Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 6
Örlygur Hálfdanarson:
— Aðalsteinn Kristinsson. Hann réði
mig. Við áttum heima í sömu götu,
Berg'þórugötu, hvor á móti öðrum.
Hann hefir sjálfsagt séð okkur bræð-
ur oft að leik á götunni. Hann vildi fá
elzta bróður mínn til starfa, en hann
var þá veikur og ég var boðinn fram,
þá nýkominn úr sveit.
vélstjóri?
— Hann er núna vélstjóri á Helga-
fellinu.
— En væri annars framkvæmdastjóri
hjá Sambandinu?
— Gœti vel hugsast.
— Og þú vélstjóri?
— Sennilega ekki, ég held að ég myndi
aldrei hafa lagt fyrir mig vélstjóra-
fagið eða vélavinnu. Annars var faðir
minn vélstjóri og tveir af okkur
brœðrum eru einmitt i vélstjórafaginu,
þ. e. a. s. Martin, sem er á Helgafell-
inu og svo Björgvin, vélvirkjameist-
ari, sem hefir sett upp mörg frystihús
fyrir kaupfélögin og aðra aðila í land-
inu.
— En þú sem sagt byrjar að sendast
hjá Sambandinu, þegar Sigurður
Kristinsron var forstjóri, og var bú-
inn að vera það í nokkur ár á eftir
bróður sínum Hallgrími heitnum?
— Já, hann var forstjóri þegar ég
byrjaði og var búinn að vera það í
sex eða sjö ár, að mig minnir. Jón
Árnason var framkvœmdastjóri Út-
flutningsdeildarinnar og Aðalsteinn
Innflutningsdeildarinnar. Deildirnar
voru sem sé tvœr, auk forstjóraskrif-
stofunnar.
— Hvenær var þetta, nánar tiltekið?
þá var það að morgni þriðjudagsins
4. október 1927, og ég var þá 15 ára
gamall.
Þannig hófst samtal okkar Harry
Frederiksen, og þannig hófst hans
fyrsta ganga innan samvinnu-
hreyfingarinnar. Nú er hann á leiS
utan til Hamborgar, þar sem hann
mun stýra skrifstofu Sambandsins
þar. Störf hans fyrir samvinnufé-
lögin eru orÖin mörg sfðan 4.
október 1927. Hann hefir haft
samskipti viíS marga innan og ut-
an hreyfingarinnar á þeim tíma
sem liðinn er. Ekki hefir sam-
vinnuhreyfingin tapað neitt á
þeim samskiptum, ætíð hið gagn-
stæða. Þar sem Harry fer, þar fer
sá íslendingurinn, sem er einna
fágaðastur, kurteisastur og alþýð-
legastur í umgengni, jafnt við háa
sem lága. Hér er ekki um tilgerð
að ræða, heldur eiginleika sem
koma innan frá og því verður
maðurinn enn minnisstæðari og
meiri aufúsugestur, hvar sem hann
kemur.
að var í steypu til húsbygginga, stund-
að kola- og ufsaveiðar við höfnina,
selt blöð, verið með föður mínum á
síldveiðum fyrir Norðurlandi 12 ára
gamall, senzt i matvörubúð og verið
fráfœrusmali tvö sumur i sveit. Gerði
að sjálfsögðu margt annað í sveitinní,
eins og vera ber.
— Varstu eini sendisveinninn tijá
Sambandinu?
— Já, ég var eini sendisveinninn. bað
var nú ekki að tala um það að við
vœrum margir. Og það var ýmislegt
fleira en að sendast fyrir Sambandið,
sem varð að gera. Þá flutti ég t. d.
Timann á handvagni niður á Pósthús.
Það tilheyrði sendisveinsstörfum hér í
Sambandinu fyrst. Afgreiðsla Tímans
var hér niðri í kjallara. Þar hafði
Rannveig Þorsteinsdóttir afgreiðsluna
með höndum. Þær gleymast mér seint
sumar ferðirnar með handvagninn
niður Hverfisgötubrekkuna á vetrum.
Vœri hálka fór ég gjarnan á fljúgandi
ferð niður brekkuna og þótti oft gam-
an, en galsinn mátti þó ekki vera var-
fœrninni yfirsterkari. Ekkert var til
6 SAMVINNAN