Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 28
Fjárhagslegt ....
(Framh. af bls. 3)
gjarnt starf fjölmargra manna og kvenna
um fareiðar byggðir landsins, sem er
grunnurinn, er samvinnuhreyfingin
byggir á. Hann hefur reynzt traustur
fram að þessu og allar líkur eru til þess,
að hann muni enn standast öll veður.
Innan skamms rennur upp sú árstíð,
sem ber merki þessa fjárhagslega lýð-
ræðis öðrum fremur. Umhverfis landið
koma félagsmenn kaupfélaganna saman
til deildafunda, og síðan til aðalfunda
félaganna, til þess að taka ákvörðun um
skiptingu ársarðsins, ræða starfræksluna
á liðnu ári og leggja á ráð um hversu
færa skuli út kvíarnar. Þetta er fjár-
hagslegt lýðræði í framkvæmd.
Þessir fundir eru hinn rétti vettvang-
ur til þess að tefla fram tillögum um end-
urbætur eða koma aðfinnslum á fram-
færi. Benda má á, að nokkuð mun skorta
á víða, að ynging og endurnýjun trún-
aðarmanna félagsmannanna hafi farið
fram, svo sem nauðsynlegt má þó teljast,
til þess að tryggja sem bezt má verða, að
nægilegur þróttur sé í allri félagsstarfsem
inni. Meðalaldur þeirra, er sitja í stjórn-
um og fulltrúaráðum kaupfélaganna, er
víða allhár. Það er vissulega gott og
gagnlegt, að aldur og reynsla hafa mikil
ítök, en það er þó eigi síður mikilvægt. að
yngri kynslóðin, sem á að erfa landið
og leiða samvinnufélögin til nýrra, mik-
illa sigra á komandi árum, fá tækifæri
til þess að afla sér starfsreynslu og leggja
félögunum óbilaðan starfsþrótt og nýjar
hugmyndir. Þó má og benda á, að mjög
skortir á það víða, að konurnar taki þann
þátt í félagsstarfseminni, sem æskilegt
væri. Víða erlendis, t. d. í Bretland og
Svíþjóð, er það algengt, að húsmæður eigi
sæti í stjórnum kaupfélaganna. Aukin
hlutdeild kvenna í stjórn félaganna
mundi áreiðanlega verða til þess að vekja
áhuga kvenþjóðarinnar yfirleitt fyrir
starfsemi félaganna og vissulega er hér
enginn hörgull á dugmiklum og félags-
lega menntuðum konum, sem gætu látið
gott af sér leiða í stjórnum og fulltrúa-
ráðum kaupfélaganna. Árangursríkt
samvinnulýðræði þarf að bera merki ná-
ins samstarfs í milli ungra og gamalla,
karla og kvenna.
í minningu skálds
(Framh. af bls. 19)
sviði sorgarleiksins. Þar er sáluhjálp-
in aðeins ein: samkvæmni fram í
rauðan dauðann. Und og blóðrás list-
arinnar er ekki mennskra meðfæri.
Himnasjólinn einn er þess umkominn
að binda endi á golgatagöngu hrjáðs
manns með tilhlýðilegri viðhöfn, eink-
um þar sem ráð má fyrir gera, að
jarðnesk stjórnarvöld bregðist skyldu
sinni, enda brosir hann í kampinn og
rekur smiðshöggið á: kallar „Stein
Steinar, skáld“ til sín á sjálfa Hvíta-
sunnuna.
Almennasta sorgartáknið hérlendis
er svarti liturinn, og sjálfur var
Steinn gagntekinn af „heimsins
blökku dýrð“. Honum var fullljóst, að
samferðamenn hans sumir töldu hann
„skringilegt sambland af fanti og
glópi“, og sagði sig „að sjálfsögðu"
bera þess „ævilangt óbrigðult merki“,
að hann væri „langt að kominn, úr
heimkynnum niðdimmrar nætur“ og
að „niður í myrkursins djúp“ lægju
hans rætur, og bætti við, að þar sem
„örlög hvers manns“ gæfu „lit sinn
og hljóm sinn hans verki“ væri eðli-
legt, að hjá sér hefði verið „lítið um
dýrðir og næsta naumt fyrir andann",
og þannig kynnir hann sig í bókarlok
í Ferð án fyrirheits: „Mitt nafn er
Steinn Steinarr, skáld. Ég kvaðst á við
fjandann.“
Hvað sem um það er: alsjáandan-
um mikla fannst sýnilega ástæða til
að benda á það sérstaklega, að hvíti
liturinn færi Steini bezt. Skáldfákur
hans var vissulega enginn Heljar-
bleikur: furðujór sá var grár að lit
og konungsgersemi, enda setinn af list,
en hleypt á hvað sem fyrir var, og
ekki ógjarna að næturþeli, — við
skuggasýni og skarðan mána.
Sjálfur vissi Steinn mæta vel, þótt
skapgerð hans leiddi hann ei sjaldan
til ólíkinda, að honum var óhætt hvar
sem hann fór og hvergi, og átti um
það sammerkt við alveruna.
Hin mikla gjöf, sem mér af náð er
veitt
og mannleg ránshönd seint fær kom-
izt að,
er vitund þess að vera aldrei neitt.
Mín vinnulaun og sigurgleði er það.
Margt getur skeð —. Og nú er heims-
stríð háð,
og hönd hvers manns er kreppt um
stál og blý.
En eitt er til, sem ei með vopni er náð,
þótt allra landa herir sæki að því.
Það stendur af sér allra veðra gný
í annarlegri þrjózku, veilt og hálft,
með ólán sitt og afglöp, forn og ný,
hinn einskisverði maður: Lífið sjálft.
Enda þótt Steinn hefði ekki annað
kveðið, mundi hans ærna stund
minnzt verða, og er það raunar ekkert
einsdæmi um ljóð hans. Hann er svo
einlæglega opinskár og hnitmiðunin
þeirrar tegundar, að ekki verður um
bætt sjálfslýsing þá, sem þar kemur
fram. Frekari tilvitnanir eru freist-
andi, en ég mun láta kvæði sem hann
nefnir Tileinkun reka lestina:
Til þín, sem býrð á bak við hugsun
mína,
blóðlaus og föl, og speglar ásýnd þína
í mínum kalda og annarlega óði.
Frá mér, sem horfði úr húmi langrar
nætur
á heimsins blökku dýrð, og reis á fætur
með jódyn allra jarða mér í blóði.
Og ég var aðeins til í mínu Ijóði.
Á meðan íslenzka þjóðin við og við
getur af sér „smáða menn“ á borð við
Stein Steinar, og enda þótt á harm-
stundum margan undri, hve „íslenzk
menning reyndist stundum smá“, svo
sem hann kveður á rústum beitarhús-
anna frá Víðimýri, mun „falslaus
snilld" eiga um það sammerkt við
Brján, að trúir þjónar hennar í fall-
inu haldi velli, en á meðan svo fram
vindur er eyjan hvíta ekki á heljar-
þröm og mannfæðin bætanleg.
En hvernig nokkrum íslendingi get-
ur þótt vænt um land og þjóð, án þess
að halda upp á Stein Steinar, skáld,
það er mér ráðgáta.
Fari hann heill og hafi hann sæll
lifað.
— Ekki skil ég, hvað þú sérð við gaml-
an milljónera eins og mig.
28 SAMVINNAN