók eftir því
og leit feimnislega niður fyrir sig og roðn-
aði eilítið um leið. Þá fannst honum hún
ennþá fallegri, því að þessi létti roði fór
svo einstaklega vel á hinum búlduleitu
kinnum hennar; Unnur var víst afskap-
Iega saklaus. Hann var staðráðinn í að
biðja hennar á góðan gamaldags máta
strax er hann fengi tækifæri til þess.
Finnur á Bergi hafði jafnan verið tíð-
ur gestur í Urð, en eftir að Unnur var
komin þangað, heimsótti hann Kjartan
næstum því daglega. Það var hægara
fyrir hann að skreppa af bæ nú, eftir að
hann var orðinn húsbóndi, enda kvaðst
hann þurfa að ráðfæra sig við Kjartan
um marga hluti og sló vini sínum gull-
hamra í ákafa fyrir hvað hann væri
ráðagóður og útsjónarsamur í öllu, er að
búskapnum laut. Faðir Finns var algjör-
Iega afhuga öllu slíku og kvaðst ekki
skipta sér af búskap sonar síns; hann
væri full fær um hann sjálfur, drengur-
inn! En auðvitað var erindi Finns fyrst
og fremst það, að sjá Unni og tala við
hana ef unnt væri, þótt ekki væri nema
að segja eitt eða tvö orð við hana, svo að
hann gæti heyrt rödd hennar. Stundum
var hún ekki heima, svo að hann fór er-
indisleysu. Varð hann þá svo vonsvikinn
og reiður, að hann svalaði skapi sínu á
steinunum í götunni með því að húð-
skamma þá. Svona var ást hans orðin
innileg.
Innst inni vissi hann þó, að hann hafði
SAMVtNNAN 7