Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 15
DRAUMAR RÆTAST Flóttinn frá ... Pramhald af bls. 8. kergja og sparsemi voru ekki lengur að neinu metnar, ]jráði að losna undan slíkri byrði. Það var einföldust lausn að gefast upp og fela öðru og ægjandi valdi forsjá sína og framtíð. Á þennan hátt hófst hið „autoritæra“ þjóðfélagskerfi Þýzkalands og annarra Evr- ópulanda. Sálfræðilega var það mögnun sjálfsvitundar og sjálfstæðis einstaklings- ins, er hann hvarf inn í stóra heild, sem hlaut vax- andi áhrifamagn og sann- færingarþunga. Raunveru- lega var það aftur á móti útþurrkun sjálfstæðs vilja, glötun í hópsál, sem stjórnað var af foringjanum, hinum sterkasta, sem elskaði og dáði máttinn, en hataði og fyrirleit allt, sem var minni máttar, allt viðkvæmt og veikt. Slíkan flótta frá frelsinu er ekki hægt að stöðva, ef frelsið skapar hinum mátt- armeiri forréttindi og til- gangur þess og takmark verður að kúga og lítillækka eða skerða hlut og minnka. Frá slíku frelsi munu menn ævinlega flýja til öfgastefna, sem fela í sér afnám þess. IV. En flóttinn frá frelsinu getur líka tekið aðra stefnu, þar sem frelsið býður ekki upp á neina slíka ógnun. — Þannig er því varið í lýð- ræðissamfélögum Vestur- landa, hinum svokölluðu vel- ferðarríkjum. — Þar verður einnig vart flótta frá frels- inu. Ástæðurnar til þessa flótta eru allt aðrar. Aðalástæðan er sá vandi, sem frelsið leggur einstaklingunum á herðar. Vandinn mikli felst hins vegar í því að hafa sjálfstæðan vilja og sjálf- stæðar skoðanir. í frelsinu er fólgin krafa að vera per- sónuleiki. Til þess er ætlast, af hverjum einstaklingi, að hann eða hún tjái sig í þjóð- félaginu, ekki til að niður- brjóta það og valda truflun og erfiðleikum (eins og sá, sem hrifsa vill til sín sem mestan skerf án tillits til annarra) heldur eins og sá, sem vill gefa samfélaginu af hæfni sinni bæði líkam- legri og andlegri og verða á þann hátt skapandi aðilji í mótun og framþróun. Það eru aðeins velferðar- ríki Vesturlanda, sem skap- að hafa þegnum sínum slíka aðstöðu. Þar með er hafinn algerlega nýr þáttur í þró- unarsögu mannkynsins. En slík þáttaskil hafa að sjálf- sögðu hinn mesta vanda í för með sér. Slík aðstaða fel- ur í sér meiri ábyrgð en lögð hefur verið á herðar nokk- urri kynslóð fyrr. Vandinn að skapa með sér persónuleika er ótrúlega mikill. Þetta hafa Vestur- landaþjóðirnar fengið að reyna nú þegar og munu verða þess varar með vax- andi þunga á næstu áratug- um. Frá þessum vanda vilja menn því næsta eðlilega flýja. Og flóttinn er í sjálfu sér ofur einfaldur og tæki- færin til hans hvarvetna. — Flóttinn frá frelsinu í vel- ferðarríkjum Vesturlanda er að skapa nýja manngerð, hina „automatisku“, mann- gerð með viðbrögðum sjálf- salanna. Einkennin eru af- sölun eigin persónuleika. í stað hans koma skoðanir, hugmyndir, vilji og þrár annarra. Eru þessar að- fengnu hugsanir og tilfinn- ingar látnar í ljósi eftir því sem við á hverju sinni og án dýpri snertingar eða per- sónulegra tengsla. Augljóst er, að ótrúlega mikið af áróðri, auglýsing- um, boðun kenninga og hug- mynda er á Vesturlöndum í dag miðað við viðbrögð og þarfir þessarar manngerðar. Furðu oft er að því stefnt að sljóvga dómgreind og skapa uppgjafarhneigð, sem leiðir til þægilegrar nautnar. Af engu stendur lýðræðis- skipulagi Vesturlanda og framþróun mannkynsins meiri ógn í dag en þessum flótta frá frelsinu, sem ger- ist æ augljósari í mörgum Laugardaginn 31. ágúst sl. rættist einn af gömlum draumum samvinnumanna á íslandi. Þann dag tók til starfa í Bankastræti 7 í Reykj avík Samvinnubanki íslands. Langt er síðan leiðtogum samvinnufélaganna hér á landi var Ijóst, að samkvæmt eðlilegri þróun og vexti sam- vinnuhreyfingarinnar, hlyti fyrr eða síðar að koma að því, að samvinnumenn stofn- uðu sinn eiginn banka. Hin- ar ýmsu stéttir og starfs- greinar þjóðarbúsins höfðu eignast banka, sem við þær eru kenndir, sjávarútvegur- inn, landbúnaður, iðnaður- inn og einkaverzlunin. Þótt enginn þessi banki leysi að fullu lánsfjárþörf þeirrar starfsgreinar, sem hann er kenndur við, hefur þó stofn- un þeirra og tilvera þótt sjálfsagt mál. Svo hlaut löndum. Takist ekki að stöðva hann í tíma og vekja af dásvefni andvaraleysisins, getur það táknað skipbrot fegurstu drauma mannkyns- einnig að fara um sam- vinnufélögin, þar sem þau hafa notið frelsis og réttinda til vaxtar og þroska. Heillavænlegt spor í þessa átt var það, þegar Sam- vinnusparisjóðurinn var stofnaður, 1954. Eftir 9 ára starf hans hefur nú Sam- vinnubankinn tekið við öll- um skyldum og réttindum Samvinnusparisjóðsins og hafið starf sitt í ágætum húsakynnum í Bankastræti. Samvinnusparisj óðurinn óx og dafnaði með eðlilegum og ágætum hætti undir st j órn hinna mætustu manna, þeirra hinna sömu og nú stjórna Samvinnu- bankanum. Fjölmargir sam- vinnumenn skildu, að sams konar samhugur, félags- hyggja og samstaða sem staðið hefur að baki kaup- félaganna og Sambandsins, Framhald á bls. 27. ins. Afleiðingarnar yrðu frelsissvifting með valdatöku öfgastefna til hægri eða vinstri. Guðmundur Sveinsson. Vel er vandað til húsakynna Samvinnubankans, eins og myndin, sem tekin er í afgreiðslusalnum á neðri hæðinni, ber með sér. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.