Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 20
KAUPFÉLAGSSTJÓRASKIPTI
mundssonar kaupfélags-
stjóra. Við starfi Helga í
Haganesvík hefur tekið
Garðar Viborg, sem undan-
farin ár var erindreki Slysa-
varnafélagsins. Áður hafði
hann verið kaupfélagsstjóri
á Drangsnesi.
Kaupfélag Vopnfirðinga
var stofnað 1918. Þar hefur
undanfarin ár verið kaupfé-
lagsstjóri Guðjón Ólafsson.
Er hann um það bil að láta
af störfum, en við tekur Hall-
dór Kr. Halldórsson, ungur
maður, sonur Halldórs Ás-
grímssonar alþingismanns
og fyrrverandi kaupfélags-
stjóra á Vopnafirði. Halldór
Halldórsson stundaði nám
við Héraðsskólann að Laug-
um og síðan í Samvinnuskól-
anum. Að námi loknu þar
árið 1957 hóf hann störf hjá
S.Í.S. í Reykjavík, fyrst í Út-
flutningsdeild og síðan
Skipadeild, en 1960 gerðist
hann starfsmaður Kf. Aust-
ur-Skaftfellinga. Nú flytur
hann á æskustöðvarnar í
Vopnafirði. Halldór er fædd-
ur 5. janúar 1937.
Halldór Halldórsson
Guðjón Ólafsson, sem ver-
ið hefur kaupfélagsstjóri á
Vopnafirði og þar áður í
Búðardal, flytur nú á Akra-
Borgfirðinga. Kaupfélagið
var stofnað 1938. Þar hafa
verið kaupfélagsstjórar
Björn Stefánsson frá Stöðv-
arfirði og í mörg ár Sveinn
Kr. Guðmundsson, en nú síð-
ast Ólafur J. Þórðarson.
Guðjón Ólafsson hefur
mikla reynslu sem kaupfé-
lagsstjójri, öegar hann nú
tekur við starfi sínu á Akra-
nesi.
Nokkur undanfarin ár
hefur Helgi Traustason ver-
ið kaupfélagsstjóri við Sam-
vinnufélag Pljótamanna í
Haganesvík. Hann hefur nú
látið af því starfi og flutt til
Sauðárkróks. Verður hann
þar önnur hönd Sveins Guð-
Guðjón Ólafsson
TVÖ NÝ MJÓLKURSAMLÖG
Á VESTURLANDI
Nýlega tóku til starfa tvö
mjólkursamlög á Vesturlandi
á vegum Mjólkui-samsölunn-
ar í Reykjavík. Mjólkursam-
lagið í Grundarfirði, sem
fyrst tók við mjólk 20. febr-
úar s. 1. og mjólkursamlagið
í Búðardal, sem hóf starf-
semi sína 18. marz.
Grafarnesbúinu er ætlað
að taka við mjólk frá bænd-
um á norðanverðu Snæfells-
nesi, nema Skógarströnd, og
sjá þorpunum þar fyrir
neyzlumjólk, skyri og rjóma.
Væntanlegt mjólkurmagn er
þar nú 800.000-----1.000,000
ltr. á ári, en samlagið getur
annað verulegri aukningu.
Samlagsstjóri er Bent
Bryde, mj ólkurfræðingur.
Mjólkursamlagið í Búðar-
dal mun taka við mjólk frá
bændum í Dalasýslu og
Skógarströnd og nú flytja
A.-)Barðstrendingar einnig
mjólk þangað. Væntanlega
verður innvegið mjólkur-
magn þar 1,5—2 millj. ltr.
á ári, fyrst í stað. Samlags-
stjóri er Lauritz Jörgensen,
mjólkurfræðingur. Samlagið
mun vinna afurðir úr mest-
um hluta mjólkurinnar, en
þar sem flutningaleiðir þess-
ara tveggja mjólkursamlaga
mætast, mun samlagið í
Grundarfirði fá mjólk og
mjólkurafurðir frá Búðardal
til að fullnægja eftirspurn á
sínu svæði, ef mjólkurfram-
leiðslan þar nægir ekki hluta
ársins en senda hinn hluta
ársins þá mjólk sem afgangs
verður til vinnslu í Búðar-
dal.
Garðar Viborg
Tilraunastöðin
í Hafnarfirði
í Tilraunastöð Sambands-
ins í Hafnarfirði er látlaust
unnið að nýjungum í fram-
leiðslu fiskafurða.
Ein af mörgum verðmæt-
um fiskategundum, sem
veiðist við strendur íslands,
er humar. Á meðan á hum-
arvertíð stendur, er nokkur
hluti aflans frystur í skel-
inni og síðan fluttur út.
Hinn annar hluti aflans er
20 SAMVINNAN