Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 37
Útgefandi: SAMVINNAN
fréttabréf
Áb.maöur: Guömundur Sveinsson
samvinnunnar
Reykjavík, 14. marz 1962.
LeiÖrétting: f sí’ðasta Fréttabréfi varÖ blaÖamanni Samvinnunnar það a
~ að eigna Kaupfélagi Grundfirðinga, Grafarnesi, væntanlega
mjolkurstöö þar á staðnum. Her er um al^jört ranghermi að ræða.
Mjolkurstöðin er ekkert viðkomandi kaupfelaginu. Hun er eign Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík og lýtur að sjálfsögðu hennar stjórn. Blaðið
biður afsökunar á þessum mistökum.
KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR: Á Buðardal er verið að reisa lOOOm2
hus, er hýsa skal bifreiða- og land-
bunaðarvélaverkstæði ásamt vörugeymslu. Bygging þessi er reist úr steypt-
um bitum, en á milli þeirra er hlaðið holsteini. Með þessu byggingarlagi
verða engar súlur í husinu, svo gólfplássið nýtist eins og bezt^verður á kosið.
f sambandi við byggingu þessa hefur kaupfélagið fest kaup á trésmíðavélum,
og er ætlunin að allir gluggar og hurðir verði smiðað á staðnum, 1 stað þess
að kaupa það einhvers staðar að. Þa mun einnig raðgert að hægt se að full-
nægja eftirspurn úr héraðinu eftir hurðum og gluggum þegar fram 1 sækir.
Tvær nýjar deildir hafa verið stofnaðar við félagið og eru þær
á Fellsströnd og Skógarströnd, eða með öðrum orðum, a sitt
hvorum enda félagssvæðisins. Viðskipti félagsins aukast stöð-
ugt og má 1 þvi sambandi geta þess, að árið 1959 var slatrað
hjá felaginu 13500 dilkum, en haustið 1961, 20500, aukning
þessi er ekki hvað sizt að þakka hinum nýju deildum.félagsins.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA: f skýrslu til Félagsráðsfundar K. E. A. segir,
að vörusala félagsins og fyrirtækja þess^muni
hafa hækkað um 10 til 12 af hundraði að meðaltali. Þessar tölur eru þó ekki
endanlegar, þar sem liggur fyrir endanlegt uppgjör fyrir árið 1961.
Motteknar landbúnaðarvörur til vinnslu og sölumeðferðar höfðu
yfirleitt aukizt frá þvi árinu áður. Þannig var innvegin mjolk
samtals 15. 098. 062 ltr. , og er það um 5, 6% aukning miðað við
fyrra ár. Samanlagður þungi dilka, sem slátrað var í slatur-
húsum félagsins var 707, 629 kg. eða um 8, 5% aukning. Innlagðar
gærur voru samtals 165. 415 kg. , sem er 3, 2% aukning. Ullar-
innlegg hafði minnkað aðeins frá fyrra ári. Að vanda var starf-
semi pylsugerðarinnar mikil, en auk pylsugerðar,' er þar tekið
til sölumeðferðar mikið magn af kjöti og alls konar kjötvörum,
eggjum, heimasmjöri og grænmeti.