Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 3
r Fjárhagslegt lýöræöi i framkvæmd Haukur Snorrason tók við ritstjórn Samvinnunnar um áramót 1947. Greinin, sem hér birtist, er það fyrsta, sem Haukur skrifaði t blaðið og Samvinnunni finnst vel til fallið að endurtaka hana. Það er stgild hugvekja og um leið minnisvarði um nýlátinn afburðamann. Neytendurnir hafa það á valdi sínu að koma á fót eins full- fomnu fjárhagslegu lýðræði og líkindi eru til að geti þróast í þjóðfélaginu. Þetta er niðurstaða hins kunna, sænska rithöf- undar og samvinnumanns, Anders Örne, i bók, er hann gaf út hjá forlagi sænsku samvinnufélaganna á s.l. ári og nefnir „Ekonomisk demokrati". Og þetta er ekki fullyrðing út í bláinn, heldur er hún rök- studd af reynslunni. Hið viðskiptalega og fjárhagslega lýðræði — réttur þegnanna til þess að stjórna þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem sinna nauðsynjamálum heimilanna — er eng- inn óskadraumur óraunsærra bjartsýnismanna eða slagorð áróðursstefna. í öllum helztu menningarlöndum heims hefur þetta fjárhagslega lýðræði náð miklum þroska og vaxtarmögu- leikar þess eru nær því ótakmarkaðir alls staðar þar sem þegn- arnir hafa óskoraðan rétt til þess að taka þátt í fjármála- og viðskiptalífi þjóðanna. „Það er undir neytendunum sjálfum komið, hversu þróunin verður ör,“ segir Anders Örne. „Þeir geta sjálfir ráðið því, hvort viðskipta- og fjármálakerfi þjóðanna er sniðið með hag fjöldans fyrir augum, eða hvort hagsmunir fárra einstaklinga hafa yfirhöndina." Augljóst er, að vel hefur miðað að því marki, að hagsmunir hinna mörgu setji svip sinn á viðskiptalíf þjóðanna. Fyrir nokkr- um áratugum síðan var samvinnuhreyfingin veik og vanmátt- ug í flestum löndum. Nú er svo komlð mjög víða, að 35—50% af þegnunum teljast til kaupfélaganna og sækja alla verzlun sína til eigin fyrirtækja. Þannig hefur þróunii. verið í Svíþjóð og Stóra-Bretlandi og þennan sigur hefur samvinnuhreyfing- in íslenzka líka unnið. Hinn mikli vöxtur samvinnuhreyfingarinnar hér á Iandi og annars staðar og hin stórauknu umsvif hennar á vettvangi við- skipta- og framleiðslumála, er sprottin af hinum innri styrk- leika hreyfingarinnar sjálfrar. Samvinnuhreyfingin hefur aldrei óskað eftir eða fengið stuðning frá utanaðkomandi öfl- um. Hún hefur unnið flesta stórsigra sína þrátt fyrir harða andspyrnu þeirra aðila, sem áður settu svip á viðskiptalífið. En Eftir Hauk Snorrason þróunin og sagan sýna og sanna traustleika og heilbrigði þeirr- ar stefnu í samskiptum einstaklinganna, sem samvinnumenn berjast fyrir. Grundvöllur starfsins er eigið fé félagsmannanna og sú hugsun, að engir aðrir hagsmunir en neytendanna, fái að setja mót sitt á starfræksluna. Arðurinn er endurgreiddur félagsmönnum — eftir að lagt hefur verið í lögskylda sjóði — í hlutfalli við kaup þeirra og viðskipti við félagið. Með þessum hætti er girt fyrir, að gróðavonin sé driffjöður starfseminnar, og tryggt, svo sem verða má, að hagsmunir viðskiptamannanna séu jafnan leiðarsteinninn. En það er enginn hörgull á fólki, sem áttar sig ekki á þeirri þróun, sem orðið hefur í framkvæmd hins fjárhagslega lýðræðis, og heldur því fram, að gróðavonin hljóti að vera öruggasta og tryggasta driffjöðrin fyrir fjöl- breytt og menningarlegt athafnalíf. Þessir menn benda á, að ef gróðavoninni sé kippt burtu, þurfi að setja eitthvað í stað hennar og þeim er gjarnt að álíta, að um aðrar leiðir sé ekki að ræða en skyldu, t. d. í sósíalisku þjóðfélagi, eða framgirni til metorða, og telja að þjóðfélagið sé á engan háttu betur tryggt gegn misnotkun fyrirtækjanna á þann hátt en þótt gróðavon- in sitji ( öndvegi. En það er til þriðja atriðið, þriðja driffjöðrin, sem getur kom- ið í stað gróðavonarinnar. Hún er augljós af sögu samvinnu- hreyfingarinnar og Anders Örne bendir á hana í bók sinni: „Þéna ekki á öðrum, heldur þjóna hver öðrum,“ kallar hann hana, eða samstarf um eigin hag. Þetta er aflgjafinn í starfi samvinnuhreyfingarinnar og allir, sem fylgjast með hinum hraðstígu framförum, er samvinnumenn beita sér fyrir, skilja, að þessi leið er enginn eftirbátur annarra um fjölbreytni og gróanda í athafnalífinu. Viðskipta- og fjárhagsheimur sá, sem samvinnuhreyfingin ræður yfir, er voldugt tæki til samhjálpar. Það eru félagsmenn- irnir sem eiga hann og stýra honum á lýðræðislegan hátt, eftir reglunni, hver maður eitt atkvæði, án tillits til þess, hvort hann er fátækur eða ríkur, hvort hann hefur lagt félaginu mikið fé eða lítið. Það er maðurinn, en ekki fjármagnið, sem ræður. Þegar litið er yfir farinn veg samvinnustarfsins, verður ekki komizt hjá að viðurkenna, að þar hafi lýðræðisskipulagið gef- izt með miklum ágætum, þótt alltaf megi benda á mistök hér og þar. Sumir vilja halda því fram, að hinn glæsilegi vöxtur kaupfélaganna sé ekki sprottinn af rót lýðræðisins, heldur sé hann því að þakka, að til félaganna og sambands þeirra hafi valizt mikilhæfir forustu menn. En menn verða að minnast þess, að lýðræðisskipulag fær þá menn til forustu, sem það verðskuldar. Það er hin rótgróna trú á málstaðinn og óeigin- (Framh. á hls. 28) SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.