Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 14
DRAUMURINN
- 0G SNERTINGIN
Jóhann Hjálmarsson:
1. Ný stefna í Mexíkó.
Flestir vita, aS í Mexíkó búa snjallir
listmálarar. Nægir að minna á menn
eins og Diego Rivera, José Clemente Oroz-
co, David Alfara Siqueiros og Rufino Ta-
mayo. Færri þekkja ljóðagerð Mexíkana.
Gæti samt verið að einhverjir hafi heyrt
minnzt á Ramón López og Alfonso Reyes.
Báðir eru þeir fæddir rúmum tíu árum
fyrir seinustu aldamót og hafa með verk-
um sínum átt þátt í að ryðja nýrri stefnu
braut í heimalandi sínu. Velarde náði
ekki háum aldri, lézt 1921, en Reyes lifir
enn að því ég bezt veit. Kannski myndi
rökvís maður benda lengra aftur í tím-
ann, nefna Salvador Diaz Mirón (1853—
1928). Ég hef frétt að Mirón þessi hafi
með skáldskap sínum smitað Rubén Darío
(1867—1916) skáld frá Nicaragua, sem
hefur verið kallaður frumkvöðull ný-
stefnunnar í ljóðlist spænskumælandi
þjóða.
2. Octavio Paz og bækur hans.
Octavio Paz er fremstur í hópi þeirrar
mexíkönsku skáldakynslóðar, sem hóf
feril sinn upp úr 1930. Sjálfur er hann
fæddur 1914. Meðal þýðingarmestu ljóða-
bóka hans eru þessar: Skógarmáni, 1933;
(Luna silvestre) Rætur mannsins, 1937;
(Raíz del hombre) Undir þínum bjarta
skugga, 1937; (Bajo tu clara sombra).
Milli steinsins og jurtarinnar, 1941;
(Entre la piedra y la flor) Á veraldar-
ströndinni, 1942; (A la orilla del mundo)
Örn eða sól, 1951; (Aguila o sol) Frjó-
korn í lofsöng, 1954; (Semillas por un
himno) og Árstíðin mikla, 1958 (La esta-
cíón violenta).
Auk þessara ljóðabóka hefur Paz tek-
ið þátt í menningarþróun lands síns með
því að skrifa veigamikil ritgerðasöfn:
Völunarhús einmanaleikans. 1950, (E1
laberinto de la soledad) inniheldur skil-
greiningu hans á mexíkanska þjóðararf-
inum; og Boginn og harpan, 1956, (E1
arco y la lira) fjallar um vandamál skáld-
skaparins með hliðsjón af sögunni og
málinu.
3. Utanríkisþjónusta.
Eins og fleiri suðuramerísk skáld hefur
Paz gegnt ábyrgðarstörfum í utanríkis-
þjónustu lands síns, meðal annars í Par-
is, Delhi og Tokyo. Hann á að þessu leyti
skylt við franska Nóbelsverðlauna-
skáldið Saint-John Perse. Skáldskapur
þeirra ber merki dágóðrar þekkingar og
skilnings á framandi þjóðum. Sænski rit-
höfundurinn Artur Lundkvist bendir
réttilega á það, að sú reynsla sem Paz
hafi af þessu starfi sínu, auki hvort-
tveggja heimskeppni hans (alþjóðlega
yfirsýn) og geri hann sannari Mexíkó-
búa.
4. Heimspeki skáldsins.
Fyrstu verk Paz bera ofsafengnum
hugrenningum og vantrú glöggt vitni.
Hann er þá svo bölsýnn að hann efast
bæði um tilveru sína og gildi skáldskap-
arins. Líkt og annar Suðurameríkumaður,
Pablo Neruda frá Chile, verður honum
tíðrætt um dauðann sem alls staðar sit-
ur fyrir mönnunum, læsir krumlunum
um hvern hlut og blæs ótta í viðkvæm
brjóst. Neruda flýði seinna í náðarfaðm
sameignarstefnunnar. Þar fann hann
ljóðum sínum auðrataðri farveg. En Paz
hefur aldrei verið fyrir jafn einfalda
lausn. Hann hefur sífellt barist við ógn-
valdinn dauða í skáldskap sínum og nið-
urstaða hans sem eldri manns verður sú,
að hollt bragð dauðans gefi lífinu meiri
fyllingu. Paz segir: „Líf og dauði eru ekki
tveir andstæðir heimar, við erum ein jurt
með tveimur tvíburablómum." Og Paz
heldur áfram: „Enginn deyr af völdum
dauðans, öll deyjum við af völdum lífs-
ins.“
Þetta er heimspeki skáldsins Octavio
Paz. Ljóð hans afneita allsherjardómi
einnar kenningar. Þau eru eins og kórall-
inn í djúpinu sem teygir sig víða eftir
botninum; af einni grein sprettur önnur,
hlaðin nýjum leyndarmálum. Á sama
hátt er tímasetningin úr leik í ljóðum
hans. Þar finnast engin landamæri á
milli þess sem er nú, sem er liðið og þess
sem er framundan. Allt er það hér. „Tím-
inn skundar framhjá meðan við bíðum
komu hans, tími gærdagsins, dagsins og
morgundagsins tími. í gær er í dag, á
morgun er í dag, í dag er alltaf dagurinn
í dag.“
Octavio Paz.
5. Endurlausnarstefna bókmenntanna.
Þeir sem eitthvað þekkja til þróunar
nútímaljóðlistar, verða þess fljótlega var-
ir, að hin mikla endurlausnarstefna bók-
menntanna: súrrealisminn, er ríkur þátt-
ur í ljóðlist Octavio Paz. Sjálfur hefur
hann skrifað eftirfarandi um súrrealism-
ann: „Seinasta volduga hreyfing aldar-
innar — ljóminn frá tilraunum þessarar
stefnu — sem ekkert skáld verðugt þess
að heita skáld, getur látið afskiptalausa
— stafar af viðleitninni til að brjóta nið-
ur hvað sem fyrir er, og í æðinu, tví-
hyggjunni sem tætir okkur í sundur.“
Súrrealistar tigna drauminn og ljóða-
gerð þeirra er stundum líkari martröð en
sunnudagsgöngu skrifstofumanns, sem
lallar ótimbraður af stað til að gefa önd-
Framh. á bls. 30.
Hljómlist, hluti af veggskreyíingu eftir
Rufino Tamayo.
14 SAMVINNAN