Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 3
Fyrir allskömmu lagði leið sína hingað til lands indverskur trúspekingur, Maharishi Mahesh Yogi að nafni, leiðtogi hreyfingar, sem nefnd er Andleg endurfæðing eða eitthvað þvíumlíkt. Hreyfing- þessi kvað einna áhrifaríkust á Ind- landi, en á annars áhangendur víða um heim, meðal annars í Noregi og Svíþjóð, en frændur vorir þar virðast öðrum fremur gefnir fyrir alla mögulega tilbreytni í trúarefnum. — Leiðtogi hreyfingarinnar, sem titlaður er Hans Heilagleiki, gisti á Hótel Sögu ásamt fylgdarliði sínu allfjölmennu, flutti erindi í Stjörnubíói um forna trúarheimspeki Indverja og þýðingu hennar fyrir nútímamanninn og svaraði spurning- um fundarmanna á eftir. — Var meðfylgjandi mynd tekin af Yoga við komu hans í bíóið. Konan að baki hans er úr fylgdarliðinu, ljóshærð, norsk þokkagyðja, er virtist meistar- anum mjög handgengin. Myndin til hægri er af tveimur konum úr hópi grænlenzka sveitafólksins, er var hér fyrir skemmstu í boði landbúnaðar- ráðuneytisins og Búnaðarfélagsins. Kynnti það sér íslenzka sauðfjárrækt og búnaðarhætti, svo og búnaðarskólana. „Ennþá er fagurt til fjalla, sem forðum á Eyvindar tíð“, stendur í vísunni, og enn má sjá minjar þessa fræga útlaga í óbyggð- um landsins. Myndin að ofan sýnir rúst- irnar af kofa Eyvindar og Höllu í Eyvindar- veri. Héðan og þaðan SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.