Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 23
V aðlaklerkur
EFTIR DANSKA HÖFUNDINN STEN BLICHER
GUNNAR GUNNARSSON, RITHÖFUNDUR. ÞÝDDI
Gunnar Gunnarsson, listmálari hefur teiknaö myndirnar
★ Spennandi
★ framhaldssaga,
★ sem f jallar um
★ morðmál
★ prests á Jótlandi
— Takið nú vel eftir því, sem eg segi og gerið yður far um
að skilja mig, sagði Vaðlapresturinn, sem verið hafði: Að eg
Iét rekuna dynja á aumingja piltinum, það veit eg og hef viður-
kennt; en hvort hann varð fyrir blaðinu flötu eða jaðrinum á
því, veitti eg í bræði minni ekki eftirtekt. Að hann féll til jarð-
ar, er höggið hitti hann, en stökk á fætur og hljóp sína leið er
eg hreyfði við honum, frá því hef eg einnig sagt satt og rétt.
Þetta veit eg með fullri vissu og get um borið, en hvorki ann-
að né meira, — hitt, sem vitni hafa verið að leidd og ber sam-
an um að þau hafi séð eigin augum, sem sé að eg — Guð veri
mér náðugur! — hafi sótt líkið út í skóg, borið það heim og
grafið í jörðu í garði mínum, það er mér alls óljóst, en eins og
á stendur neyðist eg til að álykta, að það hljóti að hafa gerzt.
Ástæðuna til, að eg hygg að svo sé, skal eg nú herma yður:
Það hefur þegar hent mig þrisvar eða fjórum sinnum á æv-
inni, að fara á flakk sofandi. Síðast er það kom fyrir — það eru
ein níu eða tíu ár síðan, að eg hygg — átti eg daginn eftir að
jarðsyngja mann, sem hafði hlotið illan og voveiflegan dauð-
daga. Var eg því í vandræðum með texta að líkræðunni, og
hallaðist eg helzt að orðum spekingsins gríska: Of snemmt er
auðnu að meta fyrr en á endadægri.
En raunar var eg jafnnær. Vitanlega kom ekki til mála að
nota heiðinn texta yfir kristinni líki-æðu. Hins vegar var eitt-
hvað að flækjast fyrir mér um, að sama hugsun kæmi fram
með svipuðu orðalagi einhvers staðar í Heilagri ritningu. Gerði
eg leit mikla að staðnum, en fann hann ekki, og þar sem fram-
orðið var, en eg uppgefinn af öðru starfi, afklæddist eg, lagði
mig fyrir og sofnaði.
Árla morguns jarðarfarardaginn bjó eg mig undir að gera
drög að líkræðunni við einhvern óskyldan texta, en um leið
og eg settist við skrifborðið, varð fyrir augum mér blað, sem
Hryggur rétti ég honum hönd mína.
á var krotað stórum stöfum og vitnað í Jesú Sírak 11, 34: Hrós-
ið eigi hamingju nokkurs manns, fyrr en hníginn er.
En þar stóð meira! Drög að líki-æðu voru á blaðinu, eða öllu
heldur ræðan tilbúin, stutt en laggóð, — mér fannst hún ekki
gefa öðrum ræðum neitt eftir, og rithöndina kannaðist eg við,
svo að ekki var um að villast: það var eg sjálfur, sem þar hafði
verið að verki, án þess að hafa nokkurt hugboð um, hvernig
eða hvenær það hafði gerzt. Að nokkur hefði komizt inn til
mín þá nótt var óhugsanlegt; að vísu var læsingin léleg og
hurðinni hætti til að hrökkva frá stöfum, en einmitt þess vegna
hafði eg skotið lokunni fyrir áður en eg lagði mig. Aðrar leiðir
var einnig fyrir girt, því að hvort tveggja var, að glugginn var
kræktur aftur, enda grindin samfrosin gluggakistunni. Þegar
eg síðar hugleiði, hvað hlyti að hafa gerzt, kom mér það ekki
með öllu ókunnuglega fyrir sjónir, að eg hefði samið ræðuna
í einhverri leiðslu eða dái. Þá var sem sé ekki nema rúmlega
hálft ár liðið frá því að eg í einhverju móki sótti út í kirkju
vasaklút, sem eg mundi fyrir víst að eg hafði skilið eftir í
stólnum mínum að altarisbaki.
Sjáið þér nú til, vinur minn! . . . Þegar eg í morgun heyrði
hvað vitnin báru fyrir réttinum, minntist eg allt í einu þess-
ara atvika, en þau virðast sanna, að eg eigi það til að ganga
í svefni. Þá mundi eg og einnig eftir því, að þegar eg vaknaði
að morgni þess dags, er líkið hafði verið heim borið og grafið
um nóttina, skildi eg sízt í hvernig það mátti vera, að eg fann
síðsloppinn minn í hrúgu á gólfinu, rétt fyrir innan dyrnar. —
eg er vanur á hverju kvöldi að leggja hann kvrfilega yfir stól-
bak fyrir framan rúmið mitt. Það atriði hafði verið mér úr
minni liðið, þangað til eg heyrði framburð vitnanna í dag.
Mannauminginn, sem orðið hafði fyrir óstjórnlegri bræði
minni, hlýtur að hafa hnigið dauður til jarðar. er í skóginn
kom — og mér í leiðslu vitnazt það og leitað uppi líkamann.
Almildur faðir! — eg veit ekki hvort þetta hefur svo til geng-
ið! . . . En þannig hlýtur það — þannig hlýtur það að hafa
gerzt . . .
Þegar hér var komið þagnaði Vaðlaklerkur, greip höndum
að augum sér og grét beisklega.
Því tjáir ekki að neita, að eg var mjög svo undrandi og full-
ur efasemda. Hinn framliðni hlaut að hafa hnigið örendur
mjög nálægt vettvangi, annað var naumast hugsanlegt. Mér
var það að minnsta kosti ráðgáta. Þá botnaði eg og eigi held-
ur í því, hvemig klerkur hefði getað falið hræið daginn á enda,
og undraðist snarræði hans í því efni. Hins vegar er vitað, að
neyð eykur næmi, hugsaði eg með sjálfum mér: Að ódæðinu
drýgðu hefur hann líklega hulið skrokkinn í skyndi, en farið
á flakk og gengið frá honum betur þegar kvöldaði.
Sú hugmynd mín samlagaðist að vísu ekki framburði þeirra
tveggja vitna, er þóttust hafa séð prest rogast með þungan
SAMVINNAN 23