Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 28
í hópferð með .... Framhald af bls. 17. En auk suöurmarkanna hef- ur Danmörk og landmæri að norðanverðu. Það eru hins vegar fáir, sem þekkja nokkuð til þeirra, hafa naumast hug- mynd um, hvað þau heita, auk heldur hvar þau liggja, og yf- irleitt, hvort þau eiga sér nokkurn endi. Þó takmarka þau umráðasvæði vort á norð- urhjara heims, sem er eitt hið sérkennilegasta í víðri veröld, að ekki sé beinlínis sagt hið eina sinnar tegundar. Á það ekki einungis við að því er landslag snertir, heldur og menningu íbúanna, eins og fyrr var sagt. Hvert einasta belti jarðar- innar, þar með talið heim- skautsbeltið, sem að réttu má einnig nefna kuldabelti, hefur uppfóstrað sína íbúa. Hafa þeir svo á grundvelli þess veð- urfars sem á hverjum stað ríkti, sem og sínum verkfærum, byggt upp sína eigin menn- ingu ásamt tilheyrandi sið- fræði. Hvort hin síðarnefnda er sjálfgerð, eða henni hefur verið þrengt upp á þá af mönn- um frá öðrum menningarsvæð- um, er betur þóttust vita, skal ósagt látið. Vér vitum að kristna trúin leggur játendum sínum strang- ari skyldur á herðar en nokk- ur önnur trúarbrögð, í þá átt að koma þeim meðbræðrum sínum er minna vita eður alls ekki, í réttan skilning um lífið og hversu því skuli lifað í samfélagi við aðra menn. Og á Grænlandi, sem smám saman varð danskt land, hefur hún einnig rutt sér til rúms með harðri hendi. Öll þekkjum við víkingana, höfum lesið og hlustað á sög- urnar af þeim, um lifnaðar- hætti þeirra og sérkennilega goðatrú. Hrottafengnir og her- skáir voru þeir, þessir menn, en eigi að síður erum við stolt- ir af því að vera af þeim komnir, enn þann dag í dag, og ekki að ástæðulausu. Því þó ekki sé annað, eigum við þeim að þakka hið mikla ríki er þeir skópu á sinni tíð, en frá því höfum við nú Grænland að leifð. En Grænland, hinn mikli ísgeymir, lengst norður í höf- um, handan íslands, er einu leifarnar sem eftir eru til minja um ísöldina ægilegu, sem eitt sinn þakti mikil svæði jarðar, og teygði jafnvel hramma sína inn yfir litla móðurlandið okkar (Danmörk) fyrir rúmlega 10.000 árum síð- an. Af henni er nú ekki annað eftir en vissar myndanir í jarð- skorpunni. En í þessu norð- læga amti Danmerkur, stend- ur ísöldin enn sem bláber raunveruleiki, sérkennileg og fögur náttúra, sem einungis örfáum auðnaðist að líta, allt fram á síðustu ár. Ollu því að sjálfsögðu fyrst og fremst roknalangar, erfiðar og rán- dýrar ferðir, og svo öðrum þræði hitt, að þangað til fyrir tíu árum síðan var Grænland ferðamönnum lokað land. En samkvæmt hinni nýju umbótalöggjöf, sem á að gera gamla Grænland samstíga öðrum hlutum ríkisins, var það og jafnframt opnað fyrir ferða- mönnum. Breytingar þær sem leiddu af þessum lögum, hafa þó reynst hvorugum aðilanum auðveldar, svo óhjákvæmilegar sem þær voru samkvæmt tím- anna rás. Þessar skemmtiferðir til landsins, ásamt því er þeim fylgir, munu færa Grænlend- ingum bættan efnahag og nánari þekkingu á öðrum löndum, en áður var. En sam- tímis því jafn mikla óánægju með margt og mikið, sem þeir hafa ekki tekið eftir fyrr. Já, ef við á að nefna syndafallið nú til dags, þá standa Græn- lendingar í sömu sporum og þau Adam og Eva á sínum tíma, eftir að hafa lært að þekkja mismun góðs og ills. Og daglega má finna mismun- inn á Danmörku og Grænlandi sín á milli. Gamalt orðtak segir: Þekktu fyrst þitt eigið land, svo ann- arra manna á eftir. Ein af fremstu ferðaskrifstofum vor- um gerði sér þetta að kjörorði fyrir tveim árum síðan, að því er ferðalög snerti, og er nú Grænland tekið með í ferða- áætlunum fyrirtækisins með aðstoð flugvélanna, og notkun sérleyfisferða, svo forðað sé misskilningi. Ennþá eru Grænlandsferð- irnar á byrjunarstigi, eigi síð- ur en áðurnefndar langferðir til Egyptalands og enn fjar- lægari staða. En með hverju ári fjölgar ferðum þangað, og eftir því sem hinir mestu ferða- langar hafa þreytzt á hinu innihaldslausa lífi Miðjarðar- hafsstrandarinnar með spila- vítum sínum, dýrum nætur- skemmtistöðum og fleiru, þar sem brosið er mætir mönnum, fer eftir seðlaveski þeirra, já, þá mun sumarleyfi á skemmti- ströndum norðurhjarans verða norrænum ferðamönnum hreinasti unaður. Og ég er þeirrar trúar að sá tími nálg- ist hröðum skrefum. Að vísu munu hlýindin á Rívíeru norð- urheims ekki nálgast þau, sem við erum vön. En sé eftir því sótzt að verða brúnn á hör- und, hygg ég að hér sé það jafn gott og ef til vill betra. Hér brennur maður ekki og miklu meiri vissa er fyrir því að brúni liturinn flagni ekki undir eins af aftur. En þær ferðir sem þegar eru hafnar, miðast eingöngu við suðurhluta landsins. Norður- héruðin eru ennþá of langt í burtu, en eru þó eigi að síður allmikið sótt, sakir hinnar öru hervæðingar sem hvarvetna er framkvæmd af miklum móði. Og með hana að leiðarstjörnu skipta útgjöld og fjarlægðir ekki miklu máli. Á kostnað hennar hefur því mörgum Dönum auðnast að líta nokkurn hluta af nyrstu hér- uðum lands síns og enn fleiri eiga það i vændum. Vegabréf- ið að því fá menn einfaldlega með þeim hætti að gerast starfsmenn við bandarísku herstöðina í Thule. Auk nátt- úrufegurðarinnar umhverfis stöðina, gefur hún sjálf hug- mynd um, hversu langt vér menn erum nu komnir í tæknilegri þróun. Sér í lagi þó á sviði eyðileggingar, svo margt er til að hrífast af, þótt hin siðferðilega og samfélagslega hlið málsins sé látin liggja milli hluta. Eins og minnzt var á hér að framan er það flugið, sem gert hefur Grænland að því ferða- mannalandi framtímans, sem það er á leið með að verða, enda fá menn því aðeins full- komna mynd af landinu, að þeir horfi á það úr lofti. Gildir það um langmestan hluta landsins, en einkum þó að austanverðu. En þá hefur mönnum líka auðnast að líta svo hrífandi sjón, að hún mun endast sem ógleymanleg minn- ing í huga ferðamannsins, svo lengi sem honum endist æfi. Að hafa virt fyrir sér þessi tröllauknu náttúrufyrirbrigði, er úfnir skriðjöklar frá hinum volduga meginjökli flæða útí fjarðarhylji, þar sem ísbjörg bresta framan af þeim og reka síðan langar leiðir út með ströndum, þar sem þau mynda skerjagarð iseyja af öllum hugsanlegum stærðum og gerð- um. Þarna Ijóma þau í öllum regnbogans litum, eftir því hvernig sólin skin á þau. Þessum stórfenglegu sjónar- spilum náttúrunnar mætum vér hvarvetna á Grænlandi í stærri eða smærri mynd, og þar á meðal hjá Thule. En þar dvaldist ég um fimm mánaða skeið, við fyrrnefnda stöð. Grænland er mikið land og þó sér í lagi á lengd, og auk þess sem áður getur er veður- farið næsta ólíkt að norðan og sunnanverðu. Sunnan til er það ekki óáþekkt íslandi, álíka miklar rigningar, mýflugna- plága og ýmislegt annað. En einnig sjást þar hin fögru norðurljós, sem oft getur að líta á íslandi að vetrariagi. Sjálfum auðnaðist mér að sjá þessa dýrð á heimleið ylir meginland.-jöklinum eina nóv- embernótt. Við hcfðum lagt upp frá Syðra Straumfirði ki. tvö um nóttú'.a, en um þ i stöð liggur hc-imskautsbar.gur- inn nyrðri. Á leiðinni þaðan og á því klukkustundar flugi sem það tók okkur að komast til vesuirstrandarinnar, lá norð- an megin við flugvélina óslitin breiða af yndislegustu norður- Ijósum og úr lofti að sjá var sem þau næðu alveg niður und- ir ísinn. En þar mynduðu þau ásamt ísnum svo ólýsanlega eldbreiðu, að hægt hefði verið að halda sig kominn í landa- I Thulenýlendnnni búa nokkur hundruð manna við tveggja mánaða sumar og tíu mánaða vetur. Eina lífsbjörgin er dýraveið- ar. Tilvera slíks samfélags verður að teljast ein af furðum veraldar. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.