Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.11.1963, Blaðsíða 30
INUM Á MARKAÐINUM Á MARKAÐINUM Barnaúlpur frá Heklu Nýkomnar eru á markaðinn frá Fataverksmiðjunni Heklu, Akureyri, vattfóðraðar nælonúlpur á börn og unglinga, í stærðunum frá 4—16. Yfirborðið, sem er úr 100% næloni, er stungið, og fóðrið er í sama lit, einnig úr 100% næloni. Úlpurnar fást í þremur litum, dökkbláum, svörtum og grænum. Úlpur þessar eru sérstaklega léttar og skemmtilegar í meðförum. Hetturnar eru sérlega haganlegar, því það má rúlla þær saman og hneppa niður, ef vill, og nota þær þannig fyrir kraga. Blóm í kjörbúðum Margar kjörbúðir í Svíþjóð hafa nú meðal annars tekið upp sölu á blómum og kvað hafa gefist vel. Blómin koma í búðirnar beina leið frá garðyrkjumanninum, pökkuð í plastumbúðir, til dæmis þrír túlípanar eða svo í hverjum pakka. Eru síðan fimm eða sex slíkir vendir hafðir frammi við í búðinni, en afgangurinn geymdur í kælinum. Plast- umbúðirnar eiga mikinn þátt í að lengja geymslutíma blómanna. Garðyrkjumaður einn sænskur hefur sagt svo frá, að hann — til reynslu — hafi eitt sinn geymt einn slíkan túlípanavönd í kæli um mánaðarskeið. Svo þegar tekið var utan af vendinum, stilkarnir skornir af og túlípan- arnir settir í vatn, voru þeir að skammri stund liðinni jafn blömlegir og þegar þeir voru nýlesnir. Enda þótt blómin séu sjálfsagt ekki mikilvæg fyrir búð- irnar frá sölusjónarmiði, er sala þeirra góður þáttur í þjónustu verzlananna við neytendur, enda hafa þeir, sem farið hafa af stað með blómasölu, ekki nema gott um hana að segja. PLASTTÖSKUR Gefjun á Akureyri hefur tekiff upp þá nýjung, aff hafa til sölu plasttöskur utan um teppin, sem verksmiðjan sendir frá sér. Má búast viff aff þessar töskur — auffvitaff með því skil- yrffi aff teppi séu innan í þeim — verffi vinsælar til tæki- færisgjafa. Töskurnar munu vera mjög heppilegar til ferffa- laga og annarra hluta, má t. d. geyma í þeim skyrtur og annan fatnaff. Vörður við veg .... Framhald af bls. 7. árið 1933, voru þar á meðal nokkrir samvinnubankar er síðan hafa veitt lán til æski- legra félaga, og er nú um helm- ingur allra lána samvinnufé- laganna tekinn hjá þessum bönkum. Með því að leggja á- herzlu á heilbrigða lánastarf- semi, hafa þessir bankar stuðl- að mjög að auknum fram- kvæmdum. Mikil lán til hinn- ar sífelldu framleiðsluaukn- ingar og vaxandi áhrif sam- vinnufélaganna í kaupum og sölum er forystuhlutverki sam- vinnubankanna að þakka. Landbúnaðarráðuneytið hef- ur sinnt málum bændasam- vinnufélaganna um langt skeið. Árið 1901 var samið skjal til að benda á hugsanlegar hættur, er forðast bæri, það sem vænlegt þætti til árang- 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.