Samvinnan - 01.11.1963, Síða 5
VIÐ LINDINA
Ei) heilsa þér, mín litla, kæra lincL,
svo Ijúf ot7 hláturmild,
þú líður áfram lygn og silfurtœr
í Ijósra daga fylgd.
Og með þér finn ég ennþá œttarmót,
þú ert mér lcannske skyld.
Þín vagga stendur upp við fjallsins faðm,
þar felst hún líka mín.
Við stefnum báðar sama ósi að
mót augum beggja skín
í aftankyrrð hið endalausa haf,
eilífð mín og þín.
I hugans djúpi á ég alla stund
af þér myndir tvær,
önnur sumarlétt og hjartahlý,
hin svo angurvœr,
er vetur spennir lijartað harðri greip
og hörpu þína slœr.
Og ems er það með ævintýrið mitt,
það á sér vor og skjól,
en daprast lílct og djúpið bláa þitt
er dregur fyrir sól,
og langur vetur leggur álög sín
á Ijóðin mín og þin.
Hólmfríður Jónasdóttir.
tölu í okt. 1957, sem var 1134
stig).
Af þessari töflu sjáum við,
að raunverulegir vextir af lán-
um með veði í fasteign, hafa,
miðað við hækkun byggingar-
kostnaðar, verið minni en ekki
neitt öll þessi ár, nema 1962,
1959 og 1953. Vaxtaupphæðin
segir því lítið um hina raun-
verulegu vexti. Verðlagsbreyt-
ingarnar hafa þar nákvæmlega
jafnmikið að segja. Miðað við
byggingakostnað hafa menn
beinlínis fengið liorgað fvrir
að nota lánsféð 7 af 10 und-
anförnum árum. f raun og veru
liefur þó Iiagnaður þeirra ver-
ið meiri, því liér eru teknir há-
marksvextir, eins og þeir voru
á hverjum tíma og auk þess eru
hinir svokölluðu vextir frá-
dráttarbærir frá skattskvklum
tekjum, en hagnaðurinn af
hinni raunverulegu lækkun
skuldarinnar, miðað við verð-
gildi peninganna, er skatt-
frjáls. Það þarf því enginn að
furða sig á því, að menn hafa
sótzt eftir lánum. Revnslan
liefur kennt þeim, að það borg-
ar sig að skulda.
Þó að byggingavísitalan hafi
hér verið lögð til grundvallar,
bendir margt til þess, að þró-
unin hafi verið svipuð á mörg-
um öðmm sviðum. Af slíkri
þróun leiðir óhjákvæmilega
margs konar þjóðfélagsleg
vandamál og má þar t. d.
nefna óverjandi rýrnun spari-
fjár, hvort heldur það er ávaxt-
að í banka eða tryggingafélagi.
Þetta atriði hafa flestir gert
sér Ijóst af reynslunni og al-
mennt er ályktað, að ekki sé
hægt að spara peninga. Það
verði að leggja þá í eitthvað
fast. Að öðrum kosti séu þeir
tapaðir að verulegu leyti.
Þetta gildir þó ekki bara um
einstaklingana. Fyrirtækin
leggja kapp á fjárfestingu og
bítast um tiltækilegt lánsfé.
Þau þurfa heldur ekki að að-
gæta svo nákvæmlega, hvort
sú fjárfesting skilar nokkrum
raunverulegum arði af fénu,
sé leigan fyrir það minni en
ekki neitt. Það segir sig sjálft,
að slíkt hindrar efnahagslega
þróun í landinu og á vafa-
laust nokkurn þátt í lánsfjár-
skortinum. Vextir mega því
aldrei vera lægri en dýrtíðar-
aukningin á hverjum tíma. Það
er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir
því, að sparifé haldi verðgildi
sínu eða geti ávaxtast. Jafn-
framt kemur það í veg fyrir,
að hægt sé að hagnast á því
að leggja lánsfé í framkvæmd-
ir, sem ekki skila raunveru-
legum arði, svo og aðra spá-
kaupmennsku, sem bvggist á
verðfalli krónunnar.
Af þessu gæti e. t. v. virzt
svo sem lausn þessa vandamáls
væri ofur einföld. Ekki þyrfti
annað en hækka vextina nægi-
lega mikið. Svo auðvelt er
þetta þó ekki. Stórkostleg
vaxtahækkun leiðir af sér
margs konar örðugleika og
röskun í atvinnulífinu. Lausnin
verður að byggjast á því að
vega að höfuðmeinsemdinni
sjálfri. Verðbólgunni verður að
halda í skefjum. An þess nýt-
ist fjármagn þjóðarinnar aldrei
á viðunandi hátt til uppbygg-
ingar og sköpunar raunveru-
legra verðmæta. Traustur
gjaldmiðill er því þýðingar-
mikið atriði.
Kristján Sturlaugsson.
Vextir þurfa að vera hærri en dýrtíðaraukn-
ingin. Stórkostleg vaxtahækkun leiðir hins
vegar af sér margs konar örðugleika og
röskun í atvinnulífinu. Verðbólgan er höfuð-
meinsemdin. Henni verður að halda í skefj-
um. Án þess nýtist fjármagn þjóðarinnar
aldrei á viðunandi hátt.
SAMVINNAN 5