Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 22
Tveir menn
Framhald af hls. 14.
í hringi í átt til dalsins, meö
jaðri frumskógarins. Það
sigldi í gegnum hóp af kind-
um, sem flutu uppíloft á ólg-
andi vatninu. Úteygir fiskar
skutust undan skugganum
af því. Hópur svartra hræ-
gamma, sem sátu á kinda-
skrokki, barst með straumn-
um. Þeir horfðu blóðþyrst-
um augum í kringum sig.
Blóm, húsgögn og lik söfn-
uðust saman í helreið, sem
hélt niður í dalinn, út í
óvissuna.
Undir morgun reis bónd-
inn á fætur og skipaði
vinnumanninum að halda
sér vakandi. Indíáninn
undraðist hörkuna í rödd-
inni.
Hann hefði umhugsunar-
laust fylgt húsbónda sínum
á heimsenda. Hann var Indí-
áni og vissi, hvað karlmað-
ur er. En hann vissi líka, að
karlmaður er þungur. Sitji
einn maður á þaki, flýtur
það vitanlega lengur en þeg-
ar það brotnar sundur und-
an þunga tveggja manna. Og
þá er öllu lokið.
Honum datt ekki í hug,
að bóndinn yfirgæfi þakið
af fúsum vilja. En hér var
um líf og dauða að tefla, og
það mátti ýta við honum.
Þannig hugsaði Indíáninn,
og hann færði sig nær.
Stjarft andlitið var renn-
vott.
Þakið mundi alls ekki
fljóta lengur en til morguns.
Nú þegar voru farnir að
losna úr því vöndlar og flj óta
burt. Mennirnir höfðu ekki
hugmynd um, hvar þeir voru
staddir. Allt í kring var svört
þoka, og vatnið virtist hreyf-
ingarlaust. Bar þá í hring?
Þeir vissu það ekki. Og svo
horfðust þeir í augu.
Þá var það, sem bóndinn
dró upp síðustu sigarettuna,
braut hana í sundur og rétti
Indíánanum annan helm-
inginn. Þeir rifu bréfið af
og tuggðu tóbakið, því að eld
áttu þeir ekki.
Þetta gat hann látið ógert,
hann er sannur vinur, hugs-
aði vinnumaðurinn, og smám
saman breytti tóbaksremm-
an hatrinu í tryggö. En hann
sjálfur? Hann hafði misst
bæði barn og konu. Hún
hafði sprengt síðustu loft-
bóluna með hendinni. Hann
átti ekkert lengur til að lifa
fyrir. Stráþakið sökk dvpra
og dvpra. Stykki hann í
vatnið, bæri þakið húsbónda
hans máski til morguns.
Þjónustunni er lokið, adi-
os, Senor. Vinnumaðurinn
klifraði ofan af mæninum
út á þakbrúnina. Þá sá hann
allt í einu krókódíla svamla
í vatninu og horfa á hann.
í fyrsta skipti gretti Indíán-
inn sig, en svo dró hann
diúnt andann og stökk.
En á sama augnabliki
greip húsbóndinn í hann,
dró hann uop úr og æpti
að honum, óður af reiði.
Hann beygði sig yfir hann,
kallaði hann öllum illum
nöfnum og skók hann til.
Svo skipaði hann honum að
fara aftur á sinn stað og
gefast ekki upp. Fjandinn
hafi það.
Um morguninn rak bá að
landi. Þeir klifruðu yfir trjá-
boli og óðn unz þeir komn á
burrt. Þá börðu beir iörðina
tU þess að fæla burt siöngur.
Áður en beir löaðust til
svefns, sagði bóndinn:
„Á morgun förum við t.íi
baka og bvrium á nv“.
„Bueno“. sagði Indíáninn,
Það stytti upp,
22 SAMVINNAN