Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Side 13

Samvinnan - 01.11.1963, Side 13
SPRENGINGIN í HALI FAXHÖFN Þegar franska vöruflutningaskipið Mont Blanc sprakk í loft upp í höfninni í Halifax í Kanada 6. desember 1917, var sú sprenging líklega hin mesta, sem sagan greinir frá af mannavöldum, unz atómbomban kom til sögunnar. Enda var skipið fermt með 3000 smálestum af TNT-sprengiefni og 2300 smálestum af eldfimri sýru. Eldur kom upp í skip- inu er það rakst á annað skip. Komst hann brátt í farminn og var þá ekki að sökum að spyrja. Eldsúlan frá sprengingunni náði 300 feta hæð. Tjónið varð gífurlegt, einkum í höfninni, þar sem fjöldi skipa lá. Að minnsta kosti 2000 manns fórust, og um 8000 hlutu meiri eða minni meiðsli. Hver einasti gluggi í borginni molnaði mélinu smærra, og eldar komu víða upp, þar sem glóandi tætlur úr hinu sundurtætta skipi komu niður. Um 200 manns blinduðust, er loftþrýstingurinn feykti gler- brotum í augu þeirra. Margar byggingar hrundu saman eins og spilaborgir, og jafnvel í 60 mílna fjarlægð var loftþrýstingurinn nógu mikill til að brjóta rúður og koma lausum hlutum á hreyfingu. Elgurínn — þraut Hér er elgur á hlaupum úti í skógi. Hann er dálítið sérkennilegur, settur saman úr tölustöfum. Sérðu, hvaða tölustafir það eru, og hve margir af hverjum? Lausnina er að finna neðarlega á síðunni. Annað bréf .... Framhald af bls. 16. fólk á íslandi. En því er liollt að muna, að félagshvggja er viturlegt hugarfar, og því er skylt að vita að samvinnufé- lögin eru hjálpartæki sem um munar í sköpun landsbyggðar- innar. Samvinnufélögin ein eru ekki þess umkomin að endur- bæta heiminn, svo sem með þarf. En án þess undirbúnings, sem jarðvegur hins dáfríða dals hefur notið í 80 ár frá hendi samvinnufólksins, hefði ekki vaxið hið fagra býli og frið- sæla heimili, sem hér hefur verið notað sem stef í lítilli blaðagrein. Páll H. Jónsson. •iuuis nuia o So mn -uuis mmij i ‘umuuis xos g ‘aBASt.icí 9 ‘iuuis nui9 L ‘iuuis nui9 8 '9J ?m mnuSi9 in jn :iuuijm!i(JsSi9 n usnnq SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.