Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 13
þar sem Guðrún var nunna þegar hún andaðist. Eitt vakti gremju hjá Collingwood. Það var meðferð landsmanna á gömlum legsteinum. Hann sá t. d. að allir leg- steinar í Skálholti voru brotnir. Á einu prestsetrinu sá hann meira að segja að verið var að setja legstein frá árinu 1616 í grjótgarð, sem prestur var að Iáta hlaða í kringum kirkjuna. Þeir Collingwood og dr. Jón héldu síð- an aftur til Bretlands. Hófst Colling- wood þegar handa um að fullgera mynd- ir sínar. Að því loknu var haldin tví- vegis sýning á þeim í London, fyrst í marz og apríl árið 1898 í félagi Norð- manna og síðan í marz árið 1899 í fé- lagi fjallagöngumanna (Alpine Club). Nokkrar myndir seldust. Jafnframt unnu þeir félagar báðir að því að gefa myndirnar út í bók. Hlaut hún heitið „Pílagrímsferð til sögustaða^ á íslandi" og kom hún út í bænum Ulv- erston í Englandi árið 1899. Þetta er vönduð og skrautleg bók í stóru broti, 187 bls. með 152 myndum, þar af 13 litmyndum. Dr. Jón ritar texta bókarinnar. Er það útdráttur úr þeim sögum, er gerðust á þeim stöðum, sem myndirnar eru frá. Bókin var gefin út í 500 eintökum og kostaði 30 shillinga. Seldist hún vel og fékk góða dóma. York Powell, samstarfs- maður Guðbrands Vigfússonar, ritaði meðal annara snjallan ritdóm um hana í stórblaðið Manchester Guardian. Bók- in hefur nú í marga áratugi verið mjög eftirsótt, en illfáanleg og verið á mjög háu verði. Hér verður ekki metið listrænt gildi mynda Collingwood. En sannarlega hafa augu hans verið leikin í þeirri leit að finna það, sem fagurt er sýnum. Hann gerði sér sérstakt far um að sýna lit- skrúð lofts og fjalla, sem dýrðlegast er í náttúrufegurð íslands. Þessvegna eru einkum sólarlagsmyndir hans aðdáan- lega fagrar. Eftir útgáfu myndabókarinnar helg- aði Collingwood sig mjög rannsóknum á norrænum fornleifum í Bretlandi, m. a. legsteinum og áletrunum á þá. Ritaði liann bók um þau efni og kom hún út í London árið 1908 og hét „Norrænar menjar á Bretlandi“ (Scandinavian Bri- tain). Síðar varð hann prófessor í Iistum við háskólann í Reading. Collingwood þótti maður fríður sýnum, þýður í viðmóti og hvers manns hug- ljúfi. Hann var kvæntur og eignaðist þrjár dætur og einn son, sem varð pró- fessor í heimspeki við Oxfordháskóla. Helgafell á Snæfellsnesi. Collingwood andaðist laust eftir árið 1930. Eftir andlát hans létu vandamenn hans flytja þau boð hingað til iands til valdamanna, að myndasafn hans af sögustöðum á íslandi væri til sölu, en því miður var verðs eigi getið. Valda- menn hér munu hafa haft nokkurn áhuga á að fá safnið hingað til lands, en sakir þess að fjárhagur ríkissjóðs var þröngur um þessar mundir og búist var við að safnið væri mjög dýrt þótti eigi fært að sinna boðinu og því ekki heldur talið taka því að spyrjast fyrir um verð þess. Þannig fórst það fyrir að Islendingar eignuðust þetta einstaka mvndasafn af sögustöðum sínum. í dag er eigi vitað hvað orðið hefur um myndir Collingwood, hvort þær eru enn til í heild eða þá einstakar mvndir aðeins eða hvort þær eru nú allar farnar for- görðum. Það ber að vona, að þær eigi eftir að koma fram í dagsljósið og að valdamenn hér hiki þá ekki við að festa kaup á þeim °g flytja heim í Listasafn ríkisins, þar sem þær eiga að geymast til gagns og gleði gestum ölnum og óbornum. Þórðnr Bjömsson. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.