Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Side 33

Samvinnan - 01.11.1963, Side 33
Útgefandi: SAMVINNAN Áb.maöur: Guömundur Sveinsson fréttabréf 5. bréf 1963 samvinnunnar Reykjavik, október 1963. Á síðustu tíu árum hefur enska samvinnusambandið (CWS) tvöfaldað ut- flutningsframleiðslu sina, og fara vörur þess nú um allan heim. Alum- inium framleiðslan fer til Ghana i Afríku, niðursoðið grænmeti og aðrar niðursuðuvörur eru sendar til Aden, Yemen og Teneriffe. Á Thailandi og Singapore er hægt að fá keyptar sápur frá CWS. Útflutningur skófatn- aðar er í örum vexti, og er nú verið að kanna leiðir til að auka hann enn meir. Nýlega var gerður samningur um sölu á kven- og karlmannaskóm til Sovétrikjanna fyrir fjörutiu þúsund pund. Allir þeir skór, sem þangað fara verða framleiddir í verksmiðjum sambandsins. Hinn nýi ensk-sov- ézki neyzluvöruviðskiptasamningur hefur gert gagnkvæm viðskipti mögu- leg með því að veita innflutningsleyfi bæði rússneskum og enskum fram- leiðendum, og er CWS stór aðili að þeim samningi. Framleiðsluvörur CWS hafa einnig haslað sér völl í mörgum öðrum Austur-Evrópu rfkjum, auk þess, sem þær er að fá í verzlunum og verzl- unarhúsum ( Vestur-Þýzkalandi. BÚVÖRUDEILDIN OG SLÁTURTÍÐIN: Um og eftir miðjan mánuðinn var lokið slátrun í sláturhúsum á vegum SÍS. Alls mun hafa verið slátrað um 600 þúsund fjár í 56 sláturhúsum hjá 48 kaupfélögum. í sláturtiðinni voru flutt út 2000 tonn eða um 150 þúsund skrokkar og fer lang mestur hluti þess til Bretlands. Til þessara flutninga notaði Búvörudeildin 9 skip er leigð voru sérstaklega ( þessu au^namiði. Kaupendur kjötsins í Bretlandi eru ýmis kjötinnflutningsfyrirtæki, sem sjá siðan um dreifingu þess til smásala þar, sem það er svo selt til neytendanna á lékan hátt og hér - í hryggjum, frampörtum, lærum o. s. frv. Minna magn af frystu kjöti er svo selt til Danmerkur oj; Færeyja og saltkjöt í tunnum til Noregs. Allt kjöt sem út er flutt í sláturtúðinni er í heilum skrokkum, en þegar kemur fram á veturinn er það flutt í neytendaumbúðum. Innmatur, svo sem lifur og nýru fara sömuleiðis ( töluverðu magni til Bretans, er lifrinni pakkað ( 10 lbs. dunka og ærlifrinni og nýr- unum i pappaöskjur. Hjá Kaupfélagi Borgfirðinga er slátrað flestu fé og fer slátrunin hjá felaginu fram í þrem sláturhúsum. Aftur á móti er á einum og sama staðnum flestu fé slátrað hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA, SELFOSSI: Verzlun sú, sem K. Á. opnaði á^ Laugarvatni í sumar gaf mjög góða raun o^ notfærðu ferðamenn sér þjónustu hennar í rikum mæli. Verzlunar- stjori í sumar var a Laugarvatni, Ragnar Magnússon, en við starfi hans tok núna ( haust, Einar Guðbjartsson, áður kaupfelagsstjóri á Hellissandi. Úti- bú félagsins eru nú orðin sex: á Stokkseyri, Eyrarbakka, í Þorlákshöfn, Hveragerði, Laugarvatni og í byg^ingu Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. f undirbúningi er svo að reisa eitt utibú enn í nýju húsi Búnaðarsambandsins á Selfossi. Útibústjóraskipti hafa nýlega orðið í Hveragerði, þar sem Sæmundur Bjarnason er áður var starfsmaður á skrifstofum K. Á. tók við af Sigurjóni. Skúlasyni, sem orðinn er sveitastjóri í Hveragerði. Þá urðu í vor útibústjóraskipti í Þorlákshöfn, Sigfús Þórðar- son tok við af Hreini Bergsveinssyni, er tók til starfa í tjónadeild Brunadeildar Sam- vinnutrygginga.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.