Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 39
Á sínum tíma fékk Samband ísl. samvinnufélaga verzlunarloð við Bogahlíð
í Reykjavík og hof þar undirbúning að byg^ingu. Nu hefur KRON yfirtekið
loðarréttindin og er mikill áhugi fyrir þvi að hefja þar byjjgingarframkvæmdir
við fyrsta tækifæri. Kæmi vel til greina að byggja það 1 aföngum. Hér yrði
endanlega um storverzlun að ræða.
Félagsstarfsemi: Í nóvember gaf félagið út vandað hefti af félags-
riti sínu 1 15 þúsund eintökum. Ritið var sent
til allra heimila 1 Reykjavík og KÓpavogi. { ritinu er úvarp fra stjórn
KRON, grein eftir Erlend Einarsson, sem hann nefnir : Samvinnu-
verzlun 1 Reykjavík þarf að eflast, greinin, Tvær systur, eftir
Hannibal Valdimarsson,og Kristján Thorlacius skrifar um eflingu
samvinnustarfs laun|)ega. Þá er kort af Reykjavík og Kopavogi,
þar sem verzlanir felagsins eru merktar inn á, og auk þess greint
frá félagatölu í hverri deild, en þær eru alls 13 með 5507 félags-
mönnum. Greinin: Er þörf verðlagsákvæða? , er einnig { ritinu,
auk annars efnis.
Húsmæðrafundir: Hinir árlegu húsmæðrafundir félagsins voru haldnir í
febrúarmánuði. Að þessu sinni var sýnd meðferð prjóna-
og saumavéla frá Singer. Var það gert í samvinnu við Véladeild S. Í. S.
Aðsókn að þessum fundum var að venju góð og almenn ánægja kvennanna
með þessa starfsemi.
DRÁTTARVÉLAR H. F. hafa náð samkomulagi við PERKINS
ENGINES Ltd. og dótturfyrirtæki
PERKINS OUTBOARD MOTORS Ltd. um að annast innflutning
og sölu dieselvéla og utanborðsmótora hér á landi. PERKINS
framleiða allar algengar tegundir af dieselvélum, sem notaðar
eru til sjós og lands. Sem sérstök meðmæli með PERKINS diesel-
vélum má geta þess, að Willyz, Ford og Massey-Ferguson verk-
smiðjurnar nota PERKINS dieselvélar. Upplýsingar um verð vél-
anna mun að finna hjá kaupfélögunum.
SUMARGJÖF SAMVINNUNNAR: Það verður ekki amalegt að fá i sumar-
gjöf einhverja af hinum 50 brúðum á ísl-
enzkum þjóðbúningum, sem eru verðlaun í getraun Samvinnunnar; Hvað
heita þessar konur. Eins og þið sjáið á stóru litmyndinni af brúðunum, þá
eru þær ekki allar jafnstórar. Þess vegna verður fyrst dregið um stærstu
brúðuna, síðan um tvær, sem eru aðeins minni, og að lokum um 47 brúður
af minnstu gerðinni.
Og við minnum ykkur á, að frestur til að skila getraunaseðlinum er
til 15. april, þess vegna skulið þið senda svörin strax, svo að það nú ekki
gleymist, eða þið tynið getraunaseðlinum.