Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Page 29

Samvinnan - 01.11.1963, Page 29
mæraflug við endimörk ann- ars heims. En uppi í Thule, 1200 kíló- metrum fyrir norðan þessi mörk, sjást þessi ljós ekki, hins vegar er himingeimurinn þar fullur af öðrum og hríf- andi ljósbrigðum, svo sem norð- urstjörnunni og fleiru. Bezt af öllu kunni ég þó við miðnæt- ursólina, og þarna er hún sí- fellt á lofti á tímabilinu frá 28. april til 21. ágúst. Hún er í sannleika hrífandi sjón, og áhrif þau er hún hef- ur á umhverfið í svo kyrru og þurru lofti sem algengt er á þessum norðurslóðum, ollu því, að mér fannst sem stæði ég á hæsta tindi jarðar, eða eins og Ameríkanar sögðu „On top of the \vorld“. Ég þreyttist blátt áfram aldrei á því að leiða augum þá undursamlegu náttúrusmíð, sem þarna er að finna, og ekki gat ég lagst til svefns að kvöldi, án þess að ganga út fyrir og iitast um í landslaginu um- hverfis, svo sem stundarfjórð- ung. Þá fannst mér ætíð sem ég væri staddur i ævintýra- landi. Hið kyrra og tæra loft með útsýn til óravíddar, og fjöllin er spegluðu sig í sjón- um með klakahettur á kolli og sáust þar jafn skýrt og fyr- irmyndin sjálf. Þetta var í sannleika ævintýralegt, en yfir öllu þessu hvíldi himnesk frið- sæld, sem aðeins var stöku sinnum rofin af einskonar bjölluhljómi frá ísjökunum úti á firðinum. Og ekki var nóg með það, því þegar nú sólin gyllti suma staði með geislum sínum en skuggar féllu á aðra, mynd- aðist litadýrð sem á sér enga hliðstæðu. Með þessum hætti gerðist það, að þegar sólar- geislarnir féllu t. d. beint á borgarísinn úti á firðinum, glitraði hann stundum eins og gullnir demantar. Þegar svo hins vegar sólin var handan við jakana, líktist allt saman skerjagarði af skuggalegum hömrum. Já, þarna var hreint alltaf eitthvað nýtt að skoða, meira að segja myndanir og fyrirbæri, sem ég hafði ekki vitað til að væru til. Á ég þar við hillingarnar, hinar svo- nefndu Fata morgana. Þótt nú allur tíminn færi í skyldustörf þarna, varð þó einn dagur undantekning frá því. Danska verkamanna- flokknum við stöðina tókst sem sé að skipuleggja skemmtiferð til hinnar gömlu nýlendu í Thule. Nyrsta þjóðflokks í heimi. Eskimóaþjóðflokks með eigin sérstæða menningu. Menningu, er virðist harla frumstæð í augum umheims- ins. Því það sem hún hefur fram að færa er ekki neinar skrauthallir og engin stórfeng- leg sönnunargögn um sigur- sælar styrjaldir. Aðeins fáeinir kofar úr torfi og grjóti. En hið furðulega við þessi hreysi, sem fráleitt verða metin til mikilla peninga, er, að þau verða naumast skoðuð öðruvísi en sem eins konar, og í mínum augum mikilsverð söguleg fyr- irbæri, ekki síður en pýramíd- arnir í Egyptalandi (afsakið stærðarmun samlíkingarinn- ar). í sjálfri nýlendunni búa ein- ungis 150 manns og að með- töldum nærliggjandi býlum um það bil 400 sálir. En stórfurðu- legt er það og verður að þetta fólk skuli hafa getað haldist við í þessu harðindabæli og það án nokkurrar hjálpar eða sambands við umheiminn. Ef hugsað er til þess, að hvað eina sem því er nauðsynlegt til lífsuppihalds, fæða sem allt annað, verður einungis fengið með dýraveiðum, og það í þeim hluta heims, þar sem að- eins er tveggja mánaða sumar en tíu mánaða vetur. Þar sem nú þar af er tveggja mánaða niðamyrkur, finnst mér það eitt af furðum veraldar vorrar, að tekist skuli hafa að mynda þjóðfélag á þessum slóðum. En staðreynd er að þetta hefur tekist, og það var okkur Dönum mikið ánægjuefni að geta horfið eina dagstund frá stríðsundirbúningnum og á hinn bóginn helgað okkur kynnum við norðlægasta ból- stað lands okkar. Við fengum hinn eina lang- ferðabíl stöðvarinnar til um- ráða og síðan var lagt upp í 30 kílómetra langa leið upp háan fj allishrygg, yfir hann og niður að mannabústað, sem er fyrir handan fjallið, fast við ræturnar á einkennilegu, strokjárnslaga fjalli, sem nefnist Thulefjallið. En Thule- búar eiga hér ekki heima leng- ur. Þeir voru fluttir þaðan ár- ið 1953, fyrir nákvæmlega tíu árum síðan, til annars land- svæðis 160 kilómetrum norðar. Þetta var bein lífsnauðsyn. Hávaðinn í hinum mörgu flug- vélum, er fóru þarna drynjandi yfir á öllum tímum sólarhrings hafði fælt mestan hluta veiði- dýra þeirra Thulemanna burtu af svæðinu. Og ef þeir áttu að halda uppi sínum fyrri lífs- háttum, var þeim enginn ann- ar kostur fyrir hendi en að flýja með þeim. En hinn gamli bústaður þeirra er þarna enn eins og þegar þeir fluttu sig, og þann- ig stendur hann enn þann dag í dag, eins og hvert annað úti- safn, hliðstætt öðrum slíkum sem heima eru í Danmörku, og vitnar um byggingalag og lífs- háttu þá er fornmenn i þessu nyrsta amti lands okkar hafa lifað og starfað við. Það var hinn fegursti sum- ardagur í júlímánuði, þegar við heimsóttum nýlenduna, og mér mun aldrei úr minni hverfa, hvílík áhrif það hafði á mig þá, að sitja hjá þessum gömlu kofum og virða fyrir mér hinn fátæklega heimskauta- gróður, sem nú var einmitt að ná fullum blóma, en bera hann saman við borgarísinn er gnæfði sem bergtröll að baki hans. Þessar andstæður vetr- arprýði og sumarfegurðar í náttúrunni, er hér runnu sam- an í eitt, held ég ekki að hægt sé að finna viða annars staðar. Þær eru sjón, sem hægt er að reyna að rita um, en verður þó að sjá til að skilja. Eftirhreytur í .... Framhald af bls. 12. aðkomumanna í Atlaslönd- um. Berbar mynduðu kjarn- ann í málahersveitum þeirra og er framganga þeirra fræg úr herför Hannibals til ítalíu. En margir þeirra reyndust líka drottnum sín- um ótryggir. Berbneskur höfðingi, Massinissa að nafni, gekk í lið með Róm- verjum og gerðist sjálf- stæður í konungsríki því, er nefnt var Númidía. Niðji hans, Júgúrta, varð frægur af mútum þeim, sem hann beitti með prýðilegum ár- angri gegn rómverskum höfðingjum, sem hann laut þó í lægra haldi fyrir að lokum. Rómverjar kunnu einnig vel að meta her- mennsku Berba og réðu marga þeirra til þjónustu í riddaralið sitt. Á þjóðflutningatímanum lögðu Vandalar strand- byggðir Norður-Afríku und- ir sig, en í fjallabyggðunum voru áhrif þeirra lítil. Á sjöundu öld komu svo Ar- abar æðandi að austan og brutu undir sig öll Atlas- lönd fyrstir aðkomumanna, jafnt strandhéruð sem fjallabyggðir. Fannst Berb- um svo mikið til um þennan dugnað, að þeir tóku Mú- hameðstrú og gengu í stór- hópum undir stríðsfána spámannsins í von um frek- ari sigurvinninga og ráns- feng. Mynduðu þeir kjarn- ann í liði Araba, er þeir hertóku Spán, og sjálfur yfirforinginn í þeirri her- ferð, Tarek, var Berbi. Berbar þeir, er í fjöllun- um bjuggu, skiptu lítt um lífshætti og menningu þrátt fyrir trúarskiptin, og enn í dag þykja þeir öllu umburð- arlyndari í trúarefnum en hinir arabískumælandi ná- grannar þeirra. En strand- héruðin urðu fljótlega ara- bísk að máli og menningu, og sú þróun hefur haldið á- fram, jafnt og þétt, fram á þennan dag, þannig að nú mun aðeins rúmur tíundi hluti Alsíringa mæla á berb- neska tungu. Þegar Frakkar tóku að brjóta undir sig lönd í Norður-Afríku, urðu Berbar þeim allra andstæðinga þyngstir i skauti. Frægast- ur berbneskra sjálfstæðis- leiðtoga á þeim tíma varð Abd-el-Krim, sá er stýrði frelsisbaráttu Riffa í Mar- okkó gegn Frökkum og Spánverjum sameinuðum. En margir Berbar gengu einnig á mála hjá Frökk- um og gátu sér góðan orðs- tír. Þegar sjálfstæðisbarátta Alsíringa undir stjórn Ben Bella og félaga hans hófst, létu Berbar sízt sitt eftir liggja, enda varð helzta hér- að þeirra, Kabýlía, eitt aðal- hæli uppreisnarmanna. En Arabar hafa lítið umburð- arlyndi til handa þjóðern- isminnihlutum í löndum sínum, eins og Kúrdar í írak hafa eftirminnilegast mátt sanna. Hætt er því við, að Kabýlunum þyki nú sinn hlutur i Alsír frjálsu heldur rýr, en jafnhætt er við hinu, að það sé nú heldur seint séð. Ef til vill verður þetta síðbúna viðnám Kabýla skráð í seinni tíma sögu sem fjörbrot hamiskrar menn- ingar Atlaslanda í lok þús- und ára átaka við arabísku flóðölduna. dþ. SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.