Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Page 3

Samvinnan - 01.04.1964, Page 3
Það er alkunna, að stór- felldar breytingar hafa orð- ið hér á landi á atvinnuhátt- um síðustu mannsaldrana. Lifðu þannig 82% allra landsmanna af landbúnaði árið 1850 og 7% af fiskveið- um. Árið 1910 lifðu um 51% íslendinga af landbúnaði og 19% af fiskveiðum. Hálfri öld síðar — um 1960 — 17% af landbúnaði, önnur 17% af fiskveiðum og fiskiðnaði allskonar, 16% af öðrum iðn- aðargreinum, önnur 16% af ýmiskonar þjónustu, 12% af byggingarframkvæmdum, önnur 12% af verzlun og við- skiptum og loks 8% af sam- göngum og siglingum. Fyrir rúmri hálfri öld voru íbúar í sveitum landsins um 60.000 talsins og í kaupstöðum og verzlunarstöðum um 28.000. Nú á dögum, þegar íbúatala landsins hefur meir en tvö- faldast miðað við 1910, búa um 59.000 manns í 23 sýsl- um, en um 125.000 í 14 kaup- stöðum landsins. Landbún- aðinum, aðalbjargræðisvegi bjóðarinnar um aldaraðir hefur stöðugt vegnað ver hlutfallslega, en öðrum at- vinnuvegum, einkum verzl- un. iðnaði auk sjávarútvegs, hefur þeim mun meir vaxið fiskur um hrygg. í þessum stutta þætti skulu ekki rakt- Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri: Svipmyndir úr íslenzkri landbúnaðarsögu aö fornu og nýju ar orsakir þessarar þróunar atvinnumála, þeim mun síð- ar gerð nokkur skil hér í blaðinu, en að sinni verður leitazt við að bregða upp nokkurri mynd af hlutdeild landbúnaðarins í lífsafkomu þjóðarinnar frá því er land byggðist á ofanverðri 9. öld. Flestir landnámsmann- anna áttu rót sína að rekja til bændaþjóðfélaga hins norræna heims, þ. e. til móð- urlandsins, Noregs, og norsku nýbyggðanna vestan hafs, en samkvæmt Land- námabók virðist meiri hluti landnámsmanna hafa komið úr Noregi og þá einnig að öllum líkindum meiri hluti allra frumbyggjanna. Ork- ar ekki tvímælis, að þorri þeirra hefur verið af bænda- ættum og yfirleitt dugandi og framtakssamir menn. í Landnámabók er þannig ekki getið annarra land- námsmanna en úr Noregi, enda höfum við ís- lendingar alltaf talið okk- ur skyldari Norðmönnum en öðrum þjóðum. Margar stoð- ir renna undir norrænan uppruna íslenzku þjóðarinn- ar; þannig sömdu forfeður okkar lög sín eftir Gula- þingslögum, er giltu fyrir landbúnaðarhéruðin Firða- fylki, Sogn og Hörðaland í Noregi og íslenzkt mál, sem við tölum furðu óbreytt enn þann dag í dag, er líkast þeirri mállýzku sem töluð var í suð-vesturhluta Noregs á dögum Haraldar konungs hárfagra á ofanverðri 9. öld, þá er ísland byggðist. Landnám íslands var veigamikill liður í hinni stór- kostlegu útþenslu norræna kynstofnsins frá upphafi víkingaaldar, sem beind- ist aðallega vestur um haf til Hialtlands og Orkneyja og síðar til Suðureyja, Skot- lands, Manar, írlands og vesturstrandar Englands. Um sama leyti herjuðu og Danir á England, Frakkland, Þýzkaland og suðræn lönd, en Svíar aðallega í Austur- veg eftir fljótum Rússlands til Svartahafs, Miklagarðs og landa austan Miðjarðarhafs. Voru á þessum umbrotatim- um stofnuð ríki eftir norrænni fyrirmynd víðsveg- ar um álfur og mun norrænt veldi aldrei hafa staðið með jafnmiklum blóma fyrr né siðar, en einmitt á þeim ára- tugum sem ísland var num- ið, enda norræn tunga þá töluð í þrem heimsálfum og norrænir siðir í hávegum hafðir allt frá Litlu-Asíu til Norður-Ameríku. Forfeðrum okkar, frum- byggj endunum, mun haf a lit- izt vel á landið, sem þá var víða skógi vaxið að sögn Ara fróða og mikið til ósnortið af mönnum og búsmala. Land- kostir virtust miklir og væn- legir til landbúnaðar, nóg landrými og fiskisæld mikil í vötnum og sjó. Ekkert var eðlilegra, en að þeir flyttu með sér hingað upp naut- gripi sína eins og annan kvikfénað aö heiman og er þess getið í Landnámu, að hingað upp hafi komið skip hlaðið kvikfé. Fræg er sag- an af Hrafna-Flóka, sem fyrstur norrænna manna hafði með sér búpening sinn, en gáði ekki að afla heyj- anna og dó allt fé hans um veturinn. Þannig fór fyrsta búskapartilraunin á íslandi út um þúfur. Á fyrstu árum Framhald á bls. 23. FYRRI GREIN Á fyrstu öldum þjóðveldistímans mun ár- ferði vfirleitt hafa verið gott hér á landi og landsmenn unað glaðir við sinn hag. 10. öldin var líka mesta og bezta hlómaskeið íslenzks landbúnaðar fyrr og síðar. Þá áttu menn af bændaættum skip í förum til fjölda landa nær og fjær, iafnvel austan og sunnan Evstrasalts og í Norður-Ameríku. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.