Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband ísl.
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Blaðamaður: Gísli Sigurðsson.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími: 17080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 90.00.
Verð í lausasölu kr. 9.00.
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Forsíðumynd: MusteriMormóna
í Salt Lake City.
Fjárhagslegt lýðræði í fram-
kvæmd, eftir Hauk Snorra-
son......................... 3
Ævintýri um fyrirheitna land-
ið, eftir H. K. Laxness, síð-
ari hluti .................. 4
Þau gömlu, smásaga eftir
Amalíu Líndal .............. 8
Pílagrímsför til Islands, eft-
ir Þórð Björnsson.......... 10
„í átthagana andinn Ieitar“,
þáttur um Grím Thomsen
eftir Gils Guðmundsson . . 14
Æfingin skapar meistarann,
íþróttaþáttur Samvinnunn-
í minningu skálds, eftir Gunn-
ar Gunnarsson........... 19
Samvinnuskólinn .......... 21
Vaðlaklerkur, framhaldssaga
eftir St. Blicher.........23
J Ú N í 1958
Lll. árgangur 6.
Amalía er íædd í Boston 1926. Hún stund-
aði nám við háskólann þar og lauk það-
an BS prófi. Amalía hefur skrifað sögur
á ensku, sem auk þess gerast við banda-
rískar aðstæður, en íslenzkt efni hefur
hún ekki tekið til meðferðar áður. Hún
var um tíma fréttaritari hins kunna
stórblaðs Christian Science Monitor.
Þátturinn um Grím Thomsen.
Gils Guðmundsson,
rithöfundur hefur
tekið saman þátt um
þjóðskáldið Grím
T h o m s e n. Þa.ð er í
ráði, að Gils skrifi
fleiri slíka þætti um
ýmsa gengna ágæt-
ismenn.
Gils er löngu þjóð-
kunnur fyrir ritstörf
sín. Af bókum eftir
hann iná nefna
„Skútuöldina", þjóðfræðasafnið „Prá
yztu nesjum“, 6 bindi alls, „Drekkingar-
hylur og Brimarhólmur", sagnarit um
gömul dómsmál og ævisögur. Auk þess var
Gils ritstjóri bókanna „Öldin okkar“ og
„Öldin sem leið“.
Gils er fæddur í Hjarðardal í Önund-
arfirði 1914 og átti þar heima framund-
ir tvítugt. Stundaði nám við Kennara-
skólann og starfaði nokkur ár við kennslu.
Ásamt náminu og eftir það stundaði Gils
sjómennsku á Vestfjörðum og í Sand-
gerði. Hann var ritstjóri sjómannablaðs-
ins Víkings 1944—53. Næstu þrjú árin
fékkst Gils við ritstörf og sat á alþingi.
1956 hóf Gils störf hjá Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins og hefur
verið þar framkvæmdastjóri síðan.
Smásagan „Þau gömlu“.
Smásagan, sem birt-
ist hér í blaðinu, er
sérstæð að nokkru
leyti. Hún er eftir
bandaríska konu, sem
gerzt hefur innflytj-
andi til Islands og
tekur til meðferðar
íslenzkt söguefni:
Öldruð hjón, sem
verða að bregða búi
Amalía og flytjast á mölina,
þar sem ólíkt um-
hverfi og önnur vandamál mæta þeim.
Höfundur sögunnar heitir Amalía Lín-
dal og er gift Baldri Líndal, efnaverk-
fræðingi. Hún kynntist Baldri, þegar
hann var við nám vestra og fluttist hing-
að með honum 1949. Þau eiga 4 börn.
Collingwood.
Útvarpserindi Þórð-
ar Björnssonar um
erlenda gesti á öld-
inni sem leið, eru
mönnum í fersku
minni. Þórður hefur
í 17 ár safnað mikl-
um fróðleik um þá
hluti og er manna
bezt að sér um þá.
Þegar Samvinnunni
barzt hin gullfallega Þórður
bók með myndum
Collingwoods, kom ekki til greina að
leita til annars en Þórðar um lesningu
með myndunum. Hinsvegar mundi það
hafa takmarkað gildi að skrifa um Coll-
ingwood án mynda hans.
Þórður er fæddur í Reykjavík 1916.
Hann lauk prófi frá menntaskólanum
1938 og prófi í lögfræði 1940. Að því búnu
varð Þórður fulltrúi hjá sakadómara og
gegnir hann því starfi enn. Um skeið
dvaldi Þórður erlendis við frekara nám.
Hann hefur átt sæti í flugráði frá stofn-
un þess 1947 og í bæjarstjórn Reykjavík-
ur hefur hann setið síðan 1950.
Smásagnakeppnin.
Úrslit eru nú kunn í smásagnakeppni
Samvinnunnar og fóru þannig leikar, að
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi gekk
með sigur af hólmi fyrir söguna „Undir
dómnum“. Önnur verðlaun hlaut Guðný
Sigurðardóttir, Hringbraut 43, fyrir sög-
una „Tveir eins — tvær eins“ og þriðju
verðlaun hlaut Ási í Bæ í Vestmanna-
eyjum fyrir söguna „Kosningadagur-
inn“.
Mun fleiri sögur bárust nú en í tveim
fyrri smásagnakeppnum Samvinnunnar,
eða 152 alls. Þar af voru 53 eftir konur
og 97 eftir karlmenn. Tvær voru ómerkt-
ar. Dómarar voru Andrés Kristjánsson,
Andrés Björnsson og Benedikt Gröndal.
Töldu þeir sögurnar jafnari að gæðum
en áður. Samvinnan mun nota forkaups-
rétt að allmörgum sögum og verður höf-
undum þeirra tilkynnt það. Verðlauna-
saga Bjarna mun birtast í júlíhefti Sam-
vinnunnar og hinar í næstu blöðum.
Gils
2 SflMVINNAN