Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Síða 11

Samvinnan - 01.11.1963, Síða 11
Ú R BIFREIÐASÖGU** Tímamir breytast og mennirnir með — á sama veg breyt- ast hlutir sem menn þurfa að nota, alltaf er verið að finna upp eitthvað nýtt, betra, fullkomnara, þægilegra og ömggara. Hér á síðunni er lítið sýnishom gamalla strætisvagna sem þræddu götur Lundúnaborgar fyrir mörgum ámm en eru nú orðnir safngripir. Þó ku vera hægt að sjá nokkra þeirra ennþá gegna sínu göfuga hlutverki — að flytja fólk til og frá. B-gerðin. Fvrsti reglulegi mótorvagninn. Kom fram á sjónarsviðið 1910 með sætum fyrir 34 farþega. Þessi háa vfirbygging á afturhlutanum kemur frá hestafarþegaflutn- ingavögnunum, enda arftaki þeirra. Um 1913 voru 2500 vagnar af B-gerðinni á vegunum. í fyrra stríðinu 1914—18 voru 1300 vagnar af þessari gerð „innkallaðir" af hernum til varnaraðgerða í London ásamt 300 vögnum til viðbótar. Strax að stríðinu loknu voru vörubílar teknir í fólksflutninga til að hressa upp á hinn sorglega lélega strætisvagnaflota Lundúnaborgar. B-gerðin var í notkun allar götur fram til ársins 1926. NS-gerðin kom fram árið 1923 og þá opinn á efri hæðinni. Hin lága staðsetning þyngdarpunktsins minnkaði gólfliæð- ina, og einnar tröppu brautarpallur gerði það að verkum að hægt var að setja þak á vagninn, því andstaða lögreglunn- ar fyrir því var ekki til eftir 1925. Það var ekki aðeins að þök væru sett á NS-gerðina heldur voru þeir líka með slöngu- hjólbörðum, og seinna afþiljuðu ökumannsrými með rúðum. Þessir vagnar hurfu úr umferð um 1935, eftir að Vagnafé- lagið í London hafði verið sameinað Lundúnaflutningum. I MAPLES Fine Furniture 1 ' 11 J ’ ■ Zll ST-gerðin kom fram á sjónarsviðið 1930. Á þessum vagni var stutt á milli hjóla, en að öðru leyti var þessi gerð ein- konar fjögurra hjóla útgáfa af LT-gerðinni. Vagnafélagið í London notaði ekki aðeins sjálft þessa vagna heldur seldi þá líka til ýmissa minniháttar félaga. Fyrirtækið Tillings notaði þá gerð vagnanna, sem voru opnir að aftan. Árið 1933 voru öll fyrirtækin sameinuð undir eina stjórn, hið nýstofnaða Farþegaflutningaráð Lundúnaborgar, en vagnar þeir er voru á utanbæjarsvæðinu voru grænmálaðir. Síðasta vagnagerð Vagnafélagsins í London var STL-gerðin frá 1932. Efri hæðin á honum kom fram yfir ökumannshúsið eins og á öllum vögnum í London í dag. T-gerðin, vagn Grænu leiðarinnar, einn af þeim fyrstu sem fór hinar löngu leiðir Grænu leiðar lnaðferðarinnar. í seinna stríðinu voru þeir teknir úr umferð, og sumum var breytt í sjúkrabíla. 1946 voru þeir teknir í notkun aftur, í sömu áætlunarferðir og þeir höfðu verið í fyrir stríðið. Þessi vagn var tekinn í notkun 1931, tekinn frá Grænu leiðunum 1938 breytt í strætisvagn í stríðinu og að Iokum tekinn úr um- ferð 1950. Hann hefur sæti fyrir 30 farþega og hefur í einu og öllu verið gerður í það stand eins og hann var 1931. S-gerðin er frá 1920 með 54 sætum. Líkt og 46 sæta K-gerð- in, er kom árinu áður, var S-gerðin með bílstjórasætið við hlið SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.