Samvinnan - 01.11.1963, Síða 21
Öll líkindi eru til þess að pottaplönturnar ykkar hafi tekið
að sama skapi — og þá er ekki úr vegri að athuga möguleikana
miklum þroska yfir sumarið. Þá hafa ræturnar auðvitað vaxið
á því að sjá þeim fyrir rýmri krukkum.
Þarf að skipta um krukku?
Takið krukkuna í vinstri
hönd og sláið krukkuröndinni
(þó ekki mjög fast) við borð-
plötu eða eitthvað annað, sem
fast er fyrir. Þá ætti moldar-
klumpurinn að losna úr krukk-
unni. Ef að nýjar rætur sjást
yzt í klumpnum, er nauðsyn-
legt að setja plöntuna í stærri
krukku.
Setjið dálítið af
rakri, efnaríkri mold undir í
nýju krukkuna, áður en þið
setjið klumpinn með plöntunni
í hana. Ekki má reyna að
þrýsta klumpnum saman eða
rífa hann sundur, þá eyðileggj-
ast bara allar hinar mörgu og
fíngerðu smárætur.
Millibilið milli krukku og
klumps
á að fylla með mold. Gæta skal
þess, að moldin fylli bilið vel
upp. Hæfilegt borð skal vera á
krukkunni, svo hægt sé að
vatna plöntunni almennilega
án þess að út af flói.
Plantan á að vera vel föst í
pottinum.
Gæta skal þess að troða nýju
moldinni vel niður með klump-
inum. Bezt er að nota til þess
þumalfingur báða, á þann hátt,
sem myndin sýnir. Á sjálfan
klumpinn (gömlu moldina)
skal hins vegar ekki þrýsta.
Að verkinu loknu skal vökva
plöntuna vel.
Einnig plöntur þurfa olnbogarúm
Rök Shaw
Shaw fékk einu sinni reikning sendan vegna bókar nokk-
urrar. Að nokkrum dögum liðnum sendi hann reikninginn
aftur til bóksalans með eftirfarandi tilskrifi:
Herra minn!
Þessa vitlausu bók hef ég aldrei pantað. Hafi ég gert það,
hafið þér að minnsta kosti aldrei sent mér hana. Hafið þér
sent mér hana, hef ég að minnsta kosti fengið hana. Hafi
ég fengið hana, hef ég líka borgað hana. Hafi ég ekki borg-
að hana, geri ég það ekki héreftir.
Yðar G. B. S.
Það er leikur einn
fsiöfrD
POLYTEX #
PLASTMÁLNINGIN SEM ER
SÉRLEGA aFERÐARFALLEG
AUÐVELD í NOTKUN, ÞEKUR
MJÖG VEL OG FÆST í MIKLU
ÚRVALI FALLEGRA LITA
POLYTEX
PLASTMÁLNINGIN
SKER SIG ÚR
ÞVÍ LITIRNIR
HAFA ÓVENJU
MILDAN
OG DJÚPAN BLÆ
Gerið heimilið hiýlegra og vistlegra með Polytex
SAMVINNAN 21