Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.11.1963, Blaðsíða 12
Af erlendum vettvangi: Svo er að sjá, að demón illinda og ósamlyndis ætli seint af Alsíringum að ganga, þeirri marghrjáðu þjóð. Ekki höfðu þeir fyrr náð langþráðu sjálfstæði að lokinni margra ára stiga- mennsku, en mestur hluti evrópskættaðra íbúa lands- ins hafði sig á brott; sá hluti landsfólksins, sem vegna menntunar, starfs- hæfni og framtakssemi var langlíklegastur til þrifa hinu nýja ríki. Og ekki nóg með það: frelsishetjurnar, sem blandað höfðu blóði og svita um löng og ógnvænleg styrjaldarár, höfðu naum- ast náð takmarki sínu áður en þær færu að reisa flokka hver gegn annarri. Ben Bella, íölleitur og þumbara- legur náungi, sem gat sér mikla frægð fyrir svelti í fangelsum Frakka, náði fljótt undirtökunum, en er þó varla öruggur með þau enn. Hafa andstæðingar hans og fyrrverandi vopna- bræður, sem telja hann full ráðríkan og einræðisgjarn- an, helzt fundið hljómgrunn hjá Kabýlum, harðskeytt- um, berbneskum fjallaþjóð- flokki, sem telur um eina milljón manna í Alsír og Túnis. Þetta er ekki í fyrsta sinn að ljósið beinist að Kabýl- unum og frændum þeirra á leiksviði sögunnar, þó lengstum hafi aðrir farið með aðalhlutverkin. Þegar fyrst fóru sögur af löndum og þjóðum Norður-Afríku, byggðu þeir Atlaslöndin að mestu eða öllu leyti, en nú eru þeir aðeins í nokkrum fjallahéruðum, einkum í Marokkó, svo og á víð og dreif um Saharaeyðimörk. Grikkir kölluðu þá Berba, og loðir það heiti við þá enn í dag. Mál þeirra eru ham- ísk, skild fornegypsku, en gerólík arabísku og öðrum semískum málum, þótt upp- runalega kunni þau að vera af sömu rót. Mannfræðilega séð eru Berbar töluvert sundurleitir; flestir eru þeir meðalmenn vexti, dökkir á húð af erönum að vera, og þybbnari og kringluleitari en Arabar, en ljóst hár og blá augu eru ekki heldur ó- algeng meðal þeirra. Þeir þykja bera af mörgum hvað snertir þrek og þraut- seigju, eru heiðarlegir í við- skiptum, gagnstætt því sem algengt er um Araba. Þegar í fornöld voru Berb- ar orðlagðir fyrir hörku og grimmd í orrustum, og bæði það og hinar torsóttu fjalla- byggðir þeirra gerðu það að verkum, að erfitt var að undiroka þá að fullu. Að- vífandi ránsþjóðir urðu því Ben Bella — klókur stjórn- málamaður, sem hefur sýnt, að honum lætur jafnvel að beita veglyndi og sviksemi. En Kabýlarnir geta orðið honum erfiður biti að kyngja. að láta sér nægja hin til- tölulega aðgengilegu strand- héruð. Svo var um Karþ- verja, sem voru hvað fyrstir Framhald á bls. 29. Eftirhreytur í Alsír vélarinnar en ekki fyrir aftan liana. Hinar beinu hliðar og hjólhlífamar gerðu það að verkum að hægt var að hafa sætin þversum á neðri hæðinni, eins og er í vögnunum í dag, í staðinn fyrir eins og áður tíðkaðist að hafa sætin meðfram hliðunum. Háa yfirbyggingin á S-gerðinni sann- færði yfirvöldin um að stórir vagnar væru öruggir og há- marks hlassþungi var færður úr 7 í 8Yz tonn. Tekinn úr notkun 1931. LT-gerðin frá 1929. Fyrstu 150 vagnarnir höfðu stiga út úr hliðinni og rúmuðu 60 sæti. Þá var útlitinu breytt í það horf sem sézt hér á myndinni, með yfirbyggðum stiga og 56 sætum. A árunum 1930—31 voru gerðar tilraunir með að nota olíuvélar í stað benzínvéla, og meirihlutinn út- búinn með dieselvélum eftir 1940. Raunverulegur endingar- tími margra vagna af LT-gerðinni varð meiri vegna stríðs- ins og nokkrir þeirra voru ennþá í notkun nærri tuttugu árum eftir að þeir komu fram. A-l, rafknúinn vagn, er frá 1931. Tekinn úr notkun 1947. Fyrstur þeirra sem seinna átti eftir að mynda heimsins stærsta flota rafknúinna vagna. Einn af 60 álíka ökutækjum sem koma í stað sporvagnanna á Kingston svæðinu. Þessir vagnar eru þekktir undir uppnefninu „svikarar", hafa raf- magnsmótor undir fremri vélarhlífinni. — Rafknúnu vagnarnir komu stöðugt í stað sporvagnanna þangað til 1939. Eftir stríðið komu þó venjulegir vagnar í stað spor- vagnanna og í maí 1962 komu rafknúnu vagnarnir að öllu leyti í stað venjulegu vagnanna. 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.