Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Page 23

Samvinnan - 01.11.1963, Page 23
Blue Tick klifraði stirðlega niður af vöruvagninum við komuna til New York. Hann hafði aldrei komið til borgar- innar áður, en hann vissi vel, þegar leiðarenda var náð. Það var orðið langt síðan hann ferðaðist með vörulestunum um landsbyggðina sem laumu- farþegi, og það var líf, sem gomul SKIILD ekki var auðvelt að gleyma. Maður er settur í steininn, ungur og sterkur, og látinn dúsa þar fram á gamals ár, en hinu innsta eðli er ekki hægt að breyta á þann hátt. Blue Tick stóð hreyfingarlaus í skugganum og fylgdist með leitandi geisla frá vasaljósi varðmannsins. Þegar færi gafst yfirgaf hann brautarstöðina og hóf lokaþátt leitarinnar að Sledge. Sledge, sem nú var orðinn frægur, bjó einhvers staðar í New York. Konungur banjó- leikaranna var hann kallaður. Hann átti hönk upp i bakið á gamla Sledge, og nú var hann kominn að krefja skuldina. Hann hló að hugsuninni um það, hve hissa Sledge mundi verða við að sjá hann aftur eftir svo mörg ár. Það hlaut að vera nálægt fjörutíu árum, hélt Blue Tick. Fjörutíu arg- vítug ár. Þrjátíu og fimm að minnsta kosti. Hann var löngu hættur að hafa á þeim tölu, því hann hafði fyrir löngu síðan gefið upp vonina um náðun fyrir góða hegðun. Átta eða tíu sinnum hafði verið skipt um fangelsisstjóra áður en nokkrum datt í hug að náða hann. Að lokum var honum sleppt. Ástæðan var sú, að hann þótti ekki lengur mat- vinnungur vegna elli og stirð- leika. Blue Tick var nú næst- um of gamall til að gera nokk- uð, en það olli honum litlum áhyggjum, þvi að Sledge tæki hann vafalaust upp á sína arma. Hann fékk að sitja í hjá vörubílstjóra, sem ók upp á Manhattan og vísaði honum leiðina til Harlem. Þegar hann kom upp úr undirganginum á 125. stræti, spurði hann fyrsta vegfaranda, sem fyrir honum varð, hvar Sledge væri að finna. — Hvaða Sledge? spurði maðurinn. — Sledge.... hann heitir ekki meira, sagði Blue Tick. — Konungur banjóleikaranna er hann víst kallaður hérna. — Einasti kóngurinn, sem ég þekki, heitir Louis og hann spilar á trompet, sagði mað- urinn. — Ekki er það Sledge, sagði Blue Tick. — Sledge leikur á banjó og syngur með. Gamla söngva og söngva eftir sjálfan hann. Hann bjó til einn um mig einu sinni. — Jæja, ekki langar mig til að heyra það, sagði maðurinn. Gamli Blue Tick horfði beint framan í manninn. — Ég er gamall maður og ekki til stórræðanna, en ég held að mig munaði ekki mik- ið um að jafna um gúlana á aukvisa eins og þér. En ég bara má ekki vera að því. Hann gekk hægt niður göt- una og stöðvaði fólk til að spyrja um Sledge. En enginn virtist vita um hvern var spurt. Hann fór að verða órólegur. Hann var víðsfjarri heimahög- unum og hér var kalt. Hann var nú orðinn of gamall til að spjara sig eins og í ung- dæmi sínu. Alveg síðan hann slapp úr betrunarhúsinu og frétti, að Sledge væri orðinn frægur hér nyrðra og syngi og léki í leikhúsum og þess háttar stöðum, hafði hann reiknað fastlega með því, að hann myndi sjá fyrir sér í ellinni. Það setti að honum hroll í köldum næðingnum og hann hnipraði sig saman. Þá kom hann auga á blindan mann, sem sat í hnipri undir vegg og lék á munnhörpu. Blue Tick gekk til hans og lagði fyrir hann spurningu sína. — Ég þekki hann ekki, sagði blindinginn, — en ég þekkti hann einu sinni. — Hvað áttu við með því? spurði Blue Tick. Hann vissi það vel, en vildi ekki trúa því. Hann vildi ekki trúa, að óheppnin elti sig svo á röndum. — Ég á við, að Sledge er dáinn, sagði blindi maðurinn. — Hann dó í fyrradag. Blue Tick sundlaði. — Varst þú vinur hans? spurði sá blindi. Blue Tick horfði framan í hann. — Já, sagði hann, — gamall vinur. Hann gerði einu sinni vísu um mig; hún segir frá því, hvernig ég fékk nafnið Blue Tick, því ég get góað eins og blue-tick hundur. Blindinginn setti munnhörp- una á varirnar og blés nokkra lága tóna. — Hvernig er lagið? spurði hann. — Ég man ekki lagið, sagði Blue Tick, — en vísan er svona: Manstu hann Blue Tick, sá gat nú gólað já, sá gat spangólað. Þegar hann hóf sína sætu rödd sáust hundarnir læðast brott með lafandi skott. Blindi maðurinn hló. — Þessa vísu hef ég heyrt hann raula einhvern tíma, sagði hann. — Látum okkur nú sjá ... hvernig er nú aftur lag- ið? Hann byrjaði að spila. — Já, þetta er lagið, sagði Blue Tick, — svona er það. — Hlustaðu nú á, sagði blindi maðurinn, þegar hann hafði lokið við lagið. — Ef þig lang- ar til að sjá Sledge, áður en þeir stinga honum í gröfina, þá máttu aldeilis hafa hraðann á. Það á að jarða hann á morgun. Líkið verður kistu- lagt í kvöld hjá útfararfyrir- tækinu Grayson og Co. Þú ætt- ir að komast þangað í tæka tíð ef þú flýtir þér. Það er fyrst þriðja gata til vinstri og síðan önnur til hægri. Við kistulagninguna var svo mikill fjöldi hvíts fólks, að Blue Tick hélt í fyrstu, að hann væri að villast. Hann hafði aldrei grunað, að Sledge ætti nokkurn vin meðal hinna hvítu. Sledge hafði eitt sinn handleggsbrotið hvítan mann með þungum hamri, og það var ástæðan til kynna þeirra í fangelsi nokkru í Arkansas, þar sem hann afplánaði sjálf- ur sinn fyrsta dóm. Síðar, er þeir höfðu verið látnir lausir, hafði Sledge stungið hvítan mann með hnífi í Pass Christ- ian, og fyrir það fékk hann að sitja inni í langan tíma. Blue Tick var einnig stungið inn, því hann hafði staðið hjá og verið vitni að atburðinum. Og hér var nú allt þetta hvíta fólk komið til að syrgja Sledge. Á öðrum stað og öðrum tíma hefði Blue Tick svipast um eftir gálganum. Hann olnbogaði sig gegnum þröngina og litaðist um í saln- um, þar sem kistan stóð. Þar voru næstum engir auðir stól- ar. Fólkið gekk hægt fram hjá kistunni. Þetta fólk var ólíkt betur klætt en þeir vinir Sledges, sem Blue Tick mundi eftir, og virtist harla sorgmætt. Hann kom auga á feitlagna hvíta konu í afar flegnum kjól og með svartan hatt með vín- þrúguklasa, sem stóð lengur við kistuna en nokkur annar og starði niður í hana. Síðan gekk hún frá og snökti ákaf- lega. Blue Tick gamli velti því fyrir sér, hvað Sledge hefði eiginlega gert, sem kom öllu þessu fólki til að láta svona. Kannske var þetta ekki sá Sledge, sem hann hafði þekkt. Hann varð að ganga úr skugga um það. Hann stillti sér upp í röðina næst á eftir magurri ljóshærðri stúlku, sem virtist afar sorgmædd, Blue Tick sannfærðist æ betur um, að blindi maðurinn hefði sagt honum rangt til. Að lokum komst hann að og leit niður í kistuna. Jú, ekki var um að villast, þetta var Sledge. Hann var mikið eldri, reyndar, en stór- skorinn og illúðlegur á að líta, rétt eins og í gamla daga. SMÁSAGA eftir JACK WEEKS Kjólfötin rugluðu gamla manninn í ríminu, en Sledge var auðvelt að þekkja á stóru öri, sem hann hafði hlotið af þungum uppskipunarkrók í New Orleans. Þeir höfðu þá unnið saman við uppskipun. Blue Tick mundi ekki, hvað slagnum olli, en það mundi hann, að þeir urðu að hverfa SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.