Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Side 18

Samvinnan - 01.04.1964, Side 18
„EITT AF ÞVl ALLRA Snorri Sigfússon Víst hef ég orðiö var við það, að þegar ég og aðrir vitna í orð og gerðir manna, sem voru ungir um síðustu aldamót, þykir mönnum það vera aftan og utan við nú- tímann. Það sem slíkir hafi til mála að leggja sé nokk- uð sem heyri fortíðinni til og geti í allra hæsta lagi átt heima á byggðasafni. Þetta er mikill misskilningur, sem ekki gæti réttlætzt af öðru en minnimáttarkennd gagn- vart því sem var. Þess vegna tel ég það Samvinnunni til ávinnings að fá tækifæri til þess, að vitna í nær 80 ára gamlan æskumann, æsku- lýðsleiðtoga, ungmennafé- laga og samvinnumann, Snorra Sigfússon fyrrver- andi skólastjóra og náms- stjóra. Hann hefur allt það til að bera, sem vitni í þýð- ingarmiklu og háalvarlegu máli þarf að hafa. Hann hef- ur fjölþætta lífsreynzlu. Hann hefur lifað mestu bylt- ingu, sem hægt er að hugsa sér í einu þjóðféiagi, hann hefur kunnað að læra af reynzlunni og honum hefur um óvenju langan aldur tek- ist að varðveita æskuna i sjálfum sér. Fyrir fáum dögum kom ó- vænt upp í hendur mínar ræða, sem Snorri Sigfússon hélt í Samvinnuskólanum í Bifröst fyrir nokkru síðan. Hann hefur af örlæti hjarta síns leyft mér að birta nokkrar tilvitnanir í þessa ræðu. — Snorri Sigfússon segir: „Við munum yfirleitt sam- mála um það, að Jón Sig- urðsson sé sá af forustuliði fyrri alda, sem hæst gnæfi í sögu og reynd. Allir vilja nú telja hann sinn mann. Eng- inn leyfir sér yfirleitt að vé- fengja hans álit og úrræði. Hann hafði rannsakað ís- lenzka sögu, allra manna rækilegast á sinni tið. Hann sá og skildi manna bezt, hvernig fleyttur hafði verið rjóminn af öllu athafnalífi og viðskiptalífi þjóðarinnar, svo öldum skipti, og að við- reisn var óhugsandi, nema sá arður eengi til þeirra, sem til hans unnu. Þess vegna leggur hann mjög eindregið til, að menn komi á hjá sér félagsverzlun, samvinnuverzlun, til þess m. a. að tryggja það, að þeir verði ekki rændir réttmætum arði vinnu sinnar, heldur gangi hann til að skapa þeim sjálfum og þjóðinni aiiri, bætt lífskjör og aukna menningu. Ekki er ástæða til að dvelja frekar við þessa skoðun Jóns Sigurðssonar, en aðeins minna á hana. Hitt langar mig til, að rifja upp í sem stytztu máli fáein atriði af því, sem ég hefi séð og heyrt í þessum efnum á langri ævi. Ég minnist þess fyrst, er ég 10 ára snáði sá mann koma heim til konu og barna úr kaupstað, tárfellandi með tóman poka, og ekki aöeins vegna þess, að hann, sökum einhverrar smáskuldar, fékk ekkert í pokann, heldur fyrst og fremst vegna niðurlægj- andi framkomu kaupmanns- ins við hann. Það sveið sár- ast, og var þó hitt sannar- lega nógu sárt. Ég vissi snemma af margri kaupstaðaför sumra sveit- unga minna, og sá þá of marga beygða og þjakaöa koma þaöan. Samtök bænda víðs vegar um land upp úr miðri s.l. öld, voru að engri ófyrirsynju gerð. Glíman við kaupmannavald þeirra tíma var hörð, en samtök um að reyna til að hnekkja því valdi, var lífsvon fólksins. Hin miklu verzlunarfélög, sem hinir beztu menn á Norður- og Austurlandi stofnuðu til upp úr miðri s.l. öld, eins og Verzlunarfé- iagið við Húnaflóa og Gránufélagið, unnu stórvirki í því að bæta verzlunina. Þau undirbjuggu jarðveginn fyrir samvinnufélögin, er síðar komu.“ — —-------- Um pöntunarfélögin, sem síðar voru stofnuð segir síð- an Snorri Sigfússon: „Þau félög áttu við mikla erfiðleika að etja, og líklega með öllu óskiljanlega, fyrir nútímafólk. Þau urðu jafnvel aö fara krókaleiðir og kænskustigu til þess að kom- ast yfir mál og vog til þess að nota. Mér er enn í minni, er ég 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.