Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 19
„Ég er einn þeirra, sem íifað hafa i andrúmsloftí samvinnunn- ar, ef svo má segja, og hef þó svo sannarlega kynnst ððru á langri ævi. Og ég hef á samvinnunni óbifanlega trú, — og sú trú hefir styrkst með aldrinum." kom með móður minni í eina af „búðum“ pöntunar- félags, þar sem vegnar voru í sundur pantaðar vörur og afhentar. Þar hafði kössum og sandpokum verið staflað saman og segl breitt yfir á trönur. Þetta var búðin. Og þarna var vörunum skipt á milli manna, sem höfðu pantað þær. En það var eins konar hátíðisdagur margra heimila, þegar þessar vörur komu, sem vitanlega voru aðeins nauðsynjavörur, og af skornum skammti. En þarna voru allir jafnréttháir, á engan hallað, engum ivilnað. Allir fengu það sem þeir höfðu pantað, allir með sama verði, því verði, sem þeir vissu að var sannvirði.---- -----— Þegar Hallgrímur Kristinsson breytti skipulagi þessara verzlunarsamtaka (pöntunarfélaganna) við Eyjafjörð í Kaupfélag Ey- firðinga og í nútíma horf, fögnuðu menn almennt því heildarskipulagi, og hafa nú um meir en hálfrar aldar skeið notið þess. Og sá sem nú horfir yfir byggðir og ból, öll hin miklu ræktarlönd, allar hinar miklu byggingar í sveitum, alla þá uppbyggingu, sem risið hefur hér í fámenni og fátækt á hálfri öld, — hann mun skilja það, ef hann á annað borð vill skilja, að þessi samtök bænda og búa- liðs hafa unnið stórvirki. Arðurinn af erfiði manna hefur gengið til þeirra sjálfra og þeir hafa notað hann til þjóðþrifa, — og vax- ið sjálfir af. -----— Ég kom til Vest- fjarða 1912 og dvaldi þar um 18 ára skeið. Ég tók mikinn og á margvíslegan hátt, þátt í lífi og starfi fólksins, sem ég dvaldist með, og kynntist vel kjörum þess og kostum eins og þau voru þá og höfðu verið síðustu áratugina. Þau lifskjör höfðu verið erfið sem víðar. Isafjörður var þar miðdep- ill verzlunar og viðskipta- lifs. Þar höfðu um aldir set- ið erlendir kaupmenn, sem jafnan höfðu flutt öll verð- mæti arðs úr landi.“ Síðan segir Snorri Sigfús- son frá myndarlegri og vel rekinni verzlun á ísafirði. í lok fyrra stríðsins voru eign- ir þeirrar verzlunar seldar fyrir hönd erfingja, sem áttu heima í Kaupmannahöfn. —------„Þá höfðu ísfirðing- ar safnað milljónum með striti sínu handa þessum erf- ingjum. Allt var selt og flutt úr landi, en heimamenn sátu eftir með sárt ennið. Þeir höfðu misst úr héraði og landi allan arð af verzlun sinni og viðskiptum — eng- um sjóðum safnað, allt horf- ið. Löngu síðar var ég á gangi með vestfirzkum kunningja á götu í Kaup- mannahöfn. Benti hann mér þá á stórhýsi, sem stóð þar mikið og háreist við götuna, og kvað það hafa verið byggt fyrir fé það, sem á sínum tíma var flutt frá ísafirði í hendur erlendra erfingja. Þetta hafa ísfirðingar gefið, sagði ég við sjálfan mig. --------Nú blasir við í dag sú mikla spurning, hvernig fari sums staðar, ef kaupfé- lögin eru gerð vanfær um að gegna sínu nauðsynlega hlutverki, sem þar er undir- staða svo að bólfesta og byggð haldist. Ég átti þess kost að kynn- ast því sjálfur af eigin sjón og raun, hvílikur bjargvætt- ur samvinnufélögin eru. Um 12 ára skeið var ég á sifelldu ferðalagi um Norð- uriand, milli skólanna i sveit og við sjó. A slíku fiakki kynnist maður ótrúlega mörgu, ef maður kærir sig um það. Og ekki sist beind- ist forvitni min að félags- legum og menningarlegum eínum á hverjum stað. Og í raun og veru var alls staðar sama sagan: kaupfélögin voru alls staðar i sókn viö að bæta hag fólksins, höfðu margs konar viðleitni i frammi til að bæta úr margri þörf, létta þá erfiðleika, sem fámennið á við að striða, efla samgöngur, rækt- un, byggingar og félagslega menningu fólksins — yfir- leitt allt, sem þau megna til þess að gera landið byggi- iegra og betra. Eg sannfærðist um það þá, meir og betur en áður, hvilíkur bjargvættur þetta samstarf fólksins er, og hversu gott verk þeir vinna, sem styðja það og efla. Það er ekki aðeins gott verk fyr- ir einn og einn, sem nýtur þess, heldur er það líka unn- ið fyrir heild, — þjóð lyft til menningar með ljósi og styrk göfugrar hugsjónar i kristn- um anda.------------- -----— Það eru margreynd sannindi, bæði hér og ann- ars staðar, að kaupfélögin eru sá hemill á verðlag, sem bezt er treystandi á. Það liggur í eðli þeirra og verka- hring. Þau stilla álagningu mjög í hóf og eiga að gera það. En þeim arði, sem kann að nást, skila þau svo aftur, sem kunnugt er. Og það vita allir, að þannig hafa þau skilað til meðlima sinna milljónum á milljónir ofan, — og samt treyst aðstöðu sína þannig, að nokkuð af arðinum sé beint framlag handa þeim, sem á eftir koma og taka við, en ekki flutt úr héraði eða úr landi. --------Ungu menn og kon- ur. Að þessu, sem ég nú hefi verið að segja hér, er vit- anlega ekkert nýj abragð. Þetta eru allt gamlar lumm- ur. En ég leyfi mér að bera þær á borð hér af því að þær eru eitt af því allra bezta, sem ég hefi að bjóða.------ --------Eg er einn þeirra, sem lifað hafa í andrúms- lofti samvinnunnar, ef svo má segja, og hef þó svo sannarlega kynnst öðru á langri ævi. Og ég hef á sam- vinnunni óbifanlega trú, — og sú trú hefir styrkst með aldrinum". Þannig er boðskapur hins aldna og ástsæla menning- arleiðtoga, Snorra Sigfús- sonar. Samvinnan telur sér heiður að koma þeim boð- skap til sem allra flestra lesenda. Enn ein saga af Shaw Shaw var einhverju sinni sagt, að annar kunnur leikrlta- höfundur, sem hann þekkti, hefði tekið sér hjákonu. — Það er óhugsandi, sagði Shaw, — alveg óhugsandi. Hjá honum sofa aðeins áheyrendurnir. SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.