Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Síða 13

Samvinnan - 01.04.1964, Síða 13
ÞYTUR SVARTRA FJAÐRA Minningarorð nm Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Davíð Stefánsson. Brjóstlíkan eftir A. F. Everin Jacobsen. Ljósmynd: Þorvaldur Ágústsson. Það var í þá daga, er sautján ára kaupakona gekk heim af engjum með hrífuna á öxlinni, vot um fætur, með leiruga svuntu og í alltof síðum pils- um, eftir að hafa rakað á vot- engi allan daginn. Og tólf ára drengstauli gekk við hlið hennar, þegar götu- slóðarnir leyfðu, í skinnleist- um, með verpta skó og þreytu- verk í veiku baki og lítið orf, sem þó var of þungt íyrir alltof gramia arma. Það var í þá daga, þegar kvöldganga af engjum varð að ævintýri, því sautján ára ung- meyjarvarir fluttu alla leiðma ljóð, sem voru engu lík, engu lík, sem áður hafði heyrzt á engjagötum. Ljóð, búin undra- fullum seiði, næstum því ó- leyfileg, nema í hiimi og ná- vist óvita barns, sem hlýddi hugfangið án þess að vita hvað það heyrði, sem skynjaði án þess að skilja. Ljóð, sem voru leyndarmál í barmi mikils fjölda frumvaxta meyja og köll- uðu roða fram í kinnar ungra sveimhuga: „Allar vildu meyjarnar eiga hann, en ástina sína hann aldrei fann.“ „Alein sat’ hún við öskustóna. — Hugurinn var frammi á Melum. Hún var að brydda brúðarskóna. — Sumir gera allt í felum.“ Það var í þá daga, er ljóða- bók var á nokkrum mánuðum lesin og lærð, því hún bjó yfir töfrum, sem ekki varð staðið gegn, því hún fann sér sam- hljóm í hjörtum fólksins. Ljóð, sem voru nýr tími á gömlum dögum, fyrirheit, óskir, draum- ar og þrár. En umfram allt töfrum slungin leyndarmál, sem allir vissu, en enginn mátti vita að hann vissi. „Heitrofi, heitrofi, hrópa ég á þig; það eru álög, sem ástin lagði á mig. Komdu, ég skal brosa í bláu augun þín gleði, sem aldrei að eilífu dvín. Komdu ég skal kyssa í þig karlmennsku og þor, hreystina og fegurðina og frelsisins vor.“ Það var í þá daga, þegar síð- sumarshúmið var sannleikur í lífi fólksins og varð fyrr en varði að myrkri, nema að til kæmu töfrar. „Eg ætla að láta lifa ljóstýru hjá mér í nótt. Það er ekki einleikið orðið livað að mér hefur sótt. I fyrrinótt fannst mér einhver yfir fletið mitt halla sér svo fundust mér gaddkaldar greipar grípa um hálsinn á mér. Eg ætla að láta lifa ljóstýru hjá mér í nótt, því mamma segir ég sofi þá sjálfsagt vært og rótt.“ Og það var þá — í þá dýrð- legu daga, þegar samúð og skilningur átti sér athvarf í nýju ljóði. Þegar loksins jrorað var að segja, hvað hjartað hafði trúað vörunum fyrir. „Svívirtu ekki söngva |rá, er svörtum brjóstum koma frá, |n í sólelsk hjörtu í sumum slá, þótt svörtum fjöðrum tjaldi, svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi." „Kiaink, krunk, krá. Sumum hvíla þau álög á aldrei fögrum tóni að ná, jró að þeir eigi enga þrá aðra en jrá að syngja, fljúga eins og svanirnir og syngja.“ Voru jjað nokkur undur, Jiótt ungur drengur yrði heillaður af að heyra slík ljóð, vera trú- að fyrir slíkum leyndarmálum, jrótt hann ekki skildi þau og þótt hann ekki vissi, að einnig í hans litla barmi voru leyni- hólf undarlegra fjársjóða. „Ef sofnað ég get ekki síðkvöldum á, ])á sveipa eg mig hljóður í feldinn og hlusta í kyrrðinni á hjarta mitt slá og horfi inn í deyjandi eldinn. Það grípur mig seiðandi, sorgblandin jrrá, er sólin er hnigin á kveldin. Þá minnist ég alls, sem gæfan mér gaf af gimsteinum auðæfa sinna. Og draumamir vakna dvalanum af, er deyjandi geislana finna. — Eg sé bak við endalaust, ólgandi haf álfkonu draumanna minna.“ Þannig komu Svartar fjaðrir inn í líf fólksins. Blak þeirra fjaðra varð jrytur í kyrrð kveld- anna. Blikið af fönum jreirra varð lampi margra jjreyttra fóta. Dagarnir á íslandi urðu aldrei þeir sömu og áður við Framhald á hls. 21. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.