Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 25
Á slóðum ... (Framh. af bls. 6) um og landvinningum Tyrkja. Ibúar Miklagarðs og hinn úrkynjaði borg- arlýður voru ekki nógu herskáir til að standast grimmum Tyrkjum snún- ing í styrjöldum, „heldur voru þeir eins og kvenfólk og höfðu engan kraft til að berjast,“ eins og segir í einni fornri heimild. En ríkir voru þeir hinir „kvenlegu“ Miklagarðsmenn og Iand þeirra svo auðugt af kjöti og víni, að annan eins auð var þá hvergi að finna í víðri ver- öld. Þar var sagt, að hver maður æti og drykki undir sínum vínvið og fíkjutré. Scmnreynd sagnjrœði Snorra. Dagurinn er fljótur að líða við söguskoðun í Miklagarði. A þessum fjarlægu slóðum verður maður ósjálf- rátt svo tengdur sögunni og gömlum minningum um fornar ferðir Vær- ingja, að hugsunin gæti ósjálfrátt leitt að því, að maður færi að leita að Við Sæviðarsund. Mikligarður stendur á hæðum vestanmegin við sundið. Stutt er yfir til Asíu og miklar skipaferðir milli Miðjarðarhafs og Svartahafsins. — sporum þeirra í sandinum á Paðreim, eða undir veggjum hinna fornu borg- armúra. Það þarf ekki að segja hátt íslenzkt orð til þess að það bergmáli í Ægissif, og ef maður nefnir nafn kirkjunnar eins og Snorri flytur okk- ur það í bókum sínum ritað af vörum Væringja, Ægissif, bergmálar það um kirkjuna, nákvæmlega upp á hið tyrkneska heiti hennar enn þann dag í dag, svo ókunnugur maður, sem stendur við hlið manns, segir kannske á tyrknesku og þakkar Allah í hálf- um huga: — Já, það er nafn musteris vors. Þannig er sagan, sífellt ævintýri börnum söguþjóðar, hvar sem leiðir liggja um fjarlæg lönd, þó ekki sé alls staðar hægt að lesa sér leiðarlýsingu af blöðum Snorra. Og þannig er það þó austur við Sæviðarsund, þar sem nú heitir Istanbul í Tj'rklandi. — Æ, hver skollinn! . . . Nú held eg hann þrumi! . . . Varð þess þá og eigi heldur langt að bíða, að i orðasennu slægi innan girðingarinnar, og lét hvorugur annan eiga hjá sér. Þær rnæðgur hlustuðu um stund á rifrildið, en sáu ekki neitt; heslirunnarnir skýldu því, er fram fór. — Eg skal lúberja þig! — Þú skalt liggja dauður fyrir fót- um mér! heyrðu þær séra Sören hrópa, og um leið kváðu við smellir, tveir eða þrír, líkast því sem þá er lófi hittir kinn. Tók Níels þá að hella ókvæðisorðum yfir húsbónda sinn, kallaði hann bófa og böðulskvikindi, svo og öðrum illum nöfn- um. Dró þá niður í presti, en dynki heyrðu þær mæðgur tvo eða þrjá, og rekublað og framan af skaftinu sáu þær bera við loft, tvívegis. Hver verkfærinu sveiflaði gátu þær ekki um borið, þar sem runnarnir skýldu, svo sem þegar var getið. Síðan datt allt í dúnalogn. Var þeim þá ekki farið að verða um sel, mæðgum, og höfðu þær sig á brott hið skjótasta, — voru á leið út í hagann að huga að kúnum. Framburður beggja var í öllum atriðum sam- hljóða. Að lokum spurði eg þær, hvort þær hefðu orðið piltsins var- ar, er hann stökk út úr garðinum? Það höfðu þær ekki, og hafði þeim þó orðið litið um öxl, og það oftar en einu sinni. Enn sem komið var bar öllu saman við það, sem séra Sören sjálfur hafði sagt mér í óspurðum fréttum, en hann kvað Níels hafa hlaupið til skógar, þar sem hann er næstur garðinum, en það er í suðurátt. Var því ofureðlilegt, að þær mæðgur ekki höfðu séð til ferða hans. A þeim grundvelli sagði eg við Martein brúsa, að sem sönn- unargagn fyrir því, að bróðir hans hefði verið veginn, hefði vitnisburður þeirra Kristínar og Elsu enga þýðingu. Nákvæm- lega á sömu lund og þær mæðgur, hefði Vaðlaprestur sjálfur skýrt mér frá öllum atvikum. Meinfýsi nokkra þóttist eg sjá í brosi bónda, er hann mæltist til að eg léti eigi hér við sitja, en tæki fyrir þriðja vitnið. Sér virtist eg vel mega heyra, hvað hjáleigubóndi Vaðlaklerks hefði fram að færa, sagði hann. Tók eg þá einnig Jens Larsen til yfirheyrzlu, en hann skýrði svo frá, að hann kvöld eitt síðla, þó ekki sama kvöldið, heldur kvöldið eftir hvarf piltsins, að því er liann minnti, á heimleið frá Tólþorpi hefði að vanda stytt sér leið með því að þræða stíg þann, er liggur austan að urtagarðinum á Vöðlum. Hafði hann þá heyrt þrusk nokkurt inni í garðinum, líkast því að einhvér væri þar að verki; hefði sér þótt það óhugnanlegt, en þar sem glaða tnnglsljós var á, hefði hann ekki getað stillt sig um að gá betur að, hver það væri, er ætti svo annríkt seint á kvöldi. Skrapp hann því úr tréskónum. klifraði upp á grjótgarðinn og tókst að mjaka svo greinum til ldiðar, að hann sá hverju fram fór. Var þar prestur að verki með nátt- húfu á höfði og í innislopp — hafði hann tekið sér reku í hönd og var eitthvað að laga fyrir fótum sér, svo sem til jafna jarð- veginn. Annað hafði hjáleigubóndinn ekki séð, því einmitt f því leit prestur út undan sér, svo sem hefði hann orðið hans var. Beið bóndi þá ekki boðanna, ók sér hljóðlega ofan af garðinum og hélt skelfdur áfram för sinni. (Framh.) SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.