Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 14
 átthagana andinn ieitar" Myndir og þættir úr lífi Gríms Thomsens Eftir Gils Guðmundsson Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum,Grímur Thomsen, um það leyti, sem hann fór til náms til Khafnar. í átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar, og fcrsælu þar finnur hjartað, þó fátækt sé um skógarhögg. Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg. Þannig orti Grímur Thomsen tuttugu og átta ára gamall í „ávarpi til fóstur- jarðarinnar úr framandi landi.“ Þykir fara vel á að velja erindi þetta sem ein- kunnarorð með fáeinum myndum og stuttri lýsingu á skáldinu og bóndanum á Bessastöðum. Þegar Grímur Thomsen fluttist heim til Islands sum- arið 1867 og hóf búskap á Bessastöðum, voru liðin þrjá- tíu ár frá því er hann hélt úr foreldrahúsum til háskóla- náms í lögfræði í K.höfn. Þau ár höfðu verið næsta viðburðarík. Snemma hafði hann tekið að slá slöku við lögfræðinámið, en farið að „drabba í skáldskap,“ eins og móðir hans komst að orði. Sökkti hann sér niður í lieim- speki og fagurfræði, en foreldrunum heirna á Bessastöðum þótti seint sækj- ast róðurinn í átt að lokaprófi og lífvæn- legri stöðu. „Hann hefur nú verið í Höfn í sex ái' og ekki fullkomnað sig í neinu, hlaupið úr annarri vísindagrein í aðra,“ segir faðir hans í bréfi vorið 1844. „Stök lukka er það, verði hann fósturjörð sinni til heiðurs og foreldrum sínurn til gleði,“ bætir hann við nokkrum mánuðum síðar. 'k Á námsárum Gríms í Höfn, er hann var rúmlega tvítugur, kynntist hann ungri stúlku, er bjó urn hríð í sama húsi og hann. Hún hét Magdalene Krag, og var ættuð frá Jótlandi, en komin til Hafnar til þess að taka kennslukonu- próf. Magdalene Krag var fríð sýnum, gáfuð, skáldhneigð, rómantísk og fjörug. Þau Grímur felldu hugi saman, og urðu kynni þeirra svo náin, að hún ól honum son sumarið 1843. Samvistir þeirra urðu þó ekki langar, því að skömmu síðar hvarf Magdalene úr landi, en barninu var komið fyrir hjá vandalausum, Hún fór til Noregs og gerðist kennslukona á prestsetrinu Herö á Sunnumæri hjá prest- inurn Hans C. Thoresen, sem hafði verið kvæntur tvívegis og var nú ekkjumaður og átti fimm börn, sum ung. Arið eftir Skáldkonan Magdalene Thoresen, ástmær Gríms og barnsmóðir. Þau giftust aldrei. Grímur Thomsen um það leyti er hann fluttist heim eftir þrjátíu ára fjarvist. Eiginkona Gríms, Jakobína Jónsdóttir. Grímur var fimmtugur er hann kvæntist.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.