Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 10
Haukadalur í Biskupstungum. Sér vestur til Geysis og Bjarnarfells. Pílagrímsför til íslands Eftir Þórð Björnsson fulltrúa Á seinni hluta síðastliðinnar aldar vaknaði verulegur áhugi í Bretlandi á íslenzkum fornbókmenntum. Áttu þeir Guðbrandur Vigfússon, prófessor í Ox- ford og Eiríkur Magnússon, bókavörð- ur í Cambridge drjúgan þátt í að kveikja þennan áhuga. Brezkir bókmenntaunnendur fóru hver af öðrum að stunda lestur Islendinga- sagna og fræðimenn að hefja rannsókn- þeim. Jafnframt var hafizt handa Skálliolt í Biskupstungum. Hvítá og Vörðufell sjást sunnan við bæinn. W. G. Collingwood málari, rithöfundur og forn- fræðingur kom til íslands 1897 og málaði 350 frábær- lega fallegar myndir af frægum sögustöðum. Myndirnar með þessari grein eru úr bók, sem Collingwood gaf út og þykir nú mikill dýrgripur. Þessi skjöldur er enn þann dag í dag á kirkjuhurðinni í Haukadal og þjóð- sagan segir, að hann hafi upphaflega ver- ið á staf risans Bergþórs í Bláfelli. um að þýða margar þeirra á enska tungu og gefa út í Bretlandi. Þaimig kom Njálssaga út í Edinborg árið 1861 og Gísla saga Súrssonar árið 1866, báðar í þýðingu George Webbe Dasent. Grettissaga kom út í London árið 1869 og Eyrbyggja, Hænsnaþórissaga og Bandamannasaga árin 1891—1892 í þýðingu Eiríks iMagnússonar og Willi- am Morris. Egilssaga kom út í London árið 1893 í þýðingu W. C. Green prests og Lax- dæla árið 1899 í þýðingu Muriel A. C. Press. Þá kom Sturlunga út í Oxford árið 1878 í útgáfu Guðbrands Vigfússonar. Einn þeirra Englendinga, sem ást- fóstri tóku við hinar fomu sögur ís- Hlíðarendi í Fljótshlíð. Collingwood hef- ur teiknað myndina niðri í Gunnars- hólma. — í baksýn eru Tindafjöll. — SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.