Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 6

Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 6
Starfsemi samvinnumanna stendur með miklum blóma víðast í Bandaríkjunum, bæði í sveit- um og- borgum. Á myndinni getur að líta risavaxnar íbúðablokkir, sem alþjóðasamband verka- kvenna í klæðaiðnaðinum hefur látið reisa í austurhluta New York, en byggingafyrirtæki sambandsins er rekið með samvinnusniði. Samvinna bænda í Banda- ríkjunum hófst með fámenn- um, ósamábyrgum félögum. Starfsemi „félags“- eða sam- vinnu-mjólkurbúða byrjaði með framleiðslu og sölu á smjöri í Goshen, Conn. árið 1810. Árið 1856 mynduðu sautj- án bændur í Bureau sveit, Illinois, sjóð til að annast sam- eiginlega sölu á svínum. Korn- yrkjubændur byggðu fyrstu samvinnulyftuna í Madison, Wis. árið 1857. Fyrsta bænda- verzlunin svo kunnugt sé, var stofnuð árið 1863 til að annast áburðarkaup fyrir bændur í Riverhead N. Y. Er hún starf- andi enn í dag. Vaxandi viðskiptabúskapur og afturkippur eftir borgara- styrjöldina jók mjög á óánægju bænda, og þeir sneru sér að aukinni skipulagningu til að bæta aðstöðu sína. í búnaðar- félögum samþykktu bændur mótmæli gegn staðhæfðu arðráni járnbrautarfélaganna, verndartollum, rjómabúum og kornlyftufélögum, milliliðum, fjármálalegum sérhagsmunum og auðhringum og sérlega ó- hagstæðu ástandi landbúnað- arins. Um næstu fimmtíu ár voru það búnaðarsamböndin sem gengust fyrir og stjórnuðu allri viðleitni til samvinnu, enda urðu þau öll nátengd samvinnufélögum bændanna. Þúsundir félaga komust á fót vegna samábyrgðar sinnar. Má segja, að meðlimafjöldi þeirra hafi gert sveitunum fært að hefja viðskipti á samvinnu- grundvelli. Um 1872 hafði um hálf milljón manna sameinast um svo sterka hagfræðilega þjóðmálastefnu, að almenna athygli vakti. Sum hinna helztu samvinnufélaga, sem enn starfa, eiga rót sína að rekja til brautryðjendastarfs þessara fyrstu bændasamtaka. The American Society of Equity (Óhlutdrægnisfélag Bandaríkjanna), varð fyrst til þess að innleiða sjóðmyndun og sölueftirlit. Var hugmynd þeirra sannprófuð árið 1906, með þvi að tóbaksræktarmenn stofnuðu félag til verndar gegn verðfalli á tóbaki. „Náttfarar“ riðu um og eyðilögðu sáðjörð og gróður, í því skyni að knýja fólk til að fara eftir ákveðinni framkvæmdaáætlun. Eftir því sem tóbaksverð hækkaði og tækni í framleiðslunni jókst, minnkuðu afskipti félags þessa af tóbakssölunni. 1 fyrstunni misheppnuðust margar tilraunir, en bændur lærðu af þessari reynslu um gildi samvinnunnar. Af henni leiddi og það, að síðari viðleitni Búnaðarsambandsins og Bún- aðarmálaskrifstofunnar reynd- ist oftast haldbetri. Þeir komu á fót samábyrgum samvinnu- félögum til vörusölu, innkaupa og viðskiptaþjónustu, og eru mörg þeirra starfandi enn i dag. Mörg samvinnufélög risu einnig á fót, eingöngu til að bæta úr knýjandi þörf á af- urðasölu, þótt þau bindu sig ekki við sérstök bændavið- Vörður við veg banda- rískra samvinnu- félaga 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.