Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Síða 26

Samvinnan - 01.11.1963, Síða 26
PER ERIJÐ BLINDUR fyrir öllu því, sem gerist í fyrirtæki yðar, ef bókhalds- kunnáttan er ekki í góðu lagi. Athugið, að BRÉFASKÓLI SÍS kennir Bókfærslu í tveim flokkum og samræmist sá síðari kröfum til VERZLUN- ARPRÓFS. Bókfærsla I, 7 bréf, kennari Þorleifur Þórðarson, náms- gjald kr. 350.00. Bókfærsla II, 6 bréf, sami kennari — námsgjald kr. 300.00. Verzlunarmenn! Bókhaldskunnátta er yður nauðsynleg. Fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið hann til BRÉFA- SKÓLA SÍS, Sarnbandshúsinu, Reykjavík. Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI SÍS Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr. ______________ Heimilisfang um öxl á slóðina, greip í skyrt- una hans Blue Tick og starði beint í augu hans. — Getur þú alls ekki hlaup- ið? — Ég kemst aldrei að braut- arteinunum, sagði Blue Tick. — Ert þú viss um það? — Ég er svo viss um það, að ég er þegar farinn að búa mig undir meðferðina, sem ég fæ, þegar þeir hafa dregið mig aftur til búðanna. — Ef það er þannig ástatt um þig, getur þú gert mér greiða, sagði Sledge. — Ég skal muna þér það og launa þér það einhvern tíma og einhvern veginn. Ég veit ekki, hvenær það verður, né hvernig, en því sem ég hef lofað, það efni ég. — Hvað viltu að ég geri? sagði Blue Tick. — Hlustaðu nú á,.. þú skríð- ur eins langt og þú getur, — þessa leið. Hann benti í austur, í átt- ina frá járnbrautarteinunum. —Og svo held ég áfram leið- ina sem við vorum búnir að ákveða. — Hvaða gagn höfum við af þvi? sagði Blue Tick. — Við höfum ekkert gagn af því, en ég hef gagn af því. Þegar þú hefur skriðið dálítinn spöl, þá byrjar þú að gelta eins og hundarnir þarna. Þú veizt sjálfur að þú getur gert það svo að allir láti blekkjast. Þú lokkar einfaldlega verðina til þín, Blue Tick, þú ert bú- inn að vera hvort eð er, eða það segir þú sjálfur. Og þegar þeir ná þér þarna austurfrá, er ég kominn langt vestur á bóginn. Hvað segir þú um þetta? Blue Tick leit upp til hans og reyndi að rísa á fætur, en gat það ekki. — Ja, þá segjum við það bara, sagði hann. — Þú ert góður félagi, sagði Sledge. Hann sló á öxlina á Blue Tick og hljóp svo af stað. Blue Tick skreiddist yfir ána og byrjaði að mjaka sér í austur- átt. Öðru hvoru stanzaði hann og gólaði langdregið og inni- lega. Svo glotti hann við til- hugsunina um að rödd hans bærist nú í gegnum skóginn og villti verðina af réttri leið. Það leið ekki á löngu, þar til þeir náðu honum, en þó nóg til að Sledge fékk þann frest, sem hann þurfti til að komast út úr fylkinu. Reglubróðirinn hafði lokið ræðu sinni, og Blue Tick sneri huganum aftur að salnum, þar sem Sledge lá í kistunni, og leit í kringum sig, eftir því er myndi gerast næst. Næst stóð upp hvítur maður. Hann var fölur og magur íklæddur peysu með háum kraga. Hann hélt á gítar og settist á stól við kist- una og byrjaði að syngja nokkra af söngvum Sledge. Hann söng þá með bjartri skærri röddu, sem ekki var vit- und lík bassaröddu Sledges, en Blue Tick áleit að hann gerði það af góðum hug, og það var gaman að heyra þá aftur, jafnvel af vörum manns, sem aldrei hafði lagt svo mikið sem einn metra af járnbrautartein- um eða þjóðvegi með hlekki um fætur. Næst var það feitur maður í smoking, sem reis á fætur og sagði: — Já, herrar minir og frúr, þá er þessari litlu minningar- athöfn lokið að frátöldu einu atriði. Hann leit í kringum sig í salnum og hreyfði hendurnar vandræðalega. Konan með vín- berjahattinn hvíslaði að sessu- naut sínum: — Hlustaðu á, Ruby. Alltaf skal hann gera sjálfan sig að siðameistara og belgja sig út. Honum finnst sjálfsagt leið- inlegt, að hér skuli ekki vera hátalarakerfi. Feiti maðurinn ræskti sig: — Ég veit fyrir víst, að allir, sem hér eru staddir, höfðu mikið dálæti á Sledge, rétt eins og ég. Hann söng svo oft í matsöluhúsi mínu, að... já, hann var nánast eins og einn af fjölskyldunni. Ég veit satt að segja ekki, hvernig við hefðum farið af án hans. — Nei, það veiztu ekki, hvísl- aði konan með vínþrúguhatt- inn. — Ætli þú neyðist ekki til að loka kránni. — En þrátt fyrir það, að Sledge nyti óhemju vinsælda, hélt feiti maðurinn áfram, — þá hafði hann aldrei miklar tekjur og lagði ekkert til hlið- ar af þeim. Það er sorgleg staðreynd, að hann yfirgaf þennan heim án þess að láta eftir sig nægilegt fé til að... til að ... 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.