Samvinnan - 01.04.1964, Page 2
Stúlkur a8 vinnu í Til-
raunastöð SÍS í Hafnar-
firðl. Ljósm.: Þorvaldur
Ágústsson.
Samvinnan
APRÍL 1964 — LVIII. ÁRG. 4.
Útg.: Samband ísl. samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðuir:
Páll H. Jónsson.
Blaðamaður:
Dagur Þorleifsson.
2. Dýrtið í algleymingi, Páll H. Jónsson.
3. Svipmymlir úr íslenzkri landbúnaðar-
sögu að fornu og nýju, fyrri grein,
Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri.
4. Samyrkju- og samvinnubú í Israel,
önnur grein, Sigurður Einarsson í
Holti.
6. Skáld skrifa bréf, Páll II. Jónsson.
8. Bókaskápurinn.
9. Krossgátan.
11. Snúum við hnappnum? og Snjókarl-
inn ráðsnjalli, ævintýri endursögð af
Sigurði Jónssyni frá Brún og Vilborgu
Dagbjartsdóttur.
12. Frétt að norðan, ljóð eftir Pál H.
Jónsson, ort í minningu Davíðs Stef-
ánssonar.
13. Þytur svartra fjaðra, minningarorð um
Davíð Stefánsson, Páll H. Jónsson.
14. Tveir menn, smásaga eftir Giinther
Weisenborn, Heimir Pálsson þýddi.
16. Úr víðri veröld: Nepal.
18. Páll H. Jónsson skrifar um samvinnu-
mál: „Eitt af því allra bezta".
20. Fréttabréf.
30. Mansöngsbrot, Ijóð eftir Sveinbjörn
Beinteinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambandshús-
inu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími er 17080.
Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00.
Gerð myndamóta annast Prentmót b.f.
Prentverk annast Prentsmiðjan Edda b.f.
DÝRTÍÐ í ALGLEYMINGI
Undanfarnar vikur og mánuði hafa farið fram umræður vegna þess ástands,
sem sivaxandi tilKostnaour hefur haft í fðr með sér, hvaö snertir verzlun og við-
skipti. Undanfarm 4 ár hafa verið í gildi lagaákvæði, sem mæltu svo fyrir, að
„verðlagsákvaröanir allar skulu miðaðar við þörf þeirra fyrirtækja, er hafa vel
skipulagöan og hagkvæman rekstur". Um leio og þau lagaákvæði voru sett var meö
lögum álagning lækkuð, aó meðaltali um 23%. Síðan hefur kostnaður við verzlun
nækkað jafnt og þétt, eins og annar kostnaöur í landinu. Ríkisfyrirtæki, svo dæmi
"éu nefnd, eins og póstur og sími, hafa lagt á sína þjónustu hvað eftir annaö,
eítir því sem tilkostnaöur ox. Póstgjöld og símaþjónusta hafa hækkað. Verðlags-
ákvæðum vegna verzlunarinnar var hins vegar haldið að mestu óbreyttum, svo
lengi, að í hreint óefni var komið.
Samvinnufélögin hafa ekki verið myrk i máli hvað snertir skoðun þeirra á verð-
lagsákvæðunum. Forsvarsmenn þeirra hafa hvað eftir annað lýst þeirri eðlilegu
og sjálfsögðu skoðun, að vegna kaupfélaganna væri ekkert með verðlagsákvæði
að gera. Kaupfélög leggja aldrei meira á, en þau hafa þörf fyrir. Verði greiðsluaf-
gangur um áramót, er honum skilað til félagsmanna í hlutfalli við viðskipti.
Þannig er þetta um allan heim og þannig finnst hið rétta vöruverð. Þetta er öll-
um ljóst, sem um þessi mál hugsa. í umræðum þeim, sem fram hafa farið, héldu
fulltrúar samvinnufélaganna fast við þessa skoðun. Til vara fluttu þeir tillögu
um það, að rýmkaö yrði svo um verðlagshöftin, að hægt væri að reka verzlun á
heiðarlegan hátt, bera þær byrðar, sem ríkisvaldið leggur verzluninni á herðar og
inna af höndum þá þjónustu, sem af henni er krafizt. Hvorugt þetta sjónarmið
varð ofaná í umræöunum. Verðlagshöftum er haldið áfram. Álagning er að vísu
hækkuð og nokkrar vörutegundir gefnar frjálsar, en hvorugt nægir til viðhlítandi
úrlausnar. Eftir sem áður eru verðlagshöftin engin trygging fyrir neytendurna á
lægsta vöruverði, þar sem þau verðlauna, enn sem áður, þá sem kaupa inn dýr-
asta vöru. Það borgar sig bezt fyrir verzlunina að gera sem óhagstæðust innkaup,
því eftir þvi sem varan er dýrari, þvi meira fæst fyrir að selja hana.
Þessum úrslitum verður nú að una um sinn. Kaupfélögum, sem hafa allfjöl-
breyttan rekstur og mikla verzlun í hlutfalli við tilkostnað, verða þær breytingar,
sem gerðar hafa verið á álagningarreglum, mikil hjálp. Með ráðdeild, sparnaði
og varkárni eiga þau ef til vill að geta bjargazt, en því aðeins að þessa sé gætt.
Fyrir þau félög, sem að mestu eða öllu leyti eru neytendafélög, er ástandið enn
sem fyrr mjög alvarlegt. Vitanlega verður rekstrartap þeirra minna en annars,
vegna hækkaðrar álagningar. En kaupfélögunum er enn, og það mjög ómaklega,
haldið í handjárnum verðlagsákvæða, engum til ávinnings, en öllum til tjóns.
Dýrtíðin er nú í algleymingi. Hækkun vöruverðs nú, þegar þetta er skrifað, vegna
aukinnar álagningar, er óhjákvæmileg afleiðing dýrtíðarinnar. Sýnilegt er að
meginþorri allra fjölskyldna verður nú að gæta sparnaðar og varkárni, til þess
að geta lifað. í menningarlöndum, þar sem fólkið hefur búið við frelsi, hafa kaup-
félögin verið hjálparhella á hættu- og erfiðleikatímum. Ef þau hafa haft frelsi til
að starfa, hafa þau ævinlega komizt lengst í réttlátum viðskiptum, haldið uppi
samkeppni og verið eins konar verðlagseftirlit. Hér á landi hafa talsmenn einka-
verzlananna hvað eftir annað í ræðu og riti lýst því yfir, að heilbrigð og eðlileg
samkeppni kaupmanna og samvinnufélaga væri neytendunum bezta trygging fyrir
réttlátu vöruverði. Ekki er annað vitað, en að þeir myndu sætta sig mætavel við
þá samkeppni, ef hún raunverulega væri til. En þessi samkeppni verður aldrei
eðlileg, á meðan kaupmenn og kaupfélög búa við handjárn verðlagsákvæðanna.
Eitt hið alvarlegasta við ástandið í verzlunarmálum nú er það, að fólk virðist
slj'ótt fyrir verðsamanburði og kæra sig kollótt, þótt það leiti alls ekki uppi hag-
kvæmustu viðskiptin. Ef til vill lærir það af neyðinni. Hér í höfuðstaðnum er kaup-
félag með 20 búðir víðs vegar um bæinn, sumar þeirra í allra fremstu röð og allar
góðar. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að miklu meiru hefur
munað á vöruverði, oft og tíðum, í búðum kaupfélagsins og annarsstaðar, heldur
en menn hafa gert sér grein fyrir. Kaupfélagið gæti með sínum búðakosti og starfs-
liði afkastað miklum mun meiri sölu en það gerir. Höfuðborgarbúar hafa ekki talið
sig þurfa á þjónustu og réttlátum viðskiptum kaupfélagsins að halda. í kaupstöð-
unum í kringum Faxaflóa: Keflavik, Hafnarfirði, Kópavogi, Akranesi og svo sjálfri
Reykjavík, er ekki nema 8% af íbúunum í kaupfélagi, á móti n.l. 27% annars staðar
á landinu. Þetta er lærdómsrík og alvarleg lexía til að læra af.
Hvergi mun dýrtíðin koma harðara niður en á fólkinu í þéttbýlinu hér við Faxa-
flóa, meðal annars vegna þess, að það hefur á hrapallegan hátt vanrækt að efla
samvinnuverzlun, svo sem það hefði getað og rétt hefði verið. Nú stríðir það við
dýrtíðina. Ætlar það að nota þau tæki, sem það hefur tiltæk í þeirri baráttu, og
prófa sjálft að spara og njóta réttlætis innan kaupfélaganna? Ætla íbúar höfuð-
borgarinnar hér að fara að fordæmi íbúa annarra höfuðborga í nágrannalöndun-
um, sem efla sín kaupfélög til gagns og nytsemdar, eða ætla þeir að láta dýrtíðina
hrekja sig, án þess að koma vörnum við?
Páll H. Jónsson
2 SAMVINNAN