Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 2
Ný kenning Morgunblaðsins: Hádegisstund í Reykja- víkurhöfn. Ljósm.: Orlygur Hálf- danarson. lamvinnan MARZ 1962 LVI. ARG. Útg.: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Sveinsson. Blaðamenn: Örlygur Hálfdanarson. Dagur Þorleifsson. Efni: 2. Að leysa verkföll er þjónusta við „er- indreka heimskommúnismans", Guð- mundur Sveinsson. 3. Bréfakassinn. 4. Þurfa umbótamenn að svelta? Páll H. Jónsson. 5. Benedikt á Auðnum, kvæði eftir Einar H. Guðjónsson. 6. Þá var Sölvhóll...... Örlygur Hálf- danarson ræðir við Harry Frederiksen. 10. Fyrir minni kvenna, seinni hluti, Guð- mundur Sveinsson. 11. Verðlaunakrossgátan. 13. Rya-saumur. 14. Draumurinn og snertingin, Jóhann Hjálmarsson. 15. Lofsöngur meðal rústa, kvæði eftir Octavio Paz í þýðingu Ara Jósefs- sonar og Jóhanns Hjálmarssonar. 15. Ríma eftir Sveinbjörn Beinteinsson. 17. KVöldriður, framhald af sögunni Slæðingur, sem birtist í janúarblað- inu, Hendrik Ottósson. 18. Hvað lieita þessar konur? Samvinnan efnir til getraunar þar sem verðlaunin eru fimmtíu brúður á islenzkum bún- ingum. 20. Hulin fortíð, framhaldssaga eftir Daphne du Maurier í þýðingu Dags Þorleifssonar. 22. Ef kökukassinn er tómur. Samvinnan gefur uppskrift að gómsætu kaffi- brauði. 32. í tómstundum, Torben Frederiksen skrifar um smáfiskarækt í heimahús- um. 2. grein. Fylgirit: Fréttabréfið. Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambands- húsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími er 17080. Verð árg. er 120 kr., í lausasölu kr. 12.00. Gerð myndamóta annast Prentmót hf. Prentverk annast Prentsmiðjan Edda hf. Að Seysa verkföll er þjónusfa við „erindreka heimskommúnismans^ Stærsta og útbreiddasta dagblaðið á íslandi hefur nýlega uppgötvað „sannleika“, sem mun vera sérstæður í allri menningarsögu veraldar. Upp- götvunin mikla er í því fólgin að hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það beri að teljast þjónusta við „erindreka heimskommúnismans“ að leggja fram lið sitt til að koma í veg fyrir að verkföll lami atvinnulíf íslenzku þjóðarinnar og dragi úr framleiðslu og sköpun verðmæta. Þessi nýja kenning kemur óneitanlega allundarlega fyrir sjónir og stangast í verulegum atriðum á við það, sem almenningur hefur hingað til haft fyrir satt, og kannski ekki að litlu leyti byggt á fyrra málflutningi Morgunblaðiins. Er því ekki annað sýnna en orðið hafi sinnaskipti hjá skriffinnum þess blaðs. Hingað til hefur því fremur verið trúað, að „erindrekar heimskommún- ismans“ hefðu meiri áhuga fyrir að viðhalda verkföllum í borgaralegum þjóðfélögum en leysa þau. Hefur því meira að segja almennt verið trúað, að eitt meginatriðið í stefnu heimskommúnismans væri að lama atvinnulíf hinna borgaralegu þjóðfélaga og þannig færa mönnum heim sanninn um, að ekkert gæti fært verkamönnum og öllum almenningi betri lífskjör og afkomu en afnám slíkra samfélaga og upptaka nýs samfélagsforms, hins kommúnistiska. Lausn verkfalla getur því naumast talizt sérstakt stefnuskráratriði heimskommúnismans og myndu ýmsir jafnvel vilja álykta, að þar væri um gerólík vinnubrögð að ræða við það, sem honum hefur almennt verið til trúað. Nú skyldi maður ætla, að þessi nýja og frábrugðna skilgreining á hlut- verki heimskommúnismans ætti sér einhver óvenjuleg og stórfengleg upp- tök, orsakaðist af sérstæðum þáttaskilum í sögu vestrænna samfélaga. Það vekur því ekki litla furðu, að allur þessi umsnúningur í málflutningi íhalds- samasta dagblaðsins á íslandi byggist á örlitlum þætti í áramótagreina for- stjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Erlendar Einarssonar, er hann reit í janúarhefti þessa timarits. Forstjórinn lætur í þætti þessum í ljós ánægju yfir því, að samvinnusamtökin í landinu skuli hafa getað lagt því liðveizlu á síðasta sumri að forða þjóðinni frá böli langs og kostnaðarsams verkfalls. Jafnframt telur forstjórinn æskilegt, að vinsamleg tengsl náist og haldist milli samvinnusamtakanna og verkalýðshreyfingarinnar í landinu. Það myndu þykja æði nýstárleg tíðindi í öðrum vestrænum löndum að telja að í slíkum árangri til uppbyggingar atvinnu- og efnahagslífs í land- inu sem óneitanlega felst í lausn verkfalls og óskum um betri og varanlegri vinnufrið væri fólginn vísir að niðurrifi og upplausn borgaralegs samfélags eins og við trúum að heimskommúnisminn stefni að. Þátturinn í áramótagrein Erlendar Einarssonar getur með engu móti skýrt umsnúning Morgunblaðsins og hina spánýju skýringu þess á hlut- verki heimskommúnismans. Þar hlýtur öðru að vera til að dreifa. Vafalaust getur margt valdið. En tvennt sýnist líklegast til skýringa. Annað er ótrúleg löngun til að ata samvinnuhreyfinguna auri og for- svarsmenn hennar. Mun þá liklegra, að hér sé fremur að því stefnt að ná eyrum erlendra manna en innlendra og ætlunin að vekja tortryggni á þess- um volduga verzlunaraðila í landinu og læða því inn hjá útlendingum, að hann sitji á svikráðum við sína eigin þjóð. — Þótt vitað sé, að Morgun- blaðið hafi nokkra æfingu í slíkum vopnaburði verður því naumast trúað, að fyrri reynsla þess blaðs af -slikri iðju hafi ekki dregið löngun úr rithöf- undum þess að halda henni áfram. Önnur skýring mun því sennilegri. Hún felst einfaldlega í vondri sam- vizku og þar af leiðandi öfund. Samvinnusamtökin gátu höggvið á þann Gordionshnút, sem aðrir hertu því meir sem þeir leituðust ákafar við að leysa hann. — Það voru nefnilega aðilar, sem ekki stóðu Morgunblaðinu fjarri, sem voru farnir að nálgast það ískyggilega mikið á síðasta sumri að gegna því hlutverki í íslenzku samfélagi, sem á Vesturlöndum er trúað, að heimskommúnisminn hafi einkaleyfi á: að stöðva atvinnulífið, framleiðsl- una og lama þjóðfélagið. — Það er sálfræðingum nútímans ekki mikil gáta að skýra hvers vegna þeim sem slíku hlutverki gegna verður hugtakið „heimskommúnismi“ munntamt, einmitt þegar þeir eru minntir á atburð, sem gat leitt til einna hinna leiðustu mistaka, sem orðið hefðu í £Ögu ís- lands á síðari árum. Guðmundur Sveinsson. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.