Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 21
STÁLSKIP og TRÉSKIP Útvegum vér frá fyrsta flokks skipasmíðastöðvum í Danmörku Hollandi Noregi Áratuga reynsla í útvegun skipa tryggir yður hagstæða samninga Teikningar og aðrar upplýs- ingar á skrifstofu vorri Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Sími 1-14-00 iTiiiiiiiiiiiHMiniiiiiiiiiiiniiimiiiiniiiiiiiiimniiimiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiiininmmiiiiii miiimimmmmmmmmmMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||mi,m,|,,,,mm,milllllimill ar nokkru sinni sýkzt af gigt- veiki?“ spurði hann. „Konan mín er hrædd um að Phyllis sé sérstaklega hætt við þeirri plágu.“ „Aldrei,“ svaraði herra Johnson ákveðinn. „Til þess erum við of aðgætin. Að lokn- um leikjum verða bæði dreng- ir og stúlkur að gangast undir rækilegt hreinsinudd, og allur fatnaður er viðr.iður sem sam- vizkusamlegast." Black lokaði bókinni. Hann ákvað að ganga nú beint framan að markinu. „Mér geðjast vel að því, sem ég hef séð af St. Bee,“ sagði hann. „En ég sé að ég verð að vera hreinskilinn við yður. Konan mín fékk í hend- ur lista yfir skóla og var St. Bee þar á meðal, en hún strik- aði hann strax út og bar því við að vinur hennar hefði — fyrir mörgum árum — strengi- lega varað hana við honum. Þessi vinur hennar átti vin.... þér vitið hvernig það er, en kjarni málsins var sá, að sá vinur varð að láta dóttur sína hætta í skólanum og hafði jafnvel við orð að stefna for- ráðamönnum hans fyrir glæp- samlegt hirðuleysi." Brosið var horfið af andliti herra Johnsons. Augu hans virtust harla lítil að baki hornspangagleraugnanna. „Ég væri yður mjög þakklátur ef þér vilduð gefa mér upp nafn þessa vinar," sagði hann kulda- lega. „Það er alveg sjálfsagt,“ svaraði Black. „Vinur þessi yfirgaf síðan föðurland sitt og fluttist til Kanada. Hann var kirkjunnar þjónn. Og nafn hans var Henry Warner." Hornspangagleraugun duldu ekki hið hvikula, varfærnis- lega blik í augum herra John- sons. Hann vætti varirnar með tungunni. „Séra Henry Warner," sagði hann. „Látum okkur nú sjá.“ Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og virtist hugsa ntálið. Black, sem var vanur undanfærslum, vissi að skólastjóri St. Bee hugsaði fast og reyndi um leið að vinna tíma. „Glæpsamlegt hirðuleysi voru orðin, sem Warner þessi notaði, herra Johnson," sagði „Það hefur alltaf verið leynilögreglumaðurinn. „Og svo undarlega vildi til, að í fyrradag rakst ég á einn af ættingjum Warners, sem af tilviljun gerði þetta mál að umtalsefni. Hann sagði að Mary Warner hefði verið dauða nær.“ Herra Johnson tók af sér gleraugun og fór að fægja þau. Svipur hans var ger- breyttur. Hinn olurblíði skólastjóri var horfinn og í staðinn kominn harðsoðinn kaupsýslumaður. „Auðheyranlega hafið þér heyrt söguna einungis frá sjónarmiði ættingjans,“ sagði hann. „En sá sem sýndi glæp- samlegt hirðuleysi var faðir stúlkunnar, Henry Warner, en ekki við.“ Black yppti öxlum. „Hve- nær geta foreldrar verið ör- uggir, þegar börnin þeirra eru annars vegar?“ umlaði hann. Orð hans voru ætluð til að koma skólastjóranum lengra áleiðis. „Hvenær þér getið verið ör- SAMVINNAN 21 IIIIMIMMIIIMMIMMIIMMIIIIIIMIIIMIMIIIIMMMIIM............................................................................................MMIIIMMIIIIMMIIIIIMIMIIIIIIIMIM

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.