Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 23
ar óvænt orðið martröð fyrir
skólastúlkuna fjórtán eða
fimmtán ára, og hafði móðir
náttúra þá tekið í taumana
og miskunnsamlega þurrkað
út minningar hins liðna?
Þessi skýring var líklegust
frá sjónarmiði Blacks. En
hann var maður heilstevptur;
honum var borgað vel fyrir
rannsóknir sínar og hann var
ráðinn í að fara ekki á fund
viðskiptavinar síns að hálfn-
uðu verki. Öll varð sagan að
vera. Hann mundi að Mary
Warner hafði farið til Carn-
leath til að ná sér eftir sjúk-
leikann, sem talinn var hafa
verið gigt. Black ákvað að
fara þangað.
Fyrirtækið, sem hann starf-
aði við, sá honum fyrir bifreið,
og á henni lagði Black nú af
stað. Honum flaug í hug að
smávegis orðaskipti við Harris
gamla garðyrkjumann gætu
borið góðan ávöxt, og þar eð
Long Common var í leið hans
til vesturhluta landsins, kom
hann þar við. Sem átyllu not-
aði hann rós, sem hann hafði
keypt og ætlaði að segja að
væri úr sínum eigin garði.
Hugðist hann færa garðyrkju-
manninum rósina að gjöf sem
í launaskyni fyrir ráðlegging-
arnar, sem hann hafði þegið
í fyrri heimsókninni.
Um miðjan dag kom Black
að koti gamla mannsins, sem
hann hélt þá vera heima að
miðdegisverði. En því miður
var Harris ekki heima. Hann
hafði brugðið sér á blómasýn-
ingu í Alton. Hin gifta dóttir
hans kom til dyra með ung-
barn á handleggnum og kvaðst
ekki hafa hugmynd um hve-
nær sá gamli kæmi aftur. Hún
var geðfelld kona og vingjarn-
leg að sjá. Black kveikti sér í
vindlingi, skilaði af sér rós-
inni og dáðist að barninu.
„Ég á einn svona ungling
heima,“ sagði hann af sínum
venjulega léttleika við að sýn-
ast annar en hann var.
„Er það virkilega, herra?“
sagði konan. „Ég á tvö í við-
bót, en Roy er uppáhald fjöl-
skyldunnar."
Þau hjöluðu saman á tæpi-
tungu meðan Black reykti
vindlinginn. „Segið föður yð-
ar að ég hafi verið í Hythe
fyrir einum eða tveimur dög-
um,“ sagði hann svo. „Ég var
að finna dóttur mína, sem er
í skóla þar. Og svo einkenni-
lega vildi til, að ég hitti skóla-
stjórann í St. Bee, skólanum
sem ungfrú Mary Warner var
í — faðir yðar var að segja mér
frá því og hve reiður sóknar-
presturinn hefði orðið, þegar
dóttir hans sýktist þar af gigt-
veiki — og skólastjórinn mundi
vel eftir ungfrú Mary. Hann
hélt því fram, eftir öll þessi
ár, að gigt hefði ekki valdið
þjáningum stúlkunnar, heldur
einhver sóttkveikja, sem hún
hefði fengið heima fyrir.“
„Ó, var það virkilega," svar-
aði konan. ,Jæja, ég býst við
að hann hafi orðið að segja
eitthvað vegna skólans. Já,
það var heitið á skólanum, St.
Bee. Ég man að ungfrú Mary
talaði oft um St. Bee. Við
vorum þá farnar að þroskast
töluvert og þegar hún var
heima, var hún vön að lofa
mér að nota reiðhjólið sitt.
Það var stórkostleg skemmtun
fyrir mig í þá daga.“
„Hún hefur þá verið heldur
blíðari á manninn en prestur-
inn,“ sagði Black. „Mér skild-
ist að faðir yðar hefði ekki
verið yfir sig hrifinn af hon-
um.“
Konan hló. „Nei,“ sagði
hún. „Ég er hrædd um að svo
hafi verið um fleiri, enda þótt
ég þori að segja að hann hafi
verið mjög góður maður. Ung-
frú Mary var dásamleg. Öll-
um féll vel við ungfrú Mary.“
„Yður hlýtur að hafa þótt
leitt,“ sagði Black, „að hún
skyldi fara til Cornwall án
þess að koma heim til að
kveðja.“
„Ó, svo sannarlega þótti
mér það. Ég hef aldrei getað
skilið það. Ég skrifaði henni
meira að segja, en fékk aldrei
svar. Það olli mér dálitlum
sárindum og mömmu líka.
Þetta var svo ólíkt ungfrú
Mary.“
Black fitlaði við skúfinn,
sem prýddi skó ungbarnsins.
Andlit þess var farið að leggj-
ast í grátviprur og hann vildi
dreifa sorgum þess með ein-
hverju móti. Hann kærði sig
ekkert um að dóttir garðyrkju-
mannsins færi inn að svo
komnu máli.
„Henni hlýtur að hafa þótt
einmanalegt á prestssetrinu,“
sagði Black. „Ég geri ráð fyrir
að hún hafi verið fegin fé-
lagsskap yðar, þegar hún var
heima í fríi.“
„Ég held að ungfrú Mary
hafi aldrei verið einmana,“
sagði konan. „Hún lagði gott
til allra og talaði við hvern
sem var, algerlega laus við
dramb prestsins. Við vorum
vanar að leika okkur saman,
þóttumst vera indíánar og
fleira þvíumlíkt. Þér vitið
hvernig krakkar eru.“
„Engir piltar eða bíó á
þeim tímum?“
„Neinei. Ungfrú Mary var
ekki þannig. Stúlkurnar eru
hræðilegar nú á dögum, finnst
yður ekki? Eins og ungar kon-
ur. Þær hundelta karlmenn-
ina.“
„Ég þori að veðja að þið
hafið báðar átt einhverja að-
dáendur, þrátt fyrir allt.“
„Nei, herra, í sannleika
sagt var ekki um slíkt að ræða.
Ungfrú Mary var svo vön
piltum frá St. Bee að hún
hugsaði aldrei um þá úr hófi
fram. Auk þess hefði prestur-
inn aldrei þolað neitt, sem
minnti á „aðdáendur.“
„Ég geri ráð fyrir því. Var
ungfrú Mary hrædd við
hann?“
„Það veit ég ekki. En henni
var mjög umhugað að gera
honum ekki gramt í geði.“
„Hún hefur auðvitað alltaf
orðið að vera komin heim áð-
ur en dimmt var orðið.“
„Ójújú. Ungfrú Mary var
aldrei úti fram í myrkur.“
„Ég vildi að ég gæti fengið
dóttur mína til að hætta að
koma seint heim,“ sagði Black.
„Á sumrin kemur hún stund-
um ekki heim fyrr en klukkan
er nærri því ellefu. Það er
ekki gott. Sérstaklega meðan
það gerist, sem maður les um
í blöðunum."
„Skelfilegt, finnst yður
ekki?“ samþykkti dóttir garð-
yrkjumannsins.
„En hér er að sjálfsögðu
alltaf rólegt. Ég geri ekki ráð
fyrir að þið hafið haft nokkuð
af neinu leiðindafólki að
segja, hvorki fyrr né síðar.“
„Nei, það höfum við ekki,“
svaraði konan. „Nema auð-
vitað þegar humaluppskeran
stendur yfir. Þá er hér tölu-
vert fjör."
Black kastaði frá sér vind-
lingnum, sem var farinn að
brenna hann á fingrunum.
„Humaluppskeran?" endurtók
hann.
„Já, herra. í þessu héraði
er mikið ræktað af humal. Á
HÚ5RÁÐ ...
1. Hafið ætíð límband og
glæran dúk úr plasti eða
öðru efni í bílnum. Verði
framrúðan fyrir stein-
kasti, má með þessum
hlutum framkvæma nauð-
synlega bráðabirgðavið-
gerð.
2. Fitublettir á skinnfatnaði
fjariægjast með eter.
4. Bleytið miðann — velgið
flöskuna — miðinn laus.
3. Bronsaða hluti er bezt að
hreinsa með sítrónusafa.
•------------- /?<>
3. Þunnt plast yfir bakaðar
bollur, lyftir þeim.
SAMVINNAN 23