Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 7

Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 7
Víða í bandarískum skólum reka nemendur — undir leiðsögn kennaranna — eigin sparisjóði með samvinnusniði, og venjast þannig þegar í æsku á ráðdeild og sparsemi. — Myndin er tekin í barnaskóla í Milwaukee, Wisconsin. skipti. Frá 1890 til 1921 þand- ist samvinnuverzlun mjög út að eigin frumkvæði, og mörg þeirra félaga er stofnuð voru á þessu tímabili, gátu státað af frekari framþróun um næstu áratugi. Mikil framför var það er vísindastofnun sam- vinnumanna, The American Institute of Cooperation, var sett á stofn árið 1925, en það er fræðslustöð, sem meðal annars veitir kennslu og út- breiðir þekkingu á samvinnu- háttum í landbúnaði. Alrikis- ráð samvinnufélaga bænda, er stofnað var 1929, kemur fram fyrir hönd félaganna í málum þeim er snerta alla heildina. Þá hafa og verið stofnsett alríkisfélög í sérstökum fram- leiðslugreinum, sem hafa á hendi umboð fyrir ótal sölufé- lög sinnar tegundar. Sem dæmi má nefna Samband mjólkur- framleiðenda, stofnað 1916, og Samvinnusamband kornyrkju- manna, stofnað 1939. Eftir því sem framleiðsla margfaldaðist sökum vísinda- legra búnaðarhátta og færði á markaðinn fjölbreyttari vör- ur, heimtuðu bændur síaukna þjónustu samvinnufélaganna. í lok fyrsta fjórðungs þessarar aldar, voru samvinnufélögin orðin víðkunnur viðskiptaaðili og höfuðviðfangsefni þeirra var vörusala. Heildsölu á verzl- unarvöru í stórum stíl reyndu þau fyrst í Kaliforníu og breiddist hún fljótlega út um allt landið. Var það einkum sala á baðmull, korni og bú- peningi. Frá Kaliforníu er og runnin hugmynd af afurða- sölusamningum, flokkun og mati, svo og sjóðmyndun af á- góða eftir flokkun og fjöl- breytni. Þessi atriði stórbættu afurðasöluna — en að því tak- marki höfðu bændur árangurs- laust stefnt að í heila öld. Þegar bændur fengu reynslu af samvinnusölunni, þóttust þeir sjá, að þessir viðskipta- hættir myndu og duga vel á öðrum sviðum. Þeir sneru sér til samvinnufélaganna um kaup á nauðsynjavöru og aðra viðskiptaþjónustu í von um að framleiðslu þeirra væri það hagkvæmt. Fóðurvörur, áburð- ur, olíur og útsæði urðu æ meiri kostnaðarliðir á nýtízku bændabýlum og þeir komust fljótlega að því, að þessar vörur útveguðu samvinnufélögin þeim á lægra verði en aðrir. Gerðist nú hvort tveggja í senn: Sam- vinnufélög þau er önnuðust sölu á mjólkurafurðum, kjúkl- ingum og ávöxtum juku í stór- um stíl þjónustu sína við að koma afurðunum til neytenda, og félög þau, stærri og smærri, er seldu bændum nauðsynjar, tóku að hreinsa olíur og fram- leiða fóðurvörur og áburð, sem sagt þau tóku að beina starf- semi sinni að vinnslu úr hrá- efnum. Samvinnufélögin voru fyrst til að skapa þá megin- reglu, að sjá bændum fyrir fóð- urvörum, áburði og öðrum nauðsynjum með því að vinna vörurnar sjálf, til að mæta þörfum þeirra. 1 fyrstunni voru samvinnufé- lög bænda háð lögum alríkis- ins. En brátt kom í ljós, að þörf var á sérstakri löggjöf. f Wisconsinríki var stofnun heildsölusamvinnufélaga lög- leyfð árið 1911. Á næstu fimm- tán árum voru svipuð lög sam- þykkt í öllum ríkjum Banda- ríkjanna nema einu. Með Cap- per-Volstead lögunum frá 1922, sem eru alríkislög, var bænd- um veittur réttur til meðferðar og sölu á afurðum sínum, með því skilyrði að félög hefðu það með höndum, er gættu gagn- kvæmra hagsmuna aðila og væru háð gildandi reglum. Af- urðasölulög landbúnaðarins frá 1929 mæltu fyrir um stofnun búnaðarráðs er hefði til um- ráða 500 milljón dollara sjóð, sem nota skyldi í þágu afurða- sölu samvinnufélaga. Hér voru samvinnufélögin viðurkennd sem mikilvægur aðili að með- ferð landbúnaðarmála, í fyrsta skipti í sögunni. Ríkisstjórnin sýndi ýmsum þessara félaga þá vinsemd, að veita þeim lán til að auðvelda skiptingu ágóðafjár. Auk þess sem búnaðarráð studdi sam- vinnufélögin í fjárhagserfið- leikum þeirra á krepputímun- um, veitti það þeim einnig að- stoð við stofnun stórra heild- sölufélaga. Þegar Samband búnaðarbankanna var stofnað Framhald á bls. 30. Bandariskir samvinnumenn eru nýtízkulegir sem aðrir þar vestra. Þessa rafmagnsaflstöð hafa þeir reist við Elk River í Minnesota. Er hún knúin með kjarnorku — eitt dæmi af mörgum um friðsamlega hagnýtingu Bandarikjamanna á því ægiafli. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.