Samvinnan - 01.11.1963, Side 17
Ýmsa mun furða á þess-
ari fyrirsögn, því hvar skyldi
nyrsta þjóðfélag vort vera að
finna, og er hægt að komast
þangað með því einu að setj-
ast inní langferðabifreið? Já,
víst er það hægt, að ekki sé
sagt að það sé eina aðferðin
eins og nú standa sakir. Maður
fer þangað eftir nyrsta vegi
veraldar, og án þess að vera
smeykur við að aka of langt,
því lengra nær vegurinn blátt
áfram ekki. Nánar tiltekið
skiptir hitt og meiru máli,
hvar upphaf hans er, og í
stuttu máli sagt byrjar hann
hjá bandarísku stöðinni við
Thule á Grænlandi.
KURT LAUSTEN:
Grænland er nú hluti af
Danmörku. Að minnsta kosti í
orði kveðnu. Á hinum síðari
árum hefur ferðalíf í Dan-
mörku aukist í stórum stíl, svo
að aldrei hefur verið ferðast
þar meir en nú.
í fyrstunni liggja leiðir til
hinna suðlægari landa, og þá
nánar tiltekið til Miðjarðar-
hafsstranda, Rívíerunnar, Mal-
lorka og fleiri staða. Að sjálf-
sögðu veldur þessu fyrst og
fremst þráin eftir að kynnast
öðrum löndum, og því næst að
njóta sólskins og hlýju. En
sakir hins skammvinna sum-
ars í Danmörku, má segja að
hið síðarnefnda sé þegar að
verða aðalorsökin.
En til þess að stórrekstur
geti hafist og dregið arnsúg í
flugnum, þarf eftirspurnin
stöðugt að aukast, og það er
einmitt það sem er að gerast.
Hafi menn legið árum saman
og sleikt sólskin Suðurlanda,
mettast þeir af því smám sam-
an og þá beinist ferðahugur-
inn til nýrra átta og með nýj-
um áttum til fjarlægari staða.
Sé þá haldið lengra suður á
bóginn, verður sólskinið föru-
nautur mannsins, og þá getur
IHÚPFERÐ MEÐ LANGFERÐABÍL
það fyrirbrigði hent, að hann
fái nóg af því í bili.
En þar sem nú er hægur
vandi að komast langar leiðir,
og það fyrir tiltölulega hóf-
stillt gjald, ja, þá fer að vakna
þörfin eftir að sjá fjarlæga,
framandi staði og menninguna
þar.
Hver heimsálfa, jafnvel
hvert land og hver kynstofn
hefur sín sérkenni og sína
menningu upp á að bjóða, og
að minni hyggju ætla ég að
það sé ein hin mesta ánægja
og auður, er manninum geti í
skaut fallið, að sjá og komast
í kynni við aðra menningu en
sína eigin. Hver þjóð og menn-
ing hennar er aðeins ein af
mörgum, og eins og allar hinar
er hún ímynd góðs og ills.
Helztu og þá einkum elztu
menningargreinar heims, eru
flestum aðgengilegar, ekki sízt
okkur, sem búum í tempraða
beltinu, þar sem þær er flest-
ar að finna umhverfis Mið-
jarðarhafið. En menningar-
löndin eru ekki einungis norð- A myndinni sJást hús gömlu Thulestöðvarinnar (verzlunarstöðv-
an og vestan við Miðjarðarhaf- ar Knnd Rasmussen). 1 baksýn er f.iallið Umanak (Hjartað).
ið, á þeim slóðum, sem við
höfum einkum kynnst, heldur
sannarlega ekki síður fyrir
sunnan það og austan. Og með
tilliti til þess, eru nú ferðir til
Grikklands, fsraels og Egypta-
lands teknar að færast mjög í
vöxt, og ekki dýrari en svo, að
almenningur ræður við.
Að undanteknum flugferð-
unum, er verð að jafnaði miðað
við, að lagt sé af stað frá
landamærum. Svo er það að
minnsta kosti, þegar um suð-
urferðir er að ræða. Þá er far-
gjaldið reiknað frá Padborg,
er stendur við þýzku landa-
mærin.
Framh. á bls. 28.
til norðlægustu þjóðar heims,
og um upptöku skemmtiferða
til norðurhjarans
Vetuisetukofi Thuleeskimóa gerður að mestu úr grjóti, þéttuðu
með mosa.
SAMVINNAN 17