Samvinnan - 01.11.1963, Síða 2
Wm
Forsíðan er að þessu sinni
helguð Samvinnubankan-
um• Það er Birna Torja-
dóttir, gjaldkeri í víxla-
innheimtu- og skulda-
bréjadeild, sem sést hér
að störjum. Myndina tók
Þorvaldur Agústsson. Sjá
grein ejtir Pál H• Jónsson
um Samvinnubankann á
bls. 15. —
Samvinnan
NÖVEMBER 1963 — LVII. árg. 11.
Útg-: Samband ísl. samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðmundur Sveinsson.
Blaðamenn:
Örlygur Hálfdánarson.
Dagur Þorleifsson.
Efn
2. Áætlunarbúskapur rílcisstjórnarinnar,
Guðmundur Sveinsson-
3. Héðan og þaðan.
4. Vextir og verðbólga, Kristján Stur-
laugsson, tryggingafræðingur.
5■ Við lindina, kvæði eftir Hólmfríði
Jónasdóttur.
6. Vörður við veg bandarískra sam-
vinnufélaga, grein þýdd af Jóhanni
Bjarnasyni.
8. Flóttinn frá frelsinu, Guðmundur
Sveinsson.
9. Krossgátan.
11. Úr bifreiðasögu.
12- Af erlendum vettvangi: Eftirhreytur
í Alsír.
15. Draumar rætast, Páll H. Jónsson.
16. Annað bréf til æskufólks, Páll H.
Jónsson.
17. í hópferð með langferðabíl, Kurt
Lausten.
18. Framhaldssagan, Venusarbúar, eftir
Irwin Shaw.
20. Skandinavísk húsgögn, II.
21. Einnig plöntur þurfa olnbogarúm.
23. Gömul skuld, smásaga eftir Jack
Weeks, Jún Ásgeirsson þýddi.
30- Á markaðinum.
Fylgirit: Fréttabréf 5, 1963.
Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambands-
húsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími er 17080.
Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00.
Gerð myndamóta annast Prentmót h.f.
Prentverk annast Prentsmiðjan Edda h.f.
Áætlunarbúskapur ríkisstjórnarinnar
í ágústmánuði síðastliðnum birtist grein eftir Jónas H. Haralz hagfræð-
ing og einn aðalráðgjafa íslenzku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Nefndist greinin „Eðli og tilgangur þjóðhags- og framkvæmdaáætlana.“
Greinin var skrifuð í þeim tilgangi að renna stoðum undir áætlunarbú-
skap ríkisstjórnarinnar, sanna frávik hans frá kommúnistískum fyrir-
myndum og skýra hvaða takmarki umrædd áætlunargerð ætti að þjóna.
Það kom skýrt i ljós í röksemdafærslu hagfræðingsins, að honum var
mikið í mun að færa á það sönnur, að áætlunarbúskapur ríkisstjórnarinn-
ar ætti ekki að fela í sér frelsisskerðingu verulega, heldur bæri miklu frem-
ur að skoða hann sem velviljaða forsjón.
Greinarhöfundur tók sér augljósa varnarstöðu eins og að honum sækti
árásarsveit úr mörgum áttum. Vera má að það sé rétt ályktun, þótt í huga
komi spurningin, hvort hagfræðingurinn dragi hana ekki fremur af eigin
tilfinningum en raunverulegu ytra tilefni.
Veigamesta atriði greinar hagfræðingsins varðar baráttu við þá sveit
manna, er sakar rikisstjórnina um að hafa hirt upp af götu sinni austrænt
og kommúnistískt efnahagsform og hyggjast gera það að meginbaráttu-
tæki sínu gegn kommúnismanum. Þessari sveit hefur Jónas hagfræðing-
ur mörgu að svara, en meginmálið er þetta: „Hagkerfi hinna sósíölsku
landa Austur-Evrópu eru „centraliseruð“. Þeim er stjórnað frá einum stað
að miklu leyti. — Hagkerfi Vesturlanda er annars eðlis en þetta. Þeim er
ekki reynt að stjórna í einstökum atriðum frá einum stað.“ „— Hagkerfi
kommúnistaríkjanna eru miðuð við þjóðfélög, sem eru tiltölulega skammt
á veg komin í iðnþróun .... en þeim tekst ekki að leysa hlutverk sitt
af hendi í þjóðfélagi, sem lengra er komið áleiðis og þar sem óskir neyt-
andans skipta æ meira máli.“ — En sterkasta sönnunin er samt, að hið
kommúnistíska hagkerfi er á leið til þróunar í átt til áþekkrar skipulagn-
ingar og ríkisstjórn íslands lætur gera. Er því engin ástæða til að saka
íslenzku ríkisstjórnina um þveröfuga stefnu.
Hvort sem þessi ásökunarsveit er eins öflug og ætla mætti af þeim rök-
semdaþunga, sem að henni er stefnt, skal ósagt látið. Hitt kann að valda
meiru, að hún getur átt fornan bandamann í brjóstum ýmissa í stjórnar-
liðinu og því verið óþægari ljár í þúfu en ella.
Samvinnumenn hafa harla lítinn áhuga fyrir þessari baráttu við komm-
únistískan skugga, er sækir að ríkisstjórninni bæði hið ytra og innra.
Hitt virðist samvinnumönnum miklu örlagaþyngra atriði, sem einnig
sýnist hafa lagt ásökun í brjóst hagfræðings ríkisstjórnarinnar, hver áhrif
áætlunarbúskapar hennar verði á frelsi og framtakssemi hinna ýmsu
aðilja íslenzks atvinnulífs. Sú spurning hlýtur þar að vera mikilvægust,
hvort ætlunin sé að leysa úr læðingi gróðuröfl eða niðurrifs, — sóknar-
öfl eða stöðnunar — í íslenzku þjóðlífi.
Þótt undarlegt megi virðast, verða svör hagfræðingsins við spurningum
af þessu tagi harla þokukennd og loðin. Það vantar að vísu ekki, að hag-
fræðingurinn lýsi af miklum fjálgleik yfirburðum frelsisins fram yfir
höftin að því er „einingar“ efnahagskerfisins varðar. Hver „eining" á að
hljóta allverulegt frelsi, því einmitt í frelsinu felast yfirburðir hins vestræna
hagkerfis.
En þessi undirstrikun og dásömun frelsisins sem hins mikla aflgjafa
samfélagsins kemur samt ekki í veg fyrir, að jafnnauðsynleg er talin
„ákveðin yfirstjórn efnahagsmálanna ... ef hagkerfið á að vinna vel og ná
þeim markmiðum í velmegun og framþróun, sem hvert þjóðfélag hlýtur
að setja sér.“
Nú getur það ekki í senn farið saman, að frelsið sé merki yfirburðanna,
en þó þurfi að takmarka það til að ná markmiðum í velmegun og fram-
þróun, nema því aðeins að frelsið óhindrað stefni að einhverju öðru mark-
miði og búi því í reynd yfir talsverðum ágöllum og feli í sér hættur.
Það er einmitt í skýringunni á þessu furðulega fyrirbæri, sem hagfræð-
ingnum „skýzt þótt skýr sé.“ — Og einhvern veginn fær lesandinn grun
um að þarna sé komið við harla viðkvæman blett, sem fara þurfi um
mjúkum höndum að ekki valdi sársauka.
Hvers vegna segir hagfræðingur ríkisstjórnarinnar ekki hreint út, að
frelsið sé því aðeins til blessunar að til grundvallar því liggi raunveru-
legur vilji til að gera þjóðfélagið samvirkt, skapa samstöðu hinna ýmsu
aðilja og þrá til samvinnu?
Hvers vegna undirstrikar hagfræðingurinn ekki, að hættan, sem hann
gefur í skyn að felast kunni í frelsinu, stafi af því, að frelsið muni af
einstökum aðiljum notað sem yfirvarp, en tilgangurinn sé raunverulega
forréttindaaðstaða, þ. e. afnám frelsis — og hún sköpuð með því að vekja
styrjaldarhug í samfélaginu, að uppræta samkenndina og kynda undir
baráttu allra gegn öllum?
Hliðrar hagfræðingurinn sér raunverulega hjá að túlka hug ríkisstjórn-
arinnar til þjóðar sinnar? Ef svo er, þá hvers vegna?
Guðmundur Sveinsson.