Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 19
Krotað á spássíu I minningu skálds Eftir Gunnar Gunnarsson Það er vitanlega enginn algildur mælikvarði á sanngildi manns, ekki einu sinni listamanns, hvernig sam- ferðamönnunum bregður við að hann heltist úr lestinni. Samt talar það sínu máli, líti menn um hæl og sakni vin- ar í stað, einkum þeir sem höfðu ekki átt allmikið saman við hinn brott- horfna að sælda og sumt varla af fullri alúð. Þá er sýnt að í hlut á maður, sem veruleg eftirsjá er að. Steinn Stein- arr, skáld, sem nú er allur um aldur fram, mun reynast fleirum harmdauði en sjálfan hann grunaði, — og jafnvel fleirum en trúlegt þykir. Menn af tagi Steins eiga sér vini víðar en tildurmenni tímamóta: berg- málsvini úr hul- iðsheimum sálufélags,, sem svo örugg- lega er til stofnað, að samanborin við það eru hégómasamtök hvunndagsins hismi eitt. Aðaleinkenni Steins Steinars var ef til vill það, hve mjög hann leyndi á sér. Með honurn er fallinn í valinn lágvaxinn ferðafélagi, smámenni að vallarsýn, nema betur væri að gáð. Þá varð ljóst — höfuðburðurinn og hver hreyfing bar því vitni — að þar fór maður mikill fyrir sér og ekki upp á aðra kominn. Nema ef vera kann um auvirði einstaka sinnum. Steinn Steinarr var af því kyni skálda, er hlotið hafa að vöggugjöf ríkidæmi eigi auðfengið, en litt háð verðsveiflum og raunar óglatanlegt. Honum hafði verið trúað fyrir ferða- sjóði, sem hverjum samferðamanni er þiggja vildi og kunni var dýrmætur: á meðan Steinn enn dró anda mátti alltaf eiga von í Ijóði eða stöku sér- stakrar tegundar, vingjafar sem ekki sá til gjalda og sem ærinn söknuður hefði verið í að fara á mis. Að Steini gengnum hafa þeir, sem lifa hann vart annað út á hann að setja, en að hann hefði vel mátt vera ofurlítið örlátari um veitingar úr pússi sínu, og gleyma þá hinu, að jafn- vel á gjöfulan mann að eðlisfari hef- ur vanþakklæti svipuð áhrif og vor- kuldar á jarðargróður. Vílsamur held ég Steinn Steinarr verði ekki kallaður, en kalt mun hon- um stundum hafa þótt um sig næða eða þó ónotalega, og ekki að ástæðu- lausu. Líklega vissi hann, þegar hann vildi vita það, að það var honum á- skapað. Skáld af ætt Bólu-Hjálmars eru einhvern veginn yfir það hafin, að haldið sér fyrir þeim skildi. Ein- ferli Steins var örlagaskildagi, án þess gat hann ekki verið sá, sem hann var og vitað það sem hann vissi. Grettis- arfar eiga sér þess einan kost að ganga götuna fram við illvígar aðstæður og hníga að lokum við harmkvæli. Þess háttar útlaga gerir enginn háttvís maður sér alldælt við með gælum og gjafaflensi, enda inneign Steins í því þjóðarbúi, sem máli skiptir álitlegri en svo, að smávegis afborganir gætu mætt öðru en þóttafullri fyrirlitningu. Hins vegar setur auðveldlega að sveittum göngumanni og kann þá að virðast, sem hann gugni í bráð, hversu ákveðinn sem hann raunar er í að keppa að því marki, sem enginn fær náð, en sem eitt er þess vert, að mað- ur leggi sig allan fram. Á slíkum stund- um þarf ofurmenni til að rekja ekki raunir sínar í nöturlegu umhverfi, en sá vegtamur, sem þarna hafði sezt á þúfu til að kasta mæðinni, var sem betur fór aðeins hugkvæmur og hjarta- meyr, að baki þeirri brynju dirfsk- unnar, sem engin vopn bitu. Eg er einn á gangi og hugsanir mínar hljóðar hverfa inn í rökkvaðan skóg þess, sem liðið er. Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar, en þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér. Steinn Steinarr. skáld. í þögulli auðmýkt og tilbeiðslu ég stend og stari: Hér stendur það skráð, sem þeir ortu hver fyrir sig hinir þjóðfrægu menn og hinn þung- búni nafnlausi skari. En þjóðin kann ekki nokkurt ljóð eftir mig. Og andspænis samstilltum verknaði huga og handa í hrifni og undrun ég stanza við fót- mál hvert. Sjá þannig skal vandað til þess, sem lengi á að standa. en þjóðin veit, að ég hefi ekkert gert. Og samt er mitt líf aðeins táknmynd af þessari þjóð, og þjóðin sem heild er tengd við mitt ókunna Ijóð. Það er ekki heiglum hent að rétta af slíkan hálfkæringsofurklökkva með tveimur ljóðlínum í kvæðislok þann veg, að eftir standi áhrif sem af hetju- styttu á stalli. Tærleiki hreinlyndis- ins að baki og þótti — eða „annarleg þrjózka", að notuð séu hans eigin orð — vegfarandans vammi firrta eiga snaran þátt í, að þarna eru á þingi, sem hann hefur af sjálfsdáðum hasl- að völl gerðar upp sakir svo, að ekki verður um bætt né til æðra dóms vís- að. Tómlæti og tregða sitja eftir með sárt ennið, en ekki um skör fram: ráðningin sem ráðleysinginn eilífi tek- ur sig til og veitir í bróðerni þjóð sinni er réttmæt, en þjóðin lætur sér að vanda og sem vera ber fátt um finn- ast, annars væri leikurinn allur til einskis gerður: hjákátlegt brengl hlut- verka er hvergi jafn gereyðandi og á (Framh. á bls. 28) Gunnar SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.